Skora á forsætisráðherra að beita sér fyrir friði í Jemen Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 16:32 Áskorunin var afhent forsætisráðherra fyrr í dag. Vísir/Hanna Félagið Vinir Jemens hefur skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen. „Við höfum undanfarin ár horft með óhugnaði á harmleikinn í þessu landi fjalla, sanda og stranda – sem til forna var kallað Arabía hin hamingjuríka,“ segir í áskorun félagsins. „Ísland hefur áður sýnt að ekki þarf fjölmenni, auð eða her til að láta rödd sína hljóma um heiminn til aðstoðar smáum ríkjum í vanda.“ Félagið skorar á yfirvöld að gera „allt sitt til að binda enda á þjáningar jemensku þjóðarinnar í hinu „gleymda“ stríði og hefja uppbyggingu í Jemen.“ Borgarastyrjöld hefur verið í Jemen í um þrjú ár en rekja má átökin til ársins 2011 þegar þáverandi forseti landsins, Ali Abdullah Saleh, var þvingaður til að segja af sér og tók þá varaforsetinn Abdrabbuh Mansour Hadi, við völdum. Hadi átti erfitt með að taka á þónokkrum vandamálum, þar á meðal árásum hryðjuverkasamtakanna Al Qaeda, spillingu, atvinnuleysi og matarskorti. Jemen var mjög fátækt land áður en átökin brutust út en nú blasir þar við hungursneyð. Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað reynt að koma á friðarviðræðum vegna ástandsins í Jemen en án árangurs.Áskorun til forsætisráðherra og ríkisstjórnar um að taka frumkvæði að friði í JemenVið undirrituð – Vinir Jemens – skorum á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen – með umræðu og frumkvæði í norrænu samstarfi, innan Sameinuðu þjóðanna og í öðrum alþjóðasamtökum auk viðræðna við stjórnvöld þeirra ríkja sem mestu skipta í þessu efni og Íslendingar hafa átt samleið með.Við tengjumst Jemen á ýmsan hátt, meðal annars vegna atbeina Jóhönnu Kristjónsdóttur heitinnar. Við höfum undanfarin ár horft með óhugnaði á harmleikinn í þessu landi fjalla, sanda og stranda – sem til forna var kallað Arabía hin hamingjuríka.Ísland hefur áður sýnt að ekki þarf fjölmenni, auð eða her til að láta rödd sína hljóma um heiminn til aðstoðar smáum ríkjum í vanda.Við skorum á Katrínu Jakobsdóttur og ríkisstjórnina að gera allt sitt til að binda enda á þjáningar jemensku þjóðarinnar í hinu „gleymda“ stríði og hefja uppbyggingu í Jemen. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Mesta hungursneyð síðustu áratuga yfirvofandi í Jemen Mesta hungursneyð sem sést hefur á jörðinni í áratugi er yfirvofandi í Jemen, fallist Sádí-Arabar ekki á að opna landamæri landsins á ný fyrir hjálparstofnunum. 9. nóvember 2017 08:18 Fjórðungur barna býr í landi þar sem stríð geisar eða aðrar hörmungar UNICEF hefur birt aþjóðlega neyðaráætlun sína fyrir árið 2018. 30. janúar 2018 10:52 Hútar skutu eldflaugum á Sádi-Arabíu Eldflaugin stefndi á fund sádiarabískra leiðtoga í al-Yamama-höll, að því er sjónvarpsstöð Húta, al-Masirah TV, greindi frá. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Félagið Vinir Jemens hefur skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen. „Við höfum undanfarin ár horft með óhugnaði á harmleikinn í þessu landi fjalla, sanda og stranda – sem til forna var kallað Arabía hin hamingjuríka,“ segir í áskorun félagsins. „Ísland hefur áður sýnt að ekki þarf fjölmenni, auð eða her til að láta rödd sína hljóma um heiminn til aðstoðar smáum ríkjum í vanda.“ Félagið skorar á yfirvöld að gera „allt sitt til að binda enda á þjáningar jemensku þjóðarinnar í hinu „gleymda“ stríði og hefja uppbyggingu í Jemen.“ Borgarastyrjöld hefur verið í Jemen í um þrjú ár en rekja má átökin til ársins 2011 þegar þáverandi forseti landsins, Ali Abdullah Saleh, var þvingaður til að segja af sér og tók þá varaforsetinn Abdrabbuh Mansour Hadi, við völdum. Hadi átti erfitt með að taka á þónokkrum vandamálum, þar á meðal árásum hryðjuverkasamtakanna Al Qaeda, spillingu, atvinnuleysi og matarskorti. Jemen var mjög fátækt land áður en átökin brutust út en nú blasir þar við hungursneyð. Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað reynt að koma á friðarviðræðum vegna ástandsins í Jemen en án árangurs.Áskorun til forsætisráðherra og ríkisstjórnar um að taka frumkvæði að friði í JemenVið undirrituð – Vinir Jemens – skorum á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen – með umræðu og frumkvæði í norrænu samstarfi, innan Sameinuðu þjóðanna og í öðrum alþjóðasamtökum auk viðræðna við stjórnvöld þeirra ríkja sem mestu skipta í þessu efni og Íslendingar hafa átt samleið með.Við tengjumst Jemen á ýmsan hátt, meðal annars vegna atbeina Jóhönnu Kristjónsdóttur heitinnar. Við höfum undanfarin ár horft með óhugnaði á harmleikinn í þessu landi fjalla, sanda og stranda – sem til forna var kallað Arabía hin hamingjuríka.Ísland hefur áður sýnt að ekki þarf fjölmenni, auð eða her til að láta rödd sína hljóma um heiminn til aðstoðar smáum ríkjum í vanda.Við skorum á Katrínu Jakobsdóttur og ríkisstjórnina að gera allt sitt til að binda enda á þjáningar jemensku þjóðarinnar í hinu „gleymda“ stríði og hefja uppbyggingu í Jemen.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Mesta hungursneyð síðustu áratuga yfirvofandi í Jemen Mesta hungursneyð sem sést hefur á jörðinni í áratugi er yfirvofandi í Jemen, fallist Sádí-Arabar ekki á að opna landamæri landsins á ný fyrir hjálparstofnunum. 9. nóvember 2017 08:18 Fjórðungur barna býr í landi þar sem stríð geisar eða aðrar hörmungar UNICEF hefur birt aþjóðlega neyðaráætlun sína fyrir árið 2018. 30. janúar 2018 10:52 Hútar skutu eldflaugum á Sádi-Arabíu Eldflaugin stefndi á fund sádiarabískra leiðtoga í al-Yamama-höll, að því er sjónvarpsstöð Húta, al-Masirah TV, greindi frá. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Mesta hungursneyð síðustu áratuga yfirvofandi í Jemen Mesta hungursneyð sem sést hefur á jörðinni í áratugi er yfirvofandi í Jemen, fallist Sádí-Arabar ekki á að opna landamæri landsins á ný fyrir hjálparstofnunum. 9. nóvember 2017 08:18
Fjórðungur barna býr í landi þar sem stríð geisar eða aðrar hörmungar UNICEF hefur birt aþjóðlega neyðaráætlun sína fyrir árið 2018. 30. janúar 2018 10:52
Hútar skutu eldflaugum á Sádi-Arabíu Eldflaugin stefndi á fund sádiarabískra leiðtoga í al-Yamama-höll, að því er sjónvarpsstöð Húta, al-Masirah TV, greindi frá. 20. desember 2017 06:00