Telja spillingarásakanir gegn seðlabankastjóra geta verið hluta af áróðursherferð Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2018 22:13 Lögreglumenn gerðu húsleit á heimili og skrifstofu Ilmars Rimsevics um helgina. Vísir/AFP Lettneska varnarmálaráðuneytið segir hugsanlegt að ásaskanir um spillingu sem leiddu til þess að seðlabankastjóri landsins var handtekinn séu liður í meiriháttar áróðursherferð sem sé ætlað að draga úr trausti á landið og hafa áhrif á kosningar þar í haust. Ilmars Rimsevics, seðlabankastjóri Lettlands, var settur í gæsluvarðhald á sunnudag. Hann er grunaður um að hafa þegið mútur. Þá hafa komið fram ásakanir um að ABLV-bankinn, þriðji stærsti lánveitandi lettneska ríkisins, hafi gerst sekur um peningaþvætti og hjálpað Norður-Kóreu að komast undan refsiaðgerðum. Í yfirlýsingu segir varnarmálaráðuneyti landsins að þær ásakanir gætu verið runnar undan rifjum viðamikillar áróðursherferðar utanaðkomandi aðila, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.Vitna til reynslu Frakka, Þjóðverja og BandaríkjamannaEkki kemur fram í yfirlýsingunni hver gæti staðið þar að baki en ráðuneytið segir að herferðinni svipi til þeirra sem hafa átt sér stað fyrir kosningar í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum undanfarið. Bandaríska leyniþjónustan er fullviss um að Rússar hafi staðið að baki tilraunum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar árið 2016. Þrettán Rússar voru ákærðir á föstudag, grunaðir um að hafa tekið þátt í áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðlum. Rússum hefur einnig verið kennt um tilraunir til afskipta af forsetakosningum í Frakklandi í fyrra. Varnarmálaráðuneytið Lettlands telur að herferðin haldi áfram og hún beinist líklega að því að hafa áhrif á innanríkismál landsins og þingkosningar sem fara fram í október. Tilgangurinn sé að draga upp þá mynd að Lettar séu óáreiðanlegir bandamenn. Lettland Tengdar fréttir Forstjóri lettneska seðlabankans í gæsluvarðhald grunaður um spillingu Lögregluyfirvöld ruddust inn á heimili hans og skrifstofu fyrr í dag til að leita að vísbendingum vegna spillingarmáls. 18. febrúar 2018 16:43 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Lettneska varnarmálaráðuneytið segir hugsanlegt að ásaskanir um spillingu sem leiddu til þess að seðlabankastjóri landsins var handtekinn séu liður í meiriháttar áróðursherferð sem sé ætlað að draga úr trausti á landið og hafa áhrif á kosningar þar í haust. Ilmars Rimsevics, seðlabankastjóri Lettlands, var settur í gæsluvarðhald á sunnudag. Hann er grunaður um að hafa þegið mútur. Þá hafa komið fram ásakanir um að ABLV-bankinn, þriðji stærsti lánveitandi lettneska ríkisins, hafi gerst sekur um peningaþvætti og hjálpað Norður-Kóreu að komast undan refsiaðgerðum. Í yfirlýsingu segir varnarmálaráðuneyti landsins að þær ásakanir gætu verið runnar undan rifjum viðamikillar áróðursherferðar utanaðkomandi aðila, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.Vitna til reynslu Frakka, Þjóðverja og BandaríkjamannaEkki kemur fram í yfirlýsingunni hver gæti staðið þar að baki en ráðuneytið segir að herferðinni svipi til þeirra sem hafa átt sér stað fyrir kosningar í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum undanfarið. Bandaríska leyniþjónustan er fullviss um að Rússar hafi staðið að baki tilraunum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar árið 2016. Þrettán Rússar voru ákærðir á föstudag, grunaðir um að hafa tekið þátt í áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðlum. Rússum hefur einnig verið kennt um tilraunir til afskipta af forsetakosningum í Frakklandi í fyrra. Varnarmálaráðuneytið Lettlands telur að herferðin haldi áfram og hún beinist líklega að því að hafa áhrif á innanríkismál landsins og þingkosningar sem fara fram í október. Tilgangurinn sé að draga upp þá mynd að Lettar séu óáreiðanlegir bandamenn.
Lettland Tengdar fréttir Forstjóri lettneska seðlabankans í gæsluvarðhald grunaður um spillingu Lögregluyfirvöld ruddust inn á heimili hans og skrifstofu fyrr í dag til að leita að vísbendingum vegna spillingarmáls. 18. febrúar 2018 16:43 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Forstjóri lettneska seðlabankans í gæsluvarðhald grunaður um spillingu Lögregluyfirvöld ruddust inn á heimili hans og skrifstofu fyrr í dag til að leita að vísbendingum vegna spillingarmáls. 18. febrúar 2018 16:43