Pedersen: Slæmt umtal hafði engin áhrif Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2018 22:19 Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Bára Craig Pedersen var ánægður með frammistöðu íslenska landsliðsins eftir fimm stiga sigur á Finnlandi í kvöld, 81-76. Með sigrinum heldur Ísland í vonina um að komast á HM 2019. „Þetta var mikilvægur sigur. Það er nokkuð síðan að við unnum síðast leik enda höfum við verið að spila við sterkar þjóðir - meðal annars Finnland. Það var ekki bara mikilvægt að vinna leikinn heldur einnig hvernig við unnum leikinn. Við spiluðum vel í kvöld,“ sagði Pedersen við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Þó svo að það hafi ekki allt gengið upp í kvöld vorum við að gera margt mjög vel og betur en í síðustu leikjum. Baráttan var til staðar í kvöld og hún þarf að vera það líka á sunnudag,“ sagði hann enn fremur. Umræðan um landsliðið síðustu árin hefur verið afar jákvæð en gagnrýni hefur látið á sér kræla síðustu daga og vikur. Pedersen segir að það hafi engin áhrif haft á leikmenn. „Það var einhver umræða í byrjun vikunnar en það var aldrei komið með þetta inn á æfingar. Ég fann aldrei fyrir þessu í loftinu á æfingum. Þetta var raunar mun betri æfingavika en ég bjóst við. Hún hefur verið algerlega framúrskarandi.“ Ísland mætir Tékklandi á sunnudag í mikilvægum leik og þá snýr Tryggvi Snær Hlinason aftur í liðið en hann var veðurtepptur í Svíþjóð í kvöld og komst því ekki í leikinn. „Tékkarnir eru með nokkra mjög stóra leikmenn og við þurfum því að Tryggvi verði klár í slaginn eins fljótt og mögulegt er. Ef við hefðum þurft að velja á milli leikja sem Tryggvi gæti spilað þá hefði það verið leikurinn á sunnudag. Við þurfum á hæðinni hans að halda,“ sagði Pedersen sem segist auðvitað vonsvikinn að Tryggvi hafi misst af leiknum í kvöld. „Við hefðum getað notað Tryggva nokkrum sinnum í kvöld. En á móti kemur að við þurfum að breyta vörninni okkar þegar hann spilar og það getur stundum verið ruglingslegt. Það væri auðvitað alltaf betra að eiga þann möguleika að geta notað leikmann eins og Tryggva. En maður hefur enga stjórn á sumum málum og þetta var eitt af þeim.“ Körfubolti Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Craig Pedersen var ánægður með frammistöðu íslenska landsliðsins eftir fimm stiga sigur á Finnlandi í kvöld, 81-76. Með sigrinum heldur Ísland í vonina um að komast á HM 2019. „Þetta var mikilvægur sigur. Það er nokkuð síðan að við unnum síðast leik enda höfum við verið að spila við sterkar þjóðir - meðal annars Finnland. Það var ekki bara mikilvægt að vinna leikinn heldur einnig hvernig við unnum leikinn. Við spiluðum vel í kvöld,“ sagði Pedersen við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Þó svo að það hafi ekki allt gengið upp í kvöld vorum við að gera margt mjög vel og betur en í síðustu leikjum. Baráttan var til staðar í kvöld og hún þarf að vera það líka á sunnudag,“ sagði hann enn fremur. Umræðan um landsliðið síðustu árin hefur verið afar jákvæð en gagnrýni hefur látið á sér kræla síðustu daga og vikur. Pedersen segir að það hafi engin áhrif haft á leikmenn. „Það var einhver umræða í byrjun vikunnar en það var aldrei komið með þetta inn á æfingar. Ég fann aldrei fyrir þessu í loftinu á æfingum. Þetta var raunar mun betri æfingavika en ég bjóst við. Hún hefur verið algerlega framúrskarandi.“ Ísland mætir Tékklandi á sunnudag í mikilvægum leik og þá snýr Tryggvi Snær Hlinason aftur í liðið en hann var veðurtepptur í Svíþjóð í kvöld og komst því ekki í leikinn. „Tékkarnir eru með nokkra mjög stóra leikmenn og við þurfum því að Tryggvi verði klár í slaginn eins fljótt og mögulegt er. Ef við hefðum þurft að velja á milli leikja sem Tryggvi gæti spilað þá hefði það verið leikurinn á sunnudag. Við þurfum á hæðinni hans að halda,“ sagði Pedersen sem segist auðvitað vonsvikinn að Tryggvi hafi misst af leiknum í kvöld. „Við hefðum getað notað Tryggva nokkrum sinnum í kvöld. En á móti kemur að við þurfum að breyta vörninni okkar þegar hann spilar og það getur stundum verið ruglingslegt. Það væri auðvitað alltaf betra að eiga þann möguleika að geta notað leikmann eins og Tryggva. En maður hefur enga stjórn á sumum málum og þetta var eitt af þeim.“
Körfubolti Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira