FH er með ungan leikmann frá Bermuda á reynslu hjá félaginu í æfingaferð sinni á Marbella á Spáni.
Leikmaðurinn heitir Zeiko Lewis og er fæddur árið 1995. Hann spilar sem miðjumaður og hefur verið á mála hjá New York Red Bulls.
Lewis á að baki þrjú landsliðsmörk fyrir A-landslið Bermuda, en hann á að baki fimm leiki í undankeppni HM fyrir Bermuda.
FH kom til Marbella í gær en liðið verður við æfingar á Spáni í rúma viku og spilar æfingaleiki við Ranheim og Dinamo Brest.
FH gerði 1-1 jafntefli við HK í Lengjubikarnum á föstudaginn en liðið er með fjögur stig eftir 3 leiki í riðli 4 í A deild keppninnar.
