Fimmtíu prósent líkur á að umsækjendur fá hreindýr Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2018 14:42 Misjafnt er hversu erfið svæðin eru yfirferðar og eins gott að menn séu í góðu formi þegar haldið er á hreindýraveiðar. visir/valli Þá liggur það fyrir að þetta árið eru 3.180 veiðimenn sem hafa sótt um leyfi til að fara á hreindýraveiðar. Umsóknarfrestur er útrunninn. Leyfi sem til úthlutunar koma eru 1.450 þannig að skotveiðimenn geta gert sér góðar vonir um að fá leyfi. „Mjög gróflega, já, þá eru þetta um fimmtíu prósent líkur,“ segir Bjarni Pálsson teymisstjóri veiði og verndar á umhverfisstofnun í samtali við Vísi. Þeir hjá umhverfisstofnun eru nú að fara yfir umsóknirnar til að tryggja að þær séu í lagi. Að sögn Bjarna er þetta vikan sem er hvað helst taugastrekkjandi hjá þeim hjá umhverfisstofnun. Frá því að umsóknarfresti lýkur og þar til dregið hefur verið úr umsóknum, eftir þar til settum reglum. Dregið verður á Egilsstöðum, hjarta hreindýraslóða, og verður útdrátturinn klukkan tvö næstkomandi laugardag, í beinni útsendingu á vef umhverfisstofnunar, ust.is.Af tilkomumikilli krúnunni má sjá að þarna hefur virðulegur tarfur og þungur verið felldur. Vert er að flytja bráðina hið fyrsta í verkun. Þá eru dýrin látin hanga og þau sett í frystiklefa.visir/stefánÞó líkurnar á því að menn fái dýr séu um 50 prósent, í heildina tekið, er ekki þar öll sagan sögð. „Þetta eru 389 tarfar og 1061 kýr sem eru til skiptanna. Þar af eru 40 kýr á svæði átta, sem miðar við nóvemberveiðar,“ segir Bjarni. Og misjafn er hversu eftirsótt svæðin eru og fleiri eru um tarfana. Þar með minnka líkurnar eða aukast í samræmi við það um hvað er sótt. Bjarni telur að svæði 1 og 2 séu eftirsóttust. Talið er að þau séu þægilegri en önnur svæði þar sem um er að ræða mikið fjalllendi. „Á svæði átta, til dæmis, þurfa menn að vera í ansi góðu líkamlegu formi,“ segir Bjarni. Reyndar á það við um öll svæðin. Þá er jafnskiptaregla svokölluð er í gildi, hafi menn ekki fengið dýr lengi færast þeir upp lista og sitja fyrir á biðlista. Algengt er að menn vitji ekki leyfa sinna sem gerir skipulagningu erfiða. Veiðitími tarfa er frá 1. ágúst til og með 15. september, en þó getur Umhverfisstofnun heimilað veiðar á törfum frá og með 15. júlí. Veiðitími kúa er frá 1. ágúst til 20. september. Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Þá liggur það fyrir að þetta árið eru 3.180 veiðimenn sem hafa sótt um leyfi til að fara á hreindýraveiðar. Umsóknarfrestur er útrunninn. Leyfi sem til úthlutunar koma eru 1.450 þannig að skotveiðimenn geta gert sér góðar vonir um að fá leyfi. „Mjög gróflega, já, þá eru þetta um fimmtíu prósent líkur,“ segir Bjarni Pálsson teymisstjóri veiði og verndar á umhverfisstofnun í samtali við Vísi. Þeir hjá umhverfisstofnun eru nú að fara yfir umsóknirnar til að tryggja að þær séu í lagi. Að sögn Bjarna er þetta vikan sem er hvað helst taugastrekkjandi hjá þeim hjá umhverfisstofnun. Frá því að umsóknarfresti lýkur og þar til dregið hefur verið úr umsóknum, eftir þar til settum reglum. Dregið verður á Egilsstöðum, hjarta hreindýraslóða, og verður útdrátturinn klukkan tvö næstkomandi laugardag, í beinni útsendingu á vef umhverfisstofnunar, ust.is.Af tilkomumikilli krúnunni má sjá að þarna hefur virðulegur tarfur og þungur verið felldur. Vert er að flytja bráðina hið fyrsta í verkun. Þá eru dýrin látin hanga og þau sett í frystiklefa.visir/stefánÞó líkurnar á því að menn fái dýr séu um 50 prósent, í heildina tekið, er ekki þar öll sagan sögð. „Þetta eru 389 tarfar og 1061 kýr sem eru til skiptanna. Þar af eru 40 kýr á svæði átta, sem miðar við nóvemberveiðar,“ segir Bjarni. Og misjafn er hversu eftirsótt svæðin eru og fleiri eru um tarfana. Þar með minnka líkurnar eða aukast í samræmi við það um hvað er sótt. Bjarni telur að svæði 1 og 2 séu eftirsóttust. Talið er að þau séu þægilegri en önnur svæði þar sem um er að ræða mikið fjalllendi. „Á svæði átta, til dæmis, þurfa menn að vera í ansi góðu líkamlegu formi,“ segir Bjarni. Reyndar á það við um öll svæðin. Þá er jafnskiptaregla svokölluð er í gildi, hafi menn ekki fengið dýr lengi færast þeir upp lista og sitja fyrir á biðlista. Algengt er að menn vitji ekki leyfa sinna sem gerir skipulagningu erfiða. Veiðitími tarfa er frá 1. ágúst til og með 15. september, en þó getur Umhverfisstofnun heimilað veiðar á törfum frá og með 15. júlí. Veiðitími kúa er frá 1. ágúst til 20. september.
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira