Víglínan: Óvissa á vinnumarkaði og endurnýjaður Sjálfstæðisflokkur í borginni Þórdís Valsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 10:56 Í dag eru fjórir dagar þar til um sextíu formenn aðildarfélaga Alþýðusambandsins koma saman til fundar og ákveða hvort kjarasamningum hundrað þúsund karla og kvenna á almennum vinnumarkaði verður sagt upp eða þeir framlengdir út árið. Miðstjórn ASÍ komst að þeirri niðurstöðu í vikunnu að forsendur samninganna væru brostnar en forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins er ætlað að meta þetta og er enn að störfum. Samtök atvinnulífsins meta stöðuna með allt öðrum hætti en ASÍ og minnir á að kaupmáttur hafi aukist um 20 til 25 prósent á samningstímanum. Stjórnvöld leggja mikið upp úr því að viðhalda stöðugleika á vinnumarkaði og því má reikna með að ríkisstjórnin gefi frá sér einhverja yfirlýsingu með fyrirheitum um aðgerðir til að freista þess að kjarasamningum verði ekki sagt upp. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kemur í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál, nýlega sölu á hlut ríkisins í Arion banka og fleira. Á fimmtudag opinberaði Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík framboðslista sinn fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Það er óhætt að tala um algera endurnýjun á listanum eða hreinsun eins og andstæðingar flokksins munu sjálfsagt kalla það og jafnvel þeir innan flokksins sem ekki kunna að meta breytingarnar. Eyþór Arnalds, nýr oddviti flokksins í borginni, ætlar sér stóra hluti í kosningunum í maí. Hann er með þræði víða í viðskiptalífinu, meðal annars í fjölmiðlum, sem hann segist ætla að slíta sig frá. Hann mætir í Víglínuna til að ræða þessi mál og möguleika Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum en flokkurinn hefur meira og minna verið í minnihluta í borgarstjórn allt frá árinu 1994. Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20 Víglínan Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Í dag eru fjórir dagar þar til um sextíu formenn aðildarfélaga Alþýðusambandsins koma saman til fundar og ákveða hvort kjarasamningum hundrað þúsund karla og kvenna á almennum vinnumarkaði verður sagt upp eða þeir framlengdir út árið. Miðstjórn ASÍ komst að þeirri niðurstöðu í vikunnu að forsendur samninganna væru brostnar en forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins er ætlað að meta þetta og er enn að störfum. Samtök atvinnulífsins meta stöðuna með allt öðrum hætti en ASÍ og minnir á að kaupmáttur hafi aukist um 20 til 25 prósent á samningstímanum. Stjórnvöld leggja mikið upp úr því að viðhalda stöðugleika á vinnumarkaði og því má reikna með að ríkisstjórnin gefi frá sér einhverja yfirlýsingu með fyrirheitum um aðgerðir til að freista þess að kjarasamningum verði ekki sagt upp. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kemur í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál, nýlega sölu á hlut ríkisins í Arion banka og fleira. Á fimmtudag opinberaði Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík framboðslista sinn fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Það er óhætt að tala um algera endurnýjun á listanum eða hreinsun eins og andstæðingar flokksins munu sjálfsagt kalla það og jafnvel þeir innan flokksins sem ekki kunna að meta breytingarnar. Eyþór Arnalds, nýr oddviti flokksins í borginni, ætlar sér stóra hluti í kosningunum í maí. Hann er með þræði víða í viðskiptalífinu, meðal annars í fjölmiðlum, sem hann segist ætla að slíta sig frá. Hann mætir í Víglínuna til að ræða þessi mál og möguleika Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum en flokkurinn hefur meira og minna verið í minnihluta í borgarstjórn allt frá árinu 1994. Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20
Víglínan Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira