Telur sig hafa verið gerðan hornreka í Hollywood eftir að hafa verið áreittur kynferðislega Birgir Olgeirsson skrifar 23. febrúar 2018 10:18 Brendan Fraser. Leikarinn Brendan Fraser segist hafa verið misnotaður kynferðislega af valdamiklum manni í Hollywood og að það hafi gert hann hornreka í bransanum.Fraser átti ágætis velgengni að fagna í Hollywood á tíunda áratug síðustu aldar og á fyrstu árum nýs árþúsunds.Hann segir frá því í viðtali við tímaritið GQ að árið 2003 hafi sigið á ógæfuhliðina eftir að hann sótti hádegisverðarboð samtaka erlendra blaðamanna í Hollywood. Þetta félag afhendir Golden Globe-verðlaunin á hverju ári en Fraser segir Philip Berk, fyrrverandi formann samtakanna, hafa áreitt hann kynferðislega í þessu hádegisverðarboði með því að grípa um afturenda Fraser eftir að hafa heilsað upp á hann. Fraser segist hafa orðið fyrir miklu áfalli, fundið til vanlíðunar og rokið heim og sagt eiginkonu sinni frá þessu atviki. Fraser segir eftirköst þessa atviks hafa verið afdrifarík fyrir sig, hann varð þunglyndur og kenndi sjálfum sér um það sem gerðist. Hann dró sig til hlés og vill meina að kvikmyndabransinn í Hollywood hafi snúið baki við honum. Hann hélt um tíma að hann hefði verið settur á svartan lista af félagi erlendra blaðamanna í Hollywood því honum var sjaldan boðið á Golden Globe-hátíðina eftir þetta atvik. Philip Berk hefur látið hafa eftir sér að hann hefði í raun verið að grínast þegar hann greip í afturenda Frasers. Hann hafnar þeim ásökunum að um áreitni hafi verið að ræða og neitar því alfarið að hann hafi komið því í kring að Fraser yrði settur út í kuldann í Hollywood. Fraser er hvað þekktastur fyrir leik í Mummy-myndunum Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fleiri fréttir Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjá meira
Leikarinn Brendan Fraser segist hafa verið misnotaður kynferðislega af valdamiklum manni í Hollywood og að það hafi gert hann hornreka í bransanum.Fraser átti ágætis velgengni að fagna í Hollywood á tíunda áratug síðustu aldar og á fyrstu árum nýs árþúsunds.Hann segir frá því í viðtali við tímaritið GQ að árið 2003 hafi sigið á ógæfuhliðina eftir að hann sótti hádegisverðarboð samtaka erlendra blaðamanna í Hollywood. Þetta félag afhendir Golden Globe-verðlaunin á hverju ári en Fraser segir Philip Berk, fyrrverandi formann samtakanna, hafa áreitt hann kynferðislega í þessu hádegisverðarboði með því að grípa um afturenda Fraser eftir að hafa heilsað upp á hann. Fraser segist hafa orðið fyrir miklu áfalli, fundið til vanlíðunar og rokið heim og sagt eiginkonu sinni frá þessu atviki. Fraser segir eftirköst þessa atviks hafa verið afdrifarík fyrir sig, hann varð þunglyndur og kenndi sjálfum sér um það sem gerðist. Hann dró sig til hlés og vill meina að kvikmyndabransinn í Hollywood hafi snúið baki við honum. Hann hélt um tíma að hann hefði verið settur á svartan lista af félagi erlendra blaðamanna í Hollywood því honum var sjaldan boðið á Golden Globe-hátíðina eftir þetta atvik. Philip Berk hefur látið hafa eftir sér að hann hefði í raun verið að grínast þegar hann greip í afturenda Frasers. Hann hafnar þeim ásökunum að um áreitni hafi verið að ræða og neitar því alfarið að hann hafi komið því í kring að Fraser yrði settur út í kuldann í Hollywood. Fraser er hvað þekktastur fyrir leik í Mummy-myndunum
Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fleiri fréttir Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjá meira