Dæmdur fjárkúgari lagði Landsbankann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2018 10:45 G.T. Samsteypan tók 13 milljóna króna lán frá Landsbankanum árið 2006. Um var að ræða svokallað fjölmyntalán. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að skuld tveggja manna við Landsbankann vegna láns sem tekið var í janúar 2006 sé fyrnd. Nafnarnir, Guðmundur Tryggvi Ásbergsson og Guðmundur Tryggvi Sigurðsson, gengust í sjálfskuldarábyrgð á 13 milljóna króna lánum fyrir G.T. samsteypuna sem samkvæmt upplýsingum af vef ríkisskattstjóra sérhæfði sig í smásölu á íþrótta- og tómstundabúnaði í sérverslunum. Um var að ræða fjölmyntalán til átján mánaða þar sem vexti skyldi greiða á sex mánaða fresti og upphæðina í heild að átján mánuðum liðnum. Lánið var ekki greitt á umsömdum gjalddaga og gerðu Landsbankinn og G.T. samsteypan endurtekið með sér viðauka þar sem greiðslu lánsins var frestað, allt til ársins 2010. Gjaldþrota árið 2013 Um það leyti voru komin upp dómsmál varðandi sambærilega lánssamninga er vörðuðu gengistryggingu. Í kjölfar dóma var lánið endurreiknað en það hafði þá verið komið í 39 milljónir króna. Eftir endurreikning stóð það í rúmri 21 milljón króna. G.T. samsteypan var tekin til gjaldþrotaskipta í janúar 2013. Landsbankinn gerði kröfu í þrotabúið en engar eignir fundust í búinu. Í kjölfar frekari dóma er vörðuðu lánssamninga með gengistryggingu var lánið enn á ný endurreiknað og skuld nafnanna metin tæplega 16 milljón krónur sem er sú upphæð sem reynt var að innheimta árið 2014. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að lán nafnanna hefði verið fyrnd á þeim tíma sem Landsbankinn stefndi þeim árið 2014. Lokagjalddagi lánsins samkvæmt síðasta samningsviðauka var í mars 2010. Lögum samkvæmt fyrnist krafa Landsbankans á grundvelli ábyrgðaryfirlýsingar á fjórum árum frá því krafan varð gjaldkræf, í mars 2010. Var hún því fyrnd þegar innheimtuaðgerðir hófust árið 2014. Sömuleiðis þegar stefnt var í málinu 2017. Voru nafnarnir því sýknaðir af kröfum Landsbankans sem hefur nú frest til að ákveða hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar. Hótaði hjónum dauða Guðmundur Tryggvi Ásbergsson hefur komist í fréttirnar undanfarin ár af ýmsum sökum. Sumarið 2015 vildi hann aðili kaupa rúmlega hundrað íbúðir í eigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar. Bauð hann hálfan milljarð í íbúðirnar en tilboðinu var hafnað af Ísafjarðarbæ. Þá hlaut Guðmundur Tryggvi í árslok 2014 árs fangelsisdóm, að mestu skilorðsbundinn, fyrir að reyna að kúga hundrað milljónir króna af hjónum á Ísafirði. Hótaði hann hjónunum líkamlegu ofbeldi og dauða í bréfi sem hann sendi hjónunum. Neytendur Tengdar fréttir Maðurinn sem vill kaupa íbúðir Ísafjarðarbæjar hlaut dóm í fyrra fyrir tilraun til fjárkúgunar Reyndi að kúga 100 milljónir af hjónum á Ísafirði. 