Fyrsta skrefið tekið í dag til endurreisnar verkamannabústaða Heimir Már Pétursson skrifar 23. febrúar 2018 19:15 Forseti Alþýðusambandsins segir að endurreisn verkamannabústaðakerfisins hafi í raun hafist í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin af fyrstu íbúðunum af fimmtán hundruð sem byggingarfélag verkalýðshreyfingarinnar er með áætlanir um að byggja. Markmiðið er að tryggja verkafólki aðgengi að hagkvæmu, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Fulltrúar verkalýðsfélaga innan Alþýðusambandsins og BSRB ásamt borgarstjóra tóku í dag fyrstu skóflustungurnar að 155 íbúðum sem reisa á við Móaveg í Grafvarvogi á vegum byggingarfélagsins Bjargs sem er í eigu verkalýðshreyfingarinnar. Það hefur verið baráttumál verkalýðshreyfingarinnar í mörg ár að byggja ódýrt leiguhúsnæði fyrir verkafólk. Og hér er verið að taka fyrstu skóflustunguna í raun og veru fyrir tæplega tólfhundruð íbúðum í Reykjavík og Hafnarfirði.155 íbúðir fyrsta skrefið Raunar segir Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ að stefnt sé að byggingu fimmtán hundruð íbúða. En skipulagsmál séu enn í ferli í Hafnarfirði og á Akureyri. Hann hefur harmað að verkamannabústaðirnir voru seldir á sínum tíma og það húsnæðisúrræði lagt af.Má segja að í dag sé verið að taka fyrstu skóflustunguna að nýjum verkamannabústöðum?„Já ég held að það sé óhætt að segja það. Þetta er búið að vera löng barátta verkalýðshreyfingarinnar frá því kerfið var lagt af upp úr aldamótum. Að komast í gang aftur. Eigum við ekki að segja að þetta sé verkó punktur tveir við að fara í gang aftur. Þessi áfangi hérna, 155 íbúðir, er fyrsta skrefið hjá okkur. Þær verða vonandi fleiri og verða fleiri á þessu ári,“ sagði Gylfi eftir að stungið hafði verið út fyrir fyrstu íbúðunum í dag. Reiknað er með að fyrstu íbúðirnar við Móaveg verði afhentar í júní á næsta ári og þær síðustu sumarið 2020. „Síðan gerum við ráð fyrir því að hefja framkvæmdir á öðrum stöðum í borginni síðar í vor og síðan víðar um land á þessu ári.“Hvað er nú þegar búið að ákveða að byggja margar íbúðir á næstu tveimur til þremur árum?„Við erum búin að fá úthlutað fyrir næstum sexhundruð íbúðir og við erum með samning við borgina og sveitarfélög fyrir næstum fimmtán hundruð íbúðir á næstu þrem til fjórum árum,“ segir Gylfi. Og áfram verði haldið við að hanna því þörfin fyrir langtíma leiguhúsnæði fyrir launafólk sé mikil.Vantar tuttugu þúsund íbúðir til að ná Norðurlöndum Markmiðið er að leiguverð fari ekki yfir fjórðung tekna fólks á lægstu laununum. Ríkið greiðir 18 prósent af stofnkostnaði þessarra íbúða og sveitarfélögin leggja til lóðir. Til að ná sama hlutfalli íbúða sem þessarra og er á hinum Norðurlöndunum segir Gylfi vanta tuttugu til tuttugu og fimm þúsund íbúðir í kerfið. „Það er svolítið dapurlegt að hugsa til þess að þegar verkamannabústaðakerfið var lagt af áttum við þar tólf til þrettán þúsund íbúðir. Ef það kerfi hefði haldið áfram væri þessi vandi ekki til staðar í dag. Þess vegna ætlum við að byrja hér og það verður þá okkar hlutverk að sýna fram á að það er hægt að leysa þetta. Það höfum við gert áður og það ætlum við að gera núna, segir Gylfi Arnbjörnsson. Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Fleiri fréttir Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir að endurreisn verkamannabústaðakerfisins hafi í raun hafist í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin af fyrstu íbúðunum af fimmtán hundruð sem byggingarfélag verkalýðshreyfingarinnar er með áætlanir um að byggja. Markmiðið er að tryggja verkafólki aðgengi að hagkvæmu, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Fulltrúar verkalýðsfélaga innan Alþýðusambandsins og BSRB ásamt borgarstjóra tóku í dag fyrstu skóflustungurnar að 155 íbúðum sem reisa á við Móaveg í Grafvarvogi á vegum byggingarfélagsins Bjargs sem er í eigu verkalýðshreyfingarinnar. Það hefur verið baráttumál verkalýðshreyfingarinnar í mörg ár að byggja ódýrt leiguhúsnæði fyrir verkafólk. Og hér er verið að taka fyrstu skóflustunguna í raun og veru fyrir tæplega tólfhundruð íbúðum í Reykjavík og Hafnarfirði.155 íbúðir fyrsta skrefið Raunar segir Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ að stefnt sé að byggingu fimmtán hundruð íbúða. En skipulagsmál séu enn í ferli í Hafnarfirði og á Akureyri. Hann hefur harmað að verkamannabústaðirnir voru seldir á sínum tíma og það húsnæðisúrræði lagt af.Má segja að í dag sé verið að taka fyrstu skóflustunguna að nýjum verkamannabústöðum?„Já ég held að það sé óhætt að segja það. Þetta er búið að vera löng barátta verkalýðshreyfingarinnar frá því kerfið var lagt af upp úr aldamótum. Að komast í gang aftur. Eigum við ekki að segja að þetta sé verkó punktur tveir við að fara í gang aftur. Þessi áfangi hérna, 155 íbúðir, er fyrsta skrefið hjá okkur. Þær verða vonandi fleiri og verða fleiri á þessu ári,“ sagði Gylfi eftir að stungið hafði verið út fyrir fyrstu íbúðunum í dag. Reiknað er með að fyrstu íbúðirnar við Móaveg verði afhentar í júní á næsta ári og þær síðustu sumarið 2020. „Síðan gerum við ráð fyrir því að hefja framkvæmdir á öðrum stöðum í borginni síðar í vor og síðan víðar um land á þessu ári.“Hvað er nú þegar búið að ákveða að byggja margar íbúðir á næstu tveimur til þremur árum?„Við erum búin að fá úthlutað fyrir næstum sexhundruð íbúðir og við erum með samning við borgina og sveitarfélög fyrir næstum fimmtán hundruð íbúðir á næstu þrem til fjórum árum,“ segir Gylfi. Og áfram verði haldið við að hanna því þörfin fyrir langtíma leiguhúsnæði fyrir launafólk sé mikil.Vantar tuttugu þúsund íbúðir til að ná Norðurlöndum Markmiðið er að leiguverð fari ekki yfir fjórðung tekna fólks á lægstu laununum. Ríkið greiðir 18 prósent af stofnkostnaði þessarra íbúða og sveitarfélögin leggja til lóðir. Til að ná sama hlutfalli íbúða sem þessarra og er á hinum Norðurlöndunum segir Gylfi vanta tuttugu til tuttugu og fimm þúsund íbúðir í kerfið. „Það er svolítið dapurlegt að hugsa til þess að þegar verkamannabústaðakerfið var lagt af áttum við þar tólf til þrettán þúsund íbúðir. Ef það kerfi hefði haldið áfram væri þessi vandi ekki til staðar í dag. Þess vegna ætlum við að byrja hér og það verður þá okkar hlutverk að sýna fram á að það er hægt að leysa þetta. Það höfum við gert áður og það ætlum við að gera núna, segir Gylfi Arnbjörnsson.
Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Fleiri fréttir Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Sjá meira