Trylltist þegar hann komst að samskiptum við aðra karlmenn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2018 09:15 Khaled leiddur fyrir dómara í september þegar krafist var gæsluvarðhalds yfir honum í fyrsta skipti. Vísir/anton brink Khaled Cairo, 39 ára gamall Jemeni sem ákærður er fyrir að hafa banað Sanitu Brauna á heimili hennar við Hagamel þann 21. september síðastliðinn, skoðaði tölvu Sanitu áður en hún kom heim til sín kvöldið örlagaríka. Khaled sá samskipti Sanitu við aðra karlmenn og segist hafa tryllst. Hann játar að hafa lamið Sanitu með glerflöskum og slökkvitæki. Hann hafnar því hins vegar að árásin hafi leitt til dauða hennar og neitar sök í málinu sökum ágreinings um sakhæfi hans. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember þar sem Khaled tók afstöðu til ákærunnar, og neitaði sök. Tveir yfirmatsmenn hafa verið dómkvaddir til að meta sakhæfi hans. Stefnt var að því að þeir skiluðu mati sínu um miðjan febrúar. Khaled hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn á vettvangi glæpsins. Í gæsluvarðhaldsúrskurðum yfir Khaled kemur fram að vitni hafi komið að honum að vettvangi, séð hann slá Sanitu endurtekið í höfuðið með þungu straujárni og hótað vitninu lífláti ef hann færi ekki af vettvangi. Khaled segist í skýrslutöku hjá lögreglu hafa tryllst þegar hann komst að því að Sanita ætti í samskiptum við aðra karlmenn. Fjölskylda Sanitu hefur þvertekið fyrir að þau hafi átt í nokkurs konar ástarsambandi. Þau hafi spjallað saman á netinu og hann hafi verið ósáttur við áhugaleysi hennar á sér.Frá vettvangi við Hagameð 21. september síðastliðinn.VísirAlblóðugur á nærbuxum einum klæða Í greinargerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að óskað hafi verið eftir lögreglu í hús að Hagamel vegna heimilisófriðar. Skömmu síðar hafi borist önnur tilkynning þess efnis að verið væri að hóta að drepa einhvern. Sá sem tilkynnti um hótunina sagðist ætla að athuga málið sjálfur. Þegar lögregla kom á vettvang, í ris í umræddu húsi, hafi Khaled staðið á gangi íbúðarinnar og Sanita legið blóðug í grúfu á gólfinu. Tæplega tíu kílóa slökkvitæki hafi staðið á gólfinu, rétt við höfuð brotaþola, og verið blóðugt. Khaled hafi staðið yfir konunni, aðeins klæddur í nærbuxur og verið mikið blóðugur. Gólfið í svefnherberginu hafi verið þakið blóði og blóðslettur upp með veggjum. Þá mátti sjá tvær brotnar vínflöskur í herberginu. Engin lífsmörk fundust á Sanitu á vettvangi og var hún flutt á slysadeild þar sem hún var úrskurðuð látin skömmu síðar. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu krufningar lést hún sökum heilaskaða af völdum margra högg- og skurðáverka á höfði sem leitt hafi til höfuðkúpubros og blæðinga innan höfuðkúpu. Lögun áverkanna benti til þess að þeir væru af völdum að minnsta kosti tveggja ólíkra hluta, mögulega slökkvitækis og brotinnar flösku.Khaled hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn í september.Vísir/VilhelmVitni að verknaðinum Lögregla hitti á vettvangi meðleigjanda Sanitu í risinu sem hafði tilkynnt um lætin í íbúðinni fyrr um kvöldið. Sá virkaði mjög skelkaður og miður sín. Í skýrslutöku hjá lögreglu lýsti meðleigjandinn því að hafa fyrr um kvöldið hitt kunningja Sanitu fyrir utan húsið og hleypt honum inn. Þeir hefðu farið saman upp í risið. Skömmu síðar hafi kunningi Sanitu komið, bankað á hurðina hjá honum og sagt að búið væri að lemja konuna sem byggi á efstu hæðinni með flösku í hausinn. Hann bað meðleigjandann um að hringja í lögreglu og fór svo af vettvangi. Meðleigjandinn segist hafa hringt eftir aðstoð lögreglu en í framhaldi af því heyrt mikil læti úr herbergi Sanitu og svo konu hrópa eftir hjálp. Hann hafi farið að herbergi Sanitu og opnað dyrnar. Hafi hann þar séð Khaled sitja ofan á bakinu á Sanitu með slökkvitæki