Körfubolti

Jón Halldór: „Craig átti að hætta eftir Finnland“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Halldór Eðvaldsson, körfuboltasérfræðingur í Körfuboltakvöldi, segir að KKí hafi átt að segja skilið við Craig Pedersen, landsliðsþjálfara Íslands, eftir Eurobasket í Finnlandi. Jón Halldór var í viðtali í Akraborginni.

„Craig átti að hætta eftir Finnland. Það er bara mín skoðun. Sambandið átti að stíga inn og segja að hann væri ekki að koma með neitt að borðinu sem íslensku þjálfararnir eru ekki að koma með."

„Þá er það frá,” sagði Jón Halldór í samtali við Akraborgina áður en hann byrjaði að ræða um þau ummæli Craig að hann ætli lítið að nota Tryggva gegn Finnum á föstudag.

„Þú ert með leikmann sem er 217 sentímetrar, spilar fyrir eitt besta lið í Evrópu, hann er rulluspilari hjá þeim og er inni í róteringunni þar. Kanada maður sem er að þjálfa íslenska landsliðið í körfubolta hefur hugmynd um það að hann sé ekki að spila gegn Finnum.”

„Það eru ekki allir stórir leikmennirnir sem geta farið út fyrir þriggja stiga línuna og verið með 35% nýtingu. Það sem hann er að fela sig á bakvið er að hann er að spila varnarleik sem þeir skipta á öllum hindrunum,” áður en Jón Halldór hélt áfram að tala um Tryggva.

Allt innslagið má hlusta á hér efst í fréttinni en þar talar hann meira um landsliðið og leikina sem framundan eru, Tryggva og fleira til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×