Valdís Þóra: Ég ætla njóta þess að spila um helgina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2018 09:17 Valdís Þóra Jónsdóttir. Vísir Valdís Þóra Jónsdóttir segist ánægð með spilamennsku sína eftir fyrstu tvo keppnisdagana á Bonville-mótinu í Ástralíu en það er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Valdís Þóra er í fjórða sæti mótsins og er þremur höggum á eftir Holly Clyburn frá Englandi sem er efst og með tveggja högga forystu á toppnum. „Ég er bara mjög ánægð. Ég sló ágætlega í dag - ekki jafn vel og í gær en ég er mjög ánægð með að hafa fylgt eftir hring undir pari með öðrum eins,“ sagði hún. „Ég lenti ekki í neinum vandræðum í dag og þó svo að ég hafi ekki komið mér í jafn mörg fuglafæri og í gær þá púttaði ég ágætlega. Ég er því ánægð,“ sagði Valdís en það var vott á vellinum í dag og aðstæður því aðeins meira krefjandi. „Ég fann að ég átti erfitt með að velja rétta kylfu og var að slá styttra en í gær.“ Hún segist spennt fyrir helginni og ætlar að einbeita sér að sjálfri sér. „Ég ætla að njóta þess að spila og gera mitt besta. Ég vil halda áfram að spila minn leik og koma mér í fuglafæri. Ég ætla bara að hafa gaman.“ Golf Tengdar fréttir Valdís enn í toppbaráttunni | Ólafía komst í gegnum niðurskurðinn Skagakonan Valdís Þóra Jónsdóttir gaf ekkert eftir á Ladies Classic Bonville mótinu í Ástralíu í nótt og er í fjórða sæti mótsins. 23. febrúar 2018 07:06 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir segist ánægð með spilamennsku sína eftir fyrstu tvo keppnisdagana á Bonville-mótinu í Ástralíu en það er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Valdís Þóra er í fjórða sæti mótsins og er þremur höggum á eftir Holly Clyburn frá Englandi sem er efst og með tveggja högga forystu á toppnum. „Ég er bara mjög ánægð. Ég sló ágætlega í dag - ekki jafn vel og í gær en ég er mjög ánægð með að hafa fylgt eftir hring undir pari með öðrum eins,“ sagði hún. „Ég lenti ekki í neinum vandræðum í dag og þó svo að ég hafi ekki komið mér í jafn mörg fuglafæri og í gær þá púttaði ég ágætlega. Ég er því ánægð,“ sagði Valdís en það var vott á vellinum í dag og aðstæður því aðeins meira krefjandi. „Ég fann að ég átti erfitt með að velja rétta kylfu og var að slá styttra en í gær.“ Hún segist spennt fyrir helginni og ætlar að einbeita sér að sjálfri sér. „Ég ætla að njóta þess að spila og gera mitt besta. Ég vil halda áfram að spila minn leik og koma mér í fuglafæri. Ég ætla bara að hafa gaman.“
Golf Tengdar fréttir Valdís enn í toppbaráttunni | Ólafía komst í gegnum niðurskurðinn Skagakonan Valdís Þóra Jónsdóttir gaf ekkert eftir á Ladies Classic Bonville mótinu í Ástralíu í nótt og er í fjórða sæti mótsins. 23. febrúar 2018 07:06 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís enn í toppbaráttunni | Ólafía komst í gegnum niðurskurðinn Skagakonan Valdís Þóra Jónsdóttir gaf ekkert eftir á Ladies Classic Bonville mótinu í Ástralíu í nótt og er í fjórða sæti mótsins. 23. febrúar 2018 07:06