Stjórnarandstaðan undrast málafæð ríkisstjórnarinnar og rekur á eftir samgönguáætlun Heimir Már Pétursson skrifar 20. febrúar 2018 18:45 Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu undan því á Alþingi í dag hversu fá mál hefðu verið lögð fyrir Alþingi að hálfu ríkisstjórnarinnar. Þá undruðust þingmenn að ekki væri von á samgönguáætlun fyrr en í haust, sem þó snerti eitt af helstu stefnumálum ríkisstjórnarinnar um innviða uppbyggingu. Samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrirhugar hún að leggja fram 140 frumvörp fyrir lok þings í vor. Nú þegar ghafa ráðherrar lagt fram 26 frumvörp en stjórnarandstaðan 65 frumvörp. Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu eftir málum frá ríkisstjórninni á þingfndi í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið ofarlega á baugi á fundum sem hún sótti í kjördæmi sínu í kjördæmaviku fyrir helgi. Ríkisstjórnin hafi verið mynduð til að efla innviði, þar með samgöngur í landinu. Hins vegar boði samgönguráðherra að ný samgönguáætlun komi ekki fyrr en í haust, löngu eftir sveitarstjórnarkosningar í maí. „Þess vegna spyr ég mig núna af hverju er samgönguráðherra hræddur við að sýna samgönguáætlun. Voru kannski öll stóru orðin algerlega innihaldslaus. Á ekki að bæta samgöngur bæði hér á suðvesturhorninu eða úti á landsbyggðinni,“ sagði Þorgerður Katrín. Adda María Jóhannsdóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði tók undir með Þorgerði og brýna þörf á úrbótum á Reykjanesbraut, vegna vaxandi umferðar um hana og þar með í gegnum Hafnarfjörð. „Í úttekt sem liggur til grundvallar drögum að umferðaröryggisáætlun fyrir Hafnarfjarðarbæ kemur fram að umferðarmagn á Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð hefur aukist um rúmlega 50 prósent frá árinu 2010. Er áætlað að þar fari yfir 45 þúsund bílar að meðaltali á degi hverjum,“ sagði Adda María. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins vitnaði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem væri almennt orðaður. „Að líklega sá ráðherra sem þarf helst að beita sér fyrir innviðauppbyggingu, samgönguráðherra; hann ætlar sér ekki að koma með neina áætlun. Hann ætlar ekki að sýna okkur neitt, hvað hann ætlar að gera í innviðauppbyggingunni. Það á ekki einu sinni að koma með neitt mál til þingsins fyrr en einhvern tíma í haust eða guð má vita hvenær. Mál sem átti þó að leggja áherslu á. Hvað þá með öll hin málin sem ekki náðu inn í textann í stjórnarsáttmálanum. Eru þau bara ekki til,“ sagði Gunnar Bragi. Alþingi Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu undan því á Alþingi í dag hversu fá mál hefðu verið lögð fyrir Alþingi að hálfu ríkisstjórnarinnar. Þá undruðust þingmenn að ekki væri von á samgönguáætlun fyrr en í haust, sem þó snerti eitt af helstu stefnumálum ríkisstjórnarinnar um innviða uppbyggingu. Samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrirhugar hún að leggja fram 140 frumvörp fyrir lok þings í vor. Nú þegar ghafa ráðherrar lagt fram 26 frumvörp en stjórnarandstaðan 65 frumvörp. Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu eftir málum frá ríkisstjórninni á þingfndi í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið ofarlega á baugi á fundum sem hún sótti í kjördæmi sínu í kjördæmaviku fyrir helgi. Ríkisstjórnin hafi verið mynduð til að efla innviði, þar með samgöngur í landinu. Hins vegar boði samgönguráðherra að ný samgönguáætlun komi ekki fyrr en í haust, löngu eftir sveitarstjórnarkosningar í maí. „Þess vegna spyr ég mig núna af hverju er samgönguráðherra hræddur við að sýna samgönguáætlun. Voru kannski öll stóru orðin algerlega innihaldslaus. Á ekki að bæta samgöngur bæði hér á suðvesturhorninu eða úti á landsbyggðinni,“ sagði Þorgerður Katrín. Adda María Jóhannsdóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði tók undir með Þorgerði og brýna þörf á úrbótum á Reykjanesbraut, vegna vaxandi umferðar um hana og þar með í gegnum Hafnarfjörð. „Í úttekt sem liggur til grundvallar drögum að umferðaröryggisáætlun fyrir Hafnarfjarðarbæ kemur fram að umferðarmagn á Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð hefur aukist um rúmlega 50 prósent frá árinu 2010. Er áætlað að þar fari yfir 45 þúsund bílar að meðaltali á degi hverjum,“ sagði Adda María. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins vitnaði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem væri almennt orðaður. „Að líklega sá ráðherra sem þarf helst að beita sér fyrir innviðauppbyggingu, samgönguráðherra; hann ætlar sér ekki að koma með neina áætlun. Hann ætlar ekki að sýna okkur neitt, hvað hann ætlar að gera í innviðauppbyggingunni. Það á ekki einu sinni að koma með neitt mál til þingsins fyrr en einhvern tíma í haust eða guð má vita hvenær. Mál sem átti þó að leggja áherslu á. Hvað þá með öll hin málin sem ekki náðu inn í textann í stjórnarsáttmálanum. Eru þau bara ekki til,“ sagði Gunnar Bragi.
Alþingi Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira