Finnskur Eurovision-sérfræðingur hefur valið sitt sigurlag í Söngvakeppninni Birgir Olgeirsson skrifar 24. febrúar 2018 10:04 Honum finnst mikið til Söngvakeppninnar koma í ár og segir lögin sex sem keppa til úrslita vera í raun betri en mörg lögin sem eru í undankeppni Svía fyrir Eurovision, Melodifestivalen. Aðsend Ef finnski Eurovision-fræðingurinn Thomas Lundin fengi einhverju ráðið yrði Ari Ólafsson fulltrúi Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Lissabon í Portúgal í maí næstkomandi. Og hver er þessi Thomas Lundin og hvaða vit hefur hann á Eurovision? Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í söngvakeppninni. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum. Vísir ræddi við Thomas Lundin og bað hann um að gefa sitt álit á lögunum sex sem keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fara fram í Laugardalshöll laugardaginn 3. mars næstkomandi. Honum finnst mikið til Söngvakeppninnar koma í ár og segir lögin sex sem keppa til úrslita vera í raun betri en mörg lögin sem eru í undankeppni Svía fyrir Eurovision, Melodifestivalen. „Melodifestivalen er sögð besta forkeppnin í Evrópu. Ég er þó ekki viss lengur. Söngvakeppnin býður upp á mun meira. Til hamingju,“ segir Thomas. Hann bendir á að engin undankeppni sé í Finnlandi í ár. Nú þegar hefur verið ákveðið að söngkonan Saara Alto, sem varð í öðru sæti í X-Factor í Bretlandi árið 2016, verði fulltrúi Finna í Lissabaon. Hún hefur í félagi við lagahöfunda frá Finnlandi og Svíþjóð samið þrjú lög sem finnska þjóðin mun kjósa um 3. mars næstkomandi. Thomas segist eiga fjögur lög sem eru í miklu uppáhaldi í úrslitum Söngvakeppninnar í ár. Það eru lögin sem flutt eru af Degi Sigurðssyni, Focus-hópnum, Heimilistónum og Ara Ólafssyni. Auk þeirra fjögurra mun hópurinn Áttan og Aron Hannes eiga lög í úrslitunum.Dagur Sigurðsson - Í stormi„Þvílík rödd, guð minn góður,“ segir Thomas um Dag Sigurðsson, en Dagur tilkynnti í gær að hann muni flytja lagið sitt á íslensku í úrslitum Söngvakeppninnar. „Ég er mjög hrifinn af laginu líku, þetta er klassísk kraftballaða. Það vantar þó eitthvað upp á svo ég geti sagt með fullri vissu að um sé að ræða 12 stiga lag. Ég get eiginlega ekki útskýrt hvað vantar en lagið náði ekki alveg í gegn hjá mér. Þetta er hins vegar mjög fagmannlega unnið og gæti gert ágæta hluti í Lissabon,“ segir Thomas um lagið hans Dags.Fókus-hópurinn - Battleline „Þvílíkur kraftur,“ segir Thomas um Battleline, lag Fókus-hópsins. „Ég elska orkuna á sviðinu á undankvöldinu og raddir þeirra. Mér finnst íslenska útgáfan mun betri. Ef þau vinna vona ég að þau syngi á íslensku í Lissabon. Lagið sjálft er kannski ekki líklegt til að vinna Eurovision, en ég er viss um að það myndi ná í úrslitin.“Hér má heyra Fókus hópinn flytja lagið á íslensku, en þau munu flytja það á ensku í úrslitunum.Heimilistónar - Kúst og fæjó „Þetta gæti verið öruggasta valið fyrir Lissabon,“ segir Thomas um lag Heimilistóna, Kúst og fæjó. „Ég elska þessa geðveiki. Þvílík gleði og brjálæði,“ segir Thomas. Hann er sérlega hrifinn af vísun Heimilistóna í gamla tíma. „Ofan á allt er laglína Kúst og fæjó virkilega grípandi. Ég held að Evrópa átti sig ekki á því að hún þarf nákvæmlega þetta. Kannski verða hins vegar Evrópubúar með á nótunum og kjósa Heimilistóna, kannski ekki,“ segir Thomas. Ari Ólafsson - Our Choice „Þetta er mitt uppáhald,“ segir Thomas um Ara Ólafsson sem mun flytja lagið Our Choice í úrslitum Söngvakeppninnar. „Ég held að Ari gæti komið öllum að óvörum í Lissabon. Lagið er ótrúlega fallegt og röddin passar einstaklega vel við laglínuna. Ef keppnin í ár verður ballöðukeppni gæti þetta lag gert góða hluti. „Our Choice“ er mitt val fyrir Lissabon. 12 stig!,“ segir Thomas að endingu. Hér má heyra Ara flytja lagið á íslensku í undakeppni Söngvakeppninnar en hann mun flytja það á ensku í úrslitunum. Eurovision Tengdar fréttir Snapchat gæti komið Heimilistónum í klípu Berist athugasemd frá Evrópu mun RÚV bregðast við í takt við lög og reglur. 23. febrúar 2018 11:00 Dagur hefur ákveðið að syngja á íslensku Íslenskan mun kannski hljóma á Eurovision sviðinu í Lissabon í maí. 23. febrúar 2018 15:30 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Ef finnski Eurovision-fræðingurinn Thomas Lundin fengi einhverju ráðið yrði Ari Ólafsson fulltrúi Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Lissabon í Portúgal í maí næstkomandi. Og hver er þessi Thomas Lundin og hvaða vit hefur hann á Eurovision? Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í söngvakeppninni. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum. Vísir ræddi við Thomas Lundin og bað hann um að gefa sitt álit á lögunum sex sem keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fara fram í Laugardalshöll laugardaginn 3. mars næstkomandi. Honum finnst mikið til Söngvakeppninnar koma í ár og segir lögin sex sem keppa til úrslita vera í raun betri en mörg lögin sem eru í undankeppni Svía fyrir Eurovision, Melodifestivalen. „Melodifestivalen er sögð besta forkeppnin í Evrópu. Ég er þó ekki viss lengur. Söngvakeppnin býður upp á mun meira. Til hamingju,“ segir Thomas. Hann bendir á að engin undankeppni sé í Finnlandi í ár. Nú þegar hefur verið ákveðið að söngkonan Saara Alto, sem varð í öðru sæti í X-Factor í Bretlandi árið 2016, verði fulltrúi Finna í Lissabaon. Hún hefur í félagi við lagahöfunda frá Finnlandi og Svíþjóð samið þrjú lög sem finnska þjóðin mun kjósa um 3. mars næstkomandi. Thomas segist eiga fjögur lög sem eru í miklu uppáhaldi í úrslitum Söngvakeppninnar í ár. Það eru lögin sem flutt eru af Degi Sigurðssyni, Focus-hópnum, Heimilistónum og Ara Ólafssyni. Auk þeirra fjögurra mun hópurinn Áttan og Aron Hannes eiga lög í úrslitunum.Dagur Sigurðsson - Í stormi„Þvílík rödd, guð minn góður,“ segir Thomas um Dag Sigurðsson, en Dagur tilkynnti í gær að hann muni flytja lagið sitt á íslensku í úrslitum Söngvakeppninnar. „Ég er mjög hrifinn af laginu líku, þetta er klassísk kraftballaða. Það vantar þó eitthvað upp á svo ég geti sagt með fullri vissu að um sé að ræða 12 stiga lag. Ég get eiginlega ekki útskýrt hvað vantar en lagið náði ekki alveg í gegn hjá mér. Þetta er hins vegar mjög fagmannlega unnið og gæti gert ágæta hluti í Lissabon,“ segir Thomas um lagið hans Dags.Fókus-hópurinn - Battleline „Þvílíkur kraftur,“ segir Thomas um Battleline, lag Fókus-hópsins. „Ég elska orkuna á sviðinu á undankvöldinu og raddir þeirra. Mér finnst íslenska útgáfan mun betri. Ef þau vinna vona ég að þau syngi á íslensku í Lissabon. Lagið sjálft er kannski ekki líklegt til að vinna Eurovision, en ég er viss um að það myndi ná í úrslitin.“Hér má heyra Fókus hópinn flytja lagið á íslensku, en þau munu flytja það á ensku í úrslitunum.Heimilistónar - Kúst og fæjó „Þetta gæti verið öruggasta valið fyrir Lissabon,“ segir Thomas um lag Heimilistóna, Kúst og fæjó. „Ég elska þessa geðveiki. Þvílík gleði og brjálæði,“ segir Thomas. Hann er sérlega hrifinn af vísun Heimilistóna í gamla tíma. „Ofan á allt er laglína Kúst og fæjó virkilega grípandi. Ég held að Evrópa átti sig ekki á því að hún þarf nákvæmlega þetta. Kannski verða hins vegar Evrópubúar með á nótunum og kjósa Heimilistóna, kannski ekki,“ segir Thomas. Ari Ólafsson - Our Choice „Þetta er mitt uppáhald,“ segir Thomas um Ara Ólafsson sem mun flytja lagið Our Choice í úrslitum Söngvakeppninnar. „Ég held að Ari gæti komið öllum að óvörum í Lissabon. Lagið er ótrúlega fallegt og röddin passar einstaklega vel við laglínuna. Ef keppnin í ár verður ballöðukeppni gæti þetta lag gert góða hluti. „Our Choice“ er mitt val fyrir Lissabon. 12 stig!,“ segir Thomas að endingu. Hér má heyra Ara flytja lagið á íslensku í undakeppni Söngvakeppninnar en hann mun flytja það á ensku í úrslitunum.
Eurovision Tengdar fréttir Snapchat gæti komið Heimilistónum í klípu Berist athugasemd frá Evrópu mun RÚV bregðast við í takt við lög og reglur. 23. febrúar 2018 11:00 Dagur hefur ákveðið að syngja á íslensku Íslenskan mun kannski hljóma á Eurovision sviðinu í Lissabon í maí. 23. febrúar 2018 15:30 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Snapchat gæti komið Heimilistónum í klípu Berist athugasemd frá Evrópu mun RÚV bregðast við í takt við lög og reglur. 23. febrúar 2018 11:00
Dagur hefur ákveðið að syngja á íslensku Íslenskan mun kannski hljóma á Eurovision sviðinu í Lissabon í maí. 23. febrúar 2018 15:30