Félögin skoða nú erlenda fjármögnun Kristinn Ingi Jónsson skrifar 22. febrúar 2018 08:00 Margt bendir til þess að erlendir fjárfestar hafi áhuga á því að kaupa skráð langtímaskuldabréf íslensku fasteignafélaganna. Innflæðishöft Seðlabankans koma hins vegar í veg fyrir að það sé mögulegt. Vísir/Daníel Skráðu fasteignafélögin þrjú, Eik, Reginn og Reitir, hafa það öll til skoðunar að sækja fjármagn til erlendra fjárfesta. Forsvarsmenn félaganna segjast finna fyrir miklum áhuga af hálfu slíkra fjárfesta á því að kaupa skráð skuldabréf fasteignafélaganna. Höft sem Seðlabanki Íslands setti á innflæði fjármagns sumarið 2016 hamli hins vegar erlendum fjárfestingum og haldi vaxtakjörum hærri en annars. „Ég tel að aflétting bindiskyldunnar, sér í lagi á fyrirtækjaskuldabréf, myndi hafa jákvæð áhrif á markaðinn,“ segir Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri Reita, í samtali við Markaðinn. Lýður Heiðar Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eikar, segir að innflæðishöftin hafi hamlandi áhrif á fjármögnunarkosti íslenskra fyrirtækja og haldi vaxtakjörum þeirra hærri en ella. Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, upplýsti á fjárfestafundi félagsins í síðustu viku að félagið hefði hug á því að skoða erlenda fjármögnun í krónum. „Við teljum að það muni opnast á næstu árum, hvort sem það gerist á einu ári eða þremur. Þess vegna þurfum við að vera búin undir það,“ nefndi hann.„Um leið og bindiskyldan losnar koma erlendir aðilar á fleygiferð inn í skuldabréfin. Það er okkar skoðun. Og þá eigum við von á að vextir keyrist niður. Umrædd innflæðishöft virka þannig að 40 prósent af innflæði fjármagns vegna fjárfestinga í skráðum skuldabréfum og innlánum þarf að binda í eitt ár á núll prósent vöxtum. Höftunum var meðal annars ætlað að sporna við vaxtamunarviðskiptum með íslensk ríkisskuldabréf, þar sem aðdráttaraflið er einkum að hagnast á miklum vaxtamun Íslands við útlönd, en höftin standa jafnframt í vegi fyrir kaupum erlendra fjárfesta á skráðum skuldabréfum fasteignafélaganna. Þannig hefur fjármögnunarkostnaður fasteignafélaga, sem eru jafnan talin útgefendur hvað öruggastra fyrirtækjaskuldabréfa á markaði, stóraukist á síðustu tveimur árum, mælt í vaxtaálagi á ríkistryggða vexti. Viðmælendur Markaðarins telja margt benda til þess að erlendir fjárfestar hafi um þessar mundir mikinn áhuga á því að taka þátt í fjármögnun íslenskra fasteignafélaga. Fjögurra milljarða króna lánssamningur Almenna leigufélagsins við sjóð í stýringu bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management, sem tilkynnt var um í síðasta mánuði, sé til marks um þennan áhuga. Fjármálafyrirtækið Fossar markaðir hafði milligöngu um lánveitinguna.Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins.Vísir/GVA„Það er tvímælalaust mikill áhugi af hálfu erlendra fjárfesta á að fjárfesta í skuldabréfum fasteignafélaga í krónum sem rímar við áhuga þeirra á að fjárfesta í hlutafé félaganna,“ segir Einar. „Rekstur skráðu fasteignafélaganna þriggja er tiltölulega stöðugur og skilar jafnri og taktfastri afkomu og líkist þannig skuldabréfum að einhverju leyti,“ bætir hann við Einar segir að Reitir séu að skoða ýmsar leiðir í fjármögnun, þar á meðal í gegnum erlenda fjárfesta. Bindiskyldan hafi þó hamlandi áhrif. Hann nefnir að félagið hafi á árinu 2015 komið á fót nýju fyrirkomulagi í kringum fjármögnun félagsins sem hafi einfaldað verulega útgáfu og skráningu skuldabréfa þess. „Þannig að þegar létt verður á bindiskyldunni gætum við þá brugðist fljótt við og gefið út bréf ef áhugi er fyrir hendi,“ segir Einar. „Við leitumst ávallt við að ná fram sem hagstæðastri fjármagnsskipan hverju sinni og þar með talið að leita leiða til þess að lágmarka fjármagnsgjöld félagsins,“ segir Lýður hjá Eik. Félagið efndi til útboðs á skuldabréfum í október í fyrra en í tilkynningu var tekið fram að Fossum mörkuðum hefði verið falið að sjá um markaðssetningu á útboðinu til erlendra fjárfesta. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Falsaði fleiri bréf Viðskipti Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Sjá meira
Skráðu fasteignafélögin þrjú, Eik, Reginn og Reitir, hafa það öll til skoðunar að sækja fjármagn til erlendra fjárfesta. Forsvarsmenn félaganna segjast finna fyrir miklum áhuga af hálfu slíkra fjárfesta á því að kaupa skráð skuldabréf fasteignafélaganna. Höft sem Seðlabanki Íslands setti á innflæði fjármagns sumarið 2016 hamli hins vegar erlendum fjárfestingum og haldi vaxtakjörum hærri en annars. „Ég tel að aflétting bindiskyldunnar, sér í lagi á fyrirtækjaskuldabréf, myndi hafa jákvæð áhrif á markaðinn,“ segir Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri Reita, í samtali við Markaðinn. Lýður Heiðar Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eikar, segir að innflæðishöftin hafi hamlandi áhrif á fjármögnunarkosti íslenskra fyrirtækja og haldi vaxtakjörum þeirra hærri en ella. Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, upplýsti á fjárfestafundi félagsins í síðustu viku að félagið hefði hug á því að skoða erlenda fjármögnun í krónum. „Við teljum að það muni opnast á næstu árum, hvort sem það gerist á einu ári eða þremur. Þess vegna þurfum við að vera búin undir það,“ nefndi hann.„Um leið og bindiskyldan losnar koma erlendir aðilar á fleygiferð inn í skuldabréfin. Það er okkar skoðun. Og þá eigum við von á að vextir keyrist niður. Umrædd innflæðishöft virka þannig að 40 prósent af innflæði fjármagns vegna fjárfestinga í skráðum skuldabréfum og innlánum þarf að binda í eitt ár á núll prósent vöxtum. Höftunum var meðal annars ætlað að sporna við vaxtamunarviðskiptum með íslensk ríkisskuldabréf, þar sem aðdráttaraflið er einkum að hagnast á miklum vaxtamun Íslands við útlönd, en höftin standa jafnframt í vegi fyrir kaupum erlendra fjárfesta á skráðum skuldabréfum fasteignafélaganna. Þannig hefur fjármögnunarkostnaður fasteignafélaga, sem eru jafnan talin útgefendur hvað öruggastra fyrirtækjaskuldabréfa á markaði, stóraukist á síðustu tveimur árum, mælt í vaxtaálagi á ríkistryggða vexti. Viðmælendur Markaðarins telja margt benda til þess að erlendir fjárfestar hafi um þessar mundir mikinn áhuga á því að taka þátt í fjármögnun íslenskra fasteignafélaga. Fjögurra milljarða króna lánssamningur Almenna leigufélagsins við sjóð í stýringu bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management, sem tilkynnt var um í síðasta mánuði, sé til marks um þennan áhuga. Fjármálafyrirtækið Fossar markaðir hafði milligöngu um lánveitinguna.Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins.Vísir/GVA„Það er tvímælalaust mikill áhugi af hálfu erlendra fjárfesta á að fjárfesta í skuldabréfum fasteignafélaga í krónum sem rímar við áhuga þeirra á að fjárfesta í hlutafé félaganna,“ segir Einar. „Rekstur skráðu fasteignafélaganna þriggja er tiltölulega stöðugur og skilar jafnri og taktfastri afkomu og líkist þannig skuldabréfum að einhverju leyti,“ bætir hann við Einar segir að Reitir séu að skoða ýmsar leiðir í fjármögnun, þar á meðal í gegnum erlenda fjárfesta. Bindiskyldan hafi þó hamlandi áhrif. Hann nefnir að félagið hafi á árinu 2015 komið á fót nýju fyrirkomulagi í kringum fjármögnun félagsins sem hafi einfaldað verulega útgáfu og skráningu skuldabréfa þess. „Þannig að þegar létt verður á bindiskyldunni gætum við þá brugðist fljótt við og gefið út bréf ef áhugi er fyrir hendi,“ segir Einar. „Við leitumst ávallt við að ná fram sem hagstæðastri fjármagnsskipan hverju sinni og þar með talið að leita leiða til þess að lágmarka fjármagnsgjöld félagsins,“ segir Lýður hjá Eik. Félagið efndi til útboðs á skuldabréfum í október í fyrra en í tilkynningu var tekið fram að Fossum mörkuðum hefði verið falið að sjá um markaðssetningu á útboðinu til erlendra fjárfesta.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Falsaði fleiri bréf Viðskipti Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent