Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. febrúar 2018 06:00 Sigmundur Davíð og félagar hans í efnahags- og viðskiptanefnd á fundi nefndarinnar í gær. VÍSIR/ERNIR „Það sem er að gerast núna er að stjórnvöld eru að missa tökin á stöðunni og vogunarsjóðirnir eru aftur að ná undirtökunum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um sölu ríkisins á þrettán prósenta eignarhlut sínum í Arion banka. Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. Samningurinn var gerður á haustmánuðum 2009 og kveður á um kauprétt á hlutnum. Kaupverðið er fyrirfram ákveðið, 23,4 milljarðar króna. Kaupréttarheimildin rennur út á morgun. Í bréfi Bankasýslu ríkisins til fjármálaráðherra kemur fram að stofnunin telji kaupréttarverðið ásættanlegt í öllum samanburði. Efnahags- og viðskiptanefnd þingsins fundaði í gær vegna sölunnar. Nefndarmenn fengu á fundinum aðgang að upplýsingum sem varða stöðugleikaframlög og stöðugleikaskilyrði. „Það er ekki of seint að grípa hér inn í en það er erfiðara og óhagkvæmara en ef það hefði verið gert fyrr. Það sem er verst í þessu máli er að erlendir vogunarsjóðir verða ráðandi í stærsta banka landsins, kerfislega mjög mikilvægum banka, og geta farið með hann á þann hátt sem þeir vilja,“ segir Sigmundur. Sigmundur segir að ef vegferð ríkisstjórnar hans hefði verið fram haldið hefði kauprétturinn sennilega fallið dauður niður. Aðstæður þá hefðu verið á þann veg að það hefði ekki verið eftirsóknarvert. „Ef ríkið hefði nýtt forkaupsrétt sinn á fyrri stigum hefði þessi staða ekki komið upp. Tímasetningin nú vekur einnig athygli með hliðsjón af ákvörðunum um arðgreiðslur. Mun ríkið fá sína hlutdeild í þeim?“ spyr Sigmundur að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15 Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29 Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
„Það sem er að gerast núna er að stjórnvöld eru að missa tökin á stöðunni og vogunarsjóðirnir eru aftur að ná undirtökunum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um sölu ríkisins á þrettán prósenta eignarhlut sínum í Arion banka. Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. Samningurinn var gerður á haustmánuðum 2009 og kveður á um kauprétt á hlutnum. Kaupverðið er fyrirfram ákveðið, 23,4 milljarðar króna. Kaupréttarheimildin rennur út á morgun. Í bréfi Bankasýslu ríkisins til fjármálaráðherra kemur fram að stofnunin telji kaupréttarverðið ásættanlegt í öllum samanburði. Efnahags- og viðskiptanefnd þingsins fundaði í gær vegna sölunnar. Nefndarmenn fengu á fundinum aðgang að upplýsingum sem varða stöðugleikaframlög og stöðugleikaskilyrði. „Það er ekki of seint að grípa hér inn í en það er erfiðara og óhagkvæmara en ef það hefði verið gert fyrr. Það sem er verst í þessu máli er að erlendir vogunarsjóðir verða ráðandi í stærsta banka landsins, kerfislega mjög mikilvægum banka, og geta farið með hann á þann hátt sem þeir vilja,“ segir Sigmundur. Sigmundur segir að ef vegferð ríkisstjórnar hans hefði verið fram haldið hefði kauprétturinn sennilega fallið dauður niður. Aðstæður þá hefðu verið á þann veg að það hefði ekki verið eftirsóknarvert. „Ef ríkið hefði nýtt forkaupsrétt sinn á fyrri stigum hefði þessi staða ekki komið upp. Tímasetningin nú vekur einnig athygli með hliðsjón af ákvörðunum um arðgreiðslur. Mun ríkið fá sína hlutdeild í þeim?“ spyr Sigmundur að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15 Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29 Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15
Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29
Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02