í höndunum. Khaled hafi slegið hana nokkrum höggum með slökkvitæki í höfuðið. Khaled hafi hótað að drepa íbúann og hann farið aftur í herbergi sittog beðið eftir lögreglu. Kunningi Sanitu, sem meðleigjandinn hleypti inn í húsið, segist hafa komið að herbergi Sanitu og heyrt læti. Hann hafi litið inn í herbergið og séð Khaled vera að slá Sanitu í höfuðið með flösku. Hann hafi beðið meðleigjandann að hringja í lögreglu en sjálfur farið af vettvangi. Íbúar á neðri hæð hússins sögðust hafa séð karlmann um klukkan 20 koma inn í húsnæðið og sagst vera að fara að hitta Sanitu. Seinna um kvöldið hafi þeim fundist eins og verið væri að færa til húsgögn í íbúðinni og í framhaldinu heyrt mikil öskur. Því hafi þau hringt eftir aðstoð lögreglu.Frá vettvangi á Hagamel í september.VísirNágranni hleypti Khaled inn Fram kemur í greinargerð lögrelgu að Khaled hafi verið yfirheyrður í tvígang og játi sök, að hafa ráðist á Sanitu. Hann hafi komið að heimili hennar um kvöldmatarleytið og nágranni hleypt honum inn í sameignina. Íbúð Sanitu hafi verið ólæst og hann farið þar inn. Sanita hafi ekki verið heima og hann hafi því farið í herbergi hennar og beðið þar. Meðan hann hafi beðið hafi hann farið að skoða tölvuna hennar og séð þar samskipti milli hennar og annarra karlmanna. Khaled segist hafa orðið reiður vegna þessa og misst stjórn á skapi sínu þegar Sanita kom heim. Réðst hann á hana vopnaður flösku og slökkvitæki sem hann notaði til að slá hana í höfuðið. Khaled er ákærður fyrir brot á 211. grein almennra hegningarlaga þar sem lágmarksrefsing er fimm ára fangelsi en þyngsta refsing ævilangt fangelsi. Hér á landi er algengast að menn séu dæmdir í 16 ára fangelsi fyrir manndráp. Sanita var 44 ára gömul og frá Lettlandi. Hún lét eftir sig þrjú börn á aldrinum 15-25 ára og foreldra sem öll eru búsett í Lettlandi. Í ákæru eru gerðar kröfur um miskabætur, annars vegar af hálfu foreldra hennar og hins vegar af hálfu barna hennar. Hljóða miskabótakröfurnar upp á samtals 15 milljónir króna.Khaled hefur játað að hafa ráðist á Sanitu. Vísir/Anton BrinkSanita var frá Lettlandi, menntaður kennari og lék á fiðlu. Hún hafði starfað hér á landi í á annað ár á hótelum. Síðast á íbúðahóteli í Reykjavík ásamt þeim Höllu Guðrúnu og Melkorku - sem lýsa henni sem jákvæðri konu í blóma lífsins. „Þetta var vissulega mikið sjokk, hún var svo indæl og frábær kona og eins og við höfum minnst á áður þá spilaði hún svo mikilvægt hlutverk innan teymisins og að tengja svona hrikalegan atburð við svona indæla konu það nær ekki saman,“ sagði Melkorka.Þær Halla Guðrún sögðu frá vinkonu sinni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í september.Jarðneskar leifar fluttar til Lettlands Þá sagði Sendjia, elsta dóttir Sanitu, frá þeim áhrifum sem harmleikurinn hefði haft á fjölskylduna í viðtali við Morgunblaðið.„Við fengum fréttirnar á mjög harkalegan hátt. Lögreglan kom heim til ömmu minnar og afa og afhenti þeim orðsendingu frá sendiráði Lettlands í Osló um að Sanita, móðir mín, hefði látist og að um einhvers konar glæp væri að ræða.“ Sanita var jarðsungin hér á landi en jarðneskar leifar hennar voru fluttar til Lettlands. Önnur útför fór fram í heimalandinu. „Það var mjög erfitt að undirbúa okkur fyrir jarðarförina, velja kjólinn á hana, uppáhaldslagið hennar og tala við prestinn. En það var ótrúlega mikið af hjálplegu fólki í kringum okkur. Jarðarförin var skipulögð af lettneskum konum sem búa hér á landi, Andzelu og Ingridu, og vinnufélagar mömmu á Swan hótel skipulögðu erfidrykkjuna,“ sagði Sendjia. „Það var ótrúlegt hvað fólk var tilbúið að gera mikið fyrir okkur. Þetta var í raun stórkostlegt en átakanlegt á sama tíma.“ Ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð fer fram í málinu en beðið er niðurstöðu yfirmatsmanna á sakhæfi Khaled sem væntanlega var um miðjan febrúar. Manndráp á Hagamel Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Khaled Cairo, 39 ára gamall Jemeni sem ákærður er fyrir að hafa banað Sanitu Brauna á heimili hennar við Hagamel þann 21. september síðastliðinn, skoðaði tölvu Sanitu áður en hún kom heim til sín kvöldið örlagaríka. Khaled sá samskipti Sanitu við aðra karlmenn og segist hafa tryllst. Hann játar að hafa lamið Sanitu með glerflöskum og slökkvitæki. Hann hafnar því hins vegar að árásin hafi leitt til dauða hennar og neitar sök í málinu sökum ágreinings um sakhæfi hans. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember þar sem Khaled tók afstöðu til ákærunnar, og neitaði sök. Tveir yfirmatsmenn hafa verið dómkvaddir til að meta sakhæfi hans. Stefnt var að því að þeir skiluðu mati sínu um miðjan febrúar. Khaled hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn á vettvangi glæpsins. Í gæsluvarðhaldsúrskurðum yfir Khaled kemur fram að vitni hafi komið að honum að vettvangi, séð hann slá Sanitu endurtekið í höfuðið með þungu straujárni og hótað vitninu lífláti ef hann færi ekki af vettvangi. Khaled segist í skýrslutöku hjá lögreglu hafa tryllst þegar hann komst að því að Sanita ætti í samskiptum við aðra karlmenn. Fjölskylda Sanitu hefur þvertekið fyrir að þau hafi átt í nokkurs konar ástarsambandi. Þau hafi spjallað saman á netinu og hann hafi verið ósáttur við áhugaleysi hennar á sér.Frá vettvangi við Hagameð 21. september síðastliðinn.VísirAlblóðugur á nærbuxum einum klæða Í greinargerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að óskað hafi verið eftir lögreglu í hús að Hagamel vegna heimilisófriðar. Skömmu síðar hafi borist önnur tilkynning þess efnis að verið væri að hóta að drepa einhvern. Sá sem tilkynnti um hótunina sagðist ætla að athuga málið sjálfur. Þegar lögregla kom á vettvang, í ris í umræddu húsi, hafi Khaled staðið á gangi íbúðarinnar og Sanita legið blóðug í grúfu á gólfinu. Tæplega tíu kílóa slökkvitæki hafi staðið á gólfinu, rétt við höfuð brotaþola, og verið blóðugt. Khaled hafi staðið yfir konunni, aðeins klæddur í nærbuxur og verið mikið blóðugur. Gólfið í svefnherberginu hafi verið þakið blóði og blóðslettur upp með veggjum. Þá mátti sjá tvær brotnar vínflöskur í herberginu. Engin lífsmörk fundust á Sanitu á vettvangi og var hún flutt á slysadeild þar sem hún var úrskurðuð látin skömmu síðar. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu krufningar lést hún sökum heilaskaða af völdum margra högg- og skurðáverka á höfði sem leitt hafi til höfuðkúpubros og blæðinga innan höfuðkúpu. Lögun áverkanna benti til þess að þeir væru af völdum að minnsta kosti tveggja ólíkra hluta, mögulega slökkvitækis og brotinnar flösku.Khaled hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn í september.Vísir/VilhelmVitni að verknaðinum Lögregla hitti á vettvangi meðleigjanda Sanitu í risinu sem hafði tilkynnt um lætin í íbúðinni fyrr um kvöldið. Sá virkaði mjög skelkaður og miður sín. Í skýrslutöku hjá lögreglu lýsti meðleigjandinn því að hafa fyrr um kvöldið hitt kunningja Sanitu fyrir utan húsið og hleypt honum inn. Þeir hefðu farið saman upp í risið. Skömmu síðar hafi kunningi Sanitu komið, bankað á hurðina hjá honum og sagt að búið væri að lemja konuna sem byggi á efstu hæðinni með flösku í hausinn. Hann bað meðleigjandann um að hringja í lögreglu og fór svo af vettvangi. Meðleigjandinn segist hafa hringt eftir aðstoð lögreglu en í framhaldi af því heyrt mikil læti úr herbergi Sanitu og svo konu hrópa eftir hjálp. Hann hafi farið að herbergi Sanitu og opnað dyrnar. Hafi hann þar séð Khaled sitja ofan á bakinu á Sanitu með slökkvitæki í höndunum. Khaled hafi slegið hana nokkrum höggum með slökkvitæki í höfuðið. Khaled hafi hótað að drepa íbúann og hann