Var Josh Emmett bara heppinn eða á hann heima meðal þeirra bestu? Pétur Marinó Jónsson skrifar 24. febrúar 2018 16:00 Það er kannski ekki mikið um stór nöfn á UFC bardagakvöldinu í Orlandi í kvöld en bardagarnir ættu að verða skemmtilegir. Josh Emmett fær risa tækifæri til að sýna að sinn síðasti sigur hafi ekki verið bara heppni. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Josh Emmett og Jeremy Stephens. Josh Emmett er tiltölulega óþekktur en skaust aðeins fram í sviðsljósið eftir sinn síðasta sigur í desember. Emmett rotaði þá Ricardo Lamas í 1. lotu en bardagann tók Emmett með skömmum fyrirvara. Lamas átti upphaflega að mæta Jose Aldo í desember en þegar Max Holloway vantaði andstæðing kom Jose Aldo inn. Emmett kom því í stað Aldo með aðeins tveggja vikna fyrirvara. Emmett var þá ekki einu sinni á topp 15 á styrkleikalistanum á meðan Lamas var í 3. sæti. Lamas hafði í raun til lítils að vinna á meðan Emmett hafði allt að vinna. Emmett náði reyndar ekki tilsettri þyngd en tókst að rota Lamas í 1. lotu. Sigurinn var gríðarlega óvæntur og kom Emmett ansi nálægt toppnum í fjaðurvigtinni. Nú þarf hann að sýna að sigurinn á Lamas hafi ekki verið eintóm heppni. Stephens er hörku bardagamaður sem hefur sigrað marga færa bardagamenn en hefur þó aldrei náð að vinna þá allra bestu. Stephens skilur oft á milli þeirra sem eru mjög góðir og þeirra sem eru með þeim bestu. Emmett fær því ansi verðugt próf í nótt og verður áhugavert að sjá hvort hann standist það. Sigur á Stephens sýnir að Emmett á heima meðal þeirra bestu. UFC bardagakvöldið hefst kl 1 í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Það er kannski ekki mikið um stór nöfn á UFC bardagakvöldinu í Orlandi í kvöld en bardagarnir ættu að verða skemmtilegir. Josh Emmett fær risa tækifæri til að sýna að sinn síðasti sigur hafi ekki verið bara heppni. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Josh Emmett og Jeremy Stephens. Josh Emmett er tiltölulega óþekktur en skaust aðeins fram í sviðsljósið eftir sinn síðasta sigur í desember. Emmett rotaði þá Ricardo Lamas í 1. lotu en bardagann tók Emmett með skömmum fyrirvara. Lamas átti upphaflega að mæta Jose Aldo í desember en þegar Max Holloway vantaði andstæðing kom Jose Aldo inn. Emmett kom því í stað Aldo með aðeins tveggja vikna fyrirvara. Emmett var þá ekki einu sinni á topp 15 á styrkleikalistanum á meðan Lamas var í 3. sæti. Lamas hafði í raun til lítils að vinna á meðan Emmett hafði allt að vinna. Emmett náði reyndar ekki tilsettri þyngd en tókst að rota Lamas í 1. lotu. Sigurinn var gríðarlega óvæntur og kom Emmett ansi nálægt toppnum í fjaðurvigtinni. Nú þarf hann að sýna að sigurinn á Lamas hafi ekki verið eintóm heppni. Stephens er hörku bardagamaður sem hefur sigrað marga færa bardagamenn en hefur þó aldrei náð að vinna þá allra bestu. Stephens skilur oft á milli þeirra sem eru mjög góðir og þeirra sem eru með þeim bestu. Emmett fær því ansi verðugt próf í nótt og verður áhugavert að sjá hvort hann standist það. Sigur á Stephens sýnir að Emmett á heima meðal þeirra bestu. UFC bardagakvöldið hefst kl 1 í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira