Íslenski boltinn

Víkingur vann á flautumarki í Reykjaneshöllinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnþór Ingi var í byrjunarliði Víkinga í kvöld.
Arnþór Ingi var í byrjunarliði Víkinga í kvöld. vísir/anton
Víkingur Reykjavík stal sigrinum gegn Njarðvík í uppbótartíma þegar liðin mættust í A-deild Lengjubikars karla í kvöld. Lokatölur urðu 3-2 sigur Pepsi-deildarliðsins.

Víkingur komst í 2-0. Fyrra markið var sjálfsmark á 13. mínútu, en Erlingur Agnarsson tvöfaldaði forystuna tveimur mínútum síðar. Jörgen Richardsen lagði upp markið, en hann er nýjasti leikmaður Víkinga.

Staðan var 2-0 allt þangað til á 65. mínútu, en Atli Freyr Ottesen minnkaði þá muninn með þrumufleyg. Neil Slooves jafnaði svo metinn skömmu síðar og allt stefndi í jafntefli.

Varamaðurinn Haldór Jón Sigurður Þórðarson, sem kom til Aftureldingar í vetur, skoraði sigurmarkið eftir undirbúnings Bjarna Páls Linnets Runólfssonar. Markið var í raun flautumark og lokatölur 3-2 sigur Víkinga.

Bæði lið eru með þrjú stig, en Njarðvík hefur spilað þrjá leiki á meðan Víkingur hefur einungis spilað tvo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×