16. júlí 2015 12:05 Ætla að klára mestallan endurreikning fyrir áramót Landsbankinn er byrjaður að endurreikna ólögmæt gengislán, í kjölfar dóms Hæstaréttar frá því í lok maí. 15. júní 2013 10:00 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að skuld tveggja manna við Landsbankann vegna láns sem tekið var í janúar 2006 sé fyrnd. Nafnarnir, Guðmundur Tryggvi Ásbergsson og Guðmundur Tryggvi Sigurðsson, gengust í sjálfskuldarábyrgð á 13 milljóna króna lánum fyrir G.T. samsteypuna sem samkvæmt upplýsingum af vef ríkisskattstjóra sérhæfði sig í smásölu á íþrótta- og tómstundabúnaði í sérverslunum. Um var að ræða fjölmyntalán til átján mánaða þar sem vexti skyldi greiða á sex mánaða fresti og upphæðina í heild að átján mánuðum liðnum. Lánið var ekki greitt á umsömdum gjalddaga og gerðu Landsbankinn og G.T. samsteypan endurtekið með sér viðauka þar sem greiðslu lánsins var frestað, allt til ársins 2010. Gjaldþrota árið 2013 Um það leyti voru komin upp dómsmál varðandi sambærilega lánssamninga er vörðuðu gengistryggingu. Í kjölfar dóma var lánið endurreiknað en það hafði þá verið komið í 39 milljónir króna. Eftir endurreikning stóð það í rúmri 21 milljón króna. G.T. samsteypan var tekin til gjaldþrotaskipta í janúar 2013. Landsbankinn gerði kröfu í þrotabúið en engar eignir fundust í búinu. Í kjölfar frekari dóma er vörðuðu lánssamninga með gengistryggingu var lánið enn á ný endurreiknað og skuld nafnanna metin tæplega 16 milljón krónur sem er sú upphæð sem reynt var að innheimta árið 2014. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að lán nafnanna hefði verið fyrnd á þeim tíma sem Landsbankinn stefndi þeim árið 2014. Lokagjalddagi lánsins samkvæmt síðasta samningsviðauka var í mars 2010. Lögum samkvæmt fyrnist krafa Landsbankans á grundvelli ábyrgðaryfirlýsingar á fjórum árum frá því krafan varð gjaldkræf, í mars 2010. Var hún því fyrnd þegar innheimtuaðgerðir hófust árið 2014. Sömuleiðis þegar stefnt var í málinu 2017. Voru nafnarnir því sýknaðir af kröfum Landsbankans sem hefur nú frest til að ákveða hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar. Hótaði hjónum dauða Guðmundur Tryggvi Ásbergsson hefur komist í fréttirnar undanfarin ár af ýmsum sökum. Sumarið 2015 vildi hann aðili kaupa rúmlega hundrað íbúðir í eigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar. Bauð hann hálfan milljarð í íbúðirnar en tilboðinu var hafnað af Ísafjarðarbæ. Þá hlaut Guðmundur Tryggvi í árslok 2014 árs fangelsisdóm, að mestu skilorðsbundinn, fyrir að reyna að kúga hundrað milljónir króna af hjónum á Ísafirði. Hótaði hann hjónunum líkamlegu ofbeldi og dauða í bréfi sem hann sendi hjónunum.
Neytendur Tengdar fréttir Maðurinn sem vill kaupa íbúðir Ísafjarðarbæjar hlaut dóm í fyrra fyrir tilraun til fjárkúgunar Reyndi að kúga 100 milljónir af hjónum á Ísafirði. 16. júlí 2015 12:05 Ætla að klára mestallan endurreikning fyrir áramót Landsbankinn er byrjaður að endurreikna ólögmæt gengislán, í kjölfar dóms Hæstaréttar frá því í lok maí. 15. júní 2013 10:00 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Maðurinn sem vill kaupa íbúðir Ísafjarðarbæjar hlaut dóm í fyrra fyrir tilraun til fjárkúgunar Reyndi að kúga 100 milljónir af hjónum á Ísafirði. 16. júlí 2015 12:05
Ætla að klára mestallan endurreikning fyrir áramót Landsbankinn er byrjaður að endurreikna ólögmæt gengislán, í kjölfar dóms Hæstaréttar frá því í lok maí. 15. júní 2013 10:00