farið aftur í herbergi sittog beðið eftir lögreglu. Kunningi Sanitu, sem meðleigjandinn hleypti inn í húsið, segist hafa komið að herbergi Sanitu og heyrt læti. Hann hafi litið inn í herbergið og séð Khaled vera að slá Sanitu í höfuðið með flösku. Hann hafi beðið meðleigjandann að hringja í lögreglu en sjálfur farið af vettvangi. Íbúar á neðri hæð hússins sögðust hafa séð karlmann um klukkan 20 koma inn í húsnæðið og sagst vera að fara að hitta Sanitu. Seinna um kvöldið hafi þeim fundist eins og verið væri að færa til húsgögn í íbúðinni og í framhaldinu heyrt mikil öskur. Því hafi þau hringt eftir aðstoð lögreglu.Frá vettvangi á Hagamel í september.VísirNágranni hleypti Khaled inn Fram kemur í greinargerð lögrelgu að Khaled hafi verið yfirheyrður í tvígang og játi sök, að hafa ráðist á Sanitu. Hann hafi komið að heimili hennar um kvöldmatarleytið og nágranni hleypt honum inn í sameignina. Íbúð Sanitu hafi verið ólæst og hann farið þar inn. Sanita hafi ekki verið heima og hann hafi því farið í herbergi hennar og beðið þar. Meðan hann hafi beðið hafi hann farið að skoða tölvuna hennar og séð þar samskipti milli hennar og annarra karlmanna. Khaled segist hafa orðið reiður vegna þessa og misst stjórn á skapi sínu þegar Sanita kom heim. Réðst hann á hana vopnaður flösku og slökkvitæki sem hann notaði til að slá hana í höfuðið. Khaled er ákærður fyrir brot á 211. grein almennra hegningarlaga þar sem lágmarksrefsing er fimm ára fangelsi en þyngsta refsing ævilangt fangelsi. Hér á landi er algengast að menn séu dæmdir í 16 ára fangelsi fyrir manndráp. Sanita var 44 ára gömul og frá Lettlandi. Hún lét eftir sig þrjú börn á aldrinum 15-25 ára og foreldra sem öll eru búsett í Lettlandi. Í ákæru eru gerðar kröfur um miskabætur, annars vegar af hálfu foreldra hennar og hins vegar af hálfu barna hennar. Hljóða miskabótakröfurnar upp á samtals 15 milljónir króna.Khaled hefur játað að hafa ráðist á Sanitu. Vísir/Anton BrinkSanita var frá Lettlandi, menntaður kennari og lék á fiðlu. Hún hafði starfað hér á landi í á annað ár á hótelum. Síðast á íbúðahóteli í Reykjavík ásamt þeim Höllu Guðrúnu og Melkorku - sem lýsa henni sem jákvæðri konu í blóma lífsins. „Þetta var vissulega mikið sjokk, hún var svo indæl og frábær kona og eins og við höfum minnst á áður þá spilaði hún svo mikilvægt hlutverk innan teymisins og að tengja svona hrikalegan atburð við svona indæla konu það nær ekki saman,“ sagði Melkorka.Þær Halla Guðrún sögðu frá vinkonu sinni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í september.Jarðneskar leifar fluttar til Lettlands Þá sagði Sendjia, elsta dóttir Sanitu, frá þeim áhrifum sem harmleikurinn hefði haft á fjölskylduna í viðtali við Morgunblaðið.„Við fengum fréttirnar á mjög harkalegan hátt. Lögreglan kom heim til ömmu minnar og afa og afhenti þeim orðsendingu frá sendiráði Lettlands í Osló um að Sanita, móðir mín, hefði látist og að um einhvers konar glæp væri að ræða.“ Sanita var jarðsungin hér á landi en jarðneskar leifar hennar voru fluttar til Lettlands. Önnur útför fór fram í heimalandinu. „Það var mjög erfitt að undirbúa okkur fyrir jarðarförina, velja kjólinn á hana, uppáhaldslagið hennar og tala við prestinn. En það var ótrúlega mikið af hjálplegu fólki í kringum okkur. Jarðarförin var skipulögð af lettneskum konum sem búa hér á landi, Andzelu og Ingridu, og vinnufélagar mömmu á Swan hótel skipulögðu erfidrykkjuna,“ sagði Sendjia. „Það var ótrúlegt hvað fólk var tilbúið að gera mikið fyrir okkur. Þetta var í raun stórkostlegt en átakanlegt á sama tíma.“ Ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð fer fram í málinu en beðið er niðurstöðu yfirmatsmanna á sakhæfi Khaled sem væntanlega var um miðjan febrúar.
Manndráp á Hagamel Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira