Upphitun: Stórleikur á Old Trafford Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. mars 2018 06:00 Dagurinn í dag er enginn venjulegur laugardagur í enska boltanum. Strax í fyrsta leik dagsins er boðið upp á einn stærsta leik hvers tímabils, viðureign erkifjendanna í Manchester United og Liverpool. Liðin hafa eldað grátt silfur í áratugi og er lítið um ástir þar á milli. Leikurinn í ár er einstaklega stór þar sem þessi lið eru í harðri baráttu um annað sætið í deildinni. Fyrri leikur liðanna í vetur endaði með markalausu jafntefli á Anfield þar sem Jose Mourinho var mikið gagnrýndur fyrir að „leggja rútunni“ og spila of varnarsinnaðan leik.Gylfi Þór Sigurðssonvísir/gettyGylfi Þór Sigurðsson verður í eldlínunni í liði Everton sem fær nýliða Brighton í heimsókn á Goodison Park. Everton hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum í röð, sem voru báðir útileikir. Menn Sam Allardyce hafa ekki tapað átta af síðustu níu heimaleikjum sínum, eini tapleikurinn kom gegn Manchester United á Nýársdag. Brighton kemur inn í þennan leik með 2-1 sigur á Arsenal í síðasta leik sem skilaði nýliðunum upp fyrir Everton í töflunni í 10. sætið, en bæði lið eru með 34 stig að loknum 29 umferðum. Mávarnir hafa ekki tapað leik í úrvalsdeildinni í síðustu fimm leikjum. Þeir hafa hins vegar ekki haldið hreinu á þessu ári. Það hefur Everton ekki heldur og því ætti að vera næsta öruggt að það verða mörk í þessum leik. Jóhann Berg Guðmundsson fer með liðsfélögum sínum í Burnley niður til Lundúna þar sem liðið mætir á Ludnúnaleikvanginn í heimsókn til West Ham. Burnley hafði farið 11 leiki í deildinni án sigurs þar til Everton mætti í heimsókn á Turf Moor í síðustu umferð og lærisveinar Sean Dyche náðu loks að knýja fram sigur. Þeir mæta West Ham liði sem hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum 4-1.Jóhann Berg Guðmundsson hefur verið frábær í liði Burnley undan farna leikivísir/gettyMeð sigrnum í síðustu umferð náði Burnley í 40 stig í deildinni, þessari töfratölu sem á að tryggja að fall sé ómögulegt. Liðið er hins vegar aðeins 13 stigum frá fallsæti þegar átta umferðir eru eftir svo allt er enn mögulegt, þó það yrði hreint ótrúlegt ef þeir féllu úr þessu. West Ham hins vegar er enn í bullandi fallbaráttu. Liðið er í 14. sæti, jafnt Swansea í 13. og Huddersfield í 15. að stigum og aðeins þremur stigum frá fallsætinu. Í lokaleik dagsins mætir Roy Hodgson með lærisveina sína í Crystal Palace til Antonio Conte og hans manna í Chelsea á Stamford Bridge. Chelsea þarf nauðsynlega á sigri að halda en Englandsmeistararnir eru fimm stigum frá Meistaradeildarsæti í fimmta sætinu. Ernirnir í Palace þurfa ekkert minna á sigrinum að halda en þeir eru í 18. sæti með 27 stig líkt og Stoke í 19. sætinu. Þeir hafa hins vegar ekki unnið leik síðan 13. janúar þegar Burnley mætti á Selhurst Park. Þeir geta þó hugsað sér gott til glóðarinnar því eftir hörmulega byrjun á tímabilinu þar sem liðið hafði ekki skorað mark í fyrstu sjö leikjum sínum þá skoruðu þeir fyrstu mörkin sín og náðu í fyrsta sigur vetrarins þegar þessi lið mættust á Selhurst Park í október.Leikir dagsins: 12:30 Manchester United - Liverpool, í beinni á Stöð 2 Sport 15:00 Everton - Brighton, í beinni á Stöð 2 Sport 15:00 Huddersfield - Swansea 15:00 Newcastle - Southampton 15:00 West Bromwich Albion - Leicester 15:00 West Ham - Burnley 17:30 Chelsea - Crystal Palace, í beinni á Stöð 2 Sport Enski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Chelsea - West Ham | Bæði lið í stuði Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Sjá meira
Dagurinn í dag er enginn venjulegur laugardagur í enska boltanum. Strax í fyrsta leik dagsins er boðið upp á einn stærsta leik hvers tímabils, viðureign erkifjendanna í Manchester United og Liverpool. Liðin hafa eldað grátt silfur í áratugi og er lítið um ástir þar á milli. Leikurinn í ár er einstaklega stór þar sem þessi lið eru í harðri baráttu um annað sætið í deildinni. Fyrri leikur liðanna í vetur endaði með markalausu jafntefli á Anfield þar sem Jose Mourinho var mikið gagnrýndur fyrir að „leggja rútunni“ og spila of varnarsinnaðan leik.Gylfi Þór Sigurðssonvísir/gettyGylfi Þór Sigurðsson verður í eldlínunni í liði Everton sem fær nýliða Brighton í heimsókn á Goodison Park. Everton hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum í röð, sem voru báðir útileikir. Menn Sam Allardyce hafa ekki tapað átta af síðustu níu heimaleikjum sínum, eini tapleikurinn kom gegn Manchester United á Nýársdag. Brighton kemur inn í þennan leik með 2-1 sigur á Arsenal í síðasta leik sem skilaði nýliðunum upp fyrir Everton í töflunni í 10. sætið, en bæði lið eru með 34 stig að loknum 29 umferðum. Mávarnir hafa ekki tapað leik í úrvalsdeildinni í síðustu fimm leikjum. Þeir hafa hins vegar ekki haldið hreinu á þessu ári. Það hefur Everton ekki heldur og því ætti að vera næsta öruggt að það verða mörk í þessum leik. Jóhann Berg Guðmundsson fer með liðsfélögum sínum í Burnley niður til Lundúna þar sem liðið mætir á Ludnúnaleikvanginn í heimsókn til West Ham. Burnley hafði farið 11 leiki í deildinni án sigurs þar til Everton mætti í heimsókn á Turf Moor í síðustu umferð og lærisveinar Sean Dyche náðu loks að knýja fram sigur. Þeir mæta West Ham liði sem hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum 4-1.Jóhann Berg Guðmundsson hefur verið frábær í liði Burnley undan farna leikivísir/gettyMeð sigrnum í síðustu umferð náði Burnley í 40 stig í deildinni, þessari töfratölu sem á að tryggja að fall sé ómögulegt. Liðið er hins vegar aðeins 13 stigum frá fallsæti þegar átta umferðir eru eftir svo allt er enn mögulegt, þó það yrði hreint ótrúlegt ef þeir féllu úr þessu. West Ham hins vegar er enn í bullandi fallbaráttu. Liðið er í 14. sæti, jafnt Swansea í 13. og Huddersfield í 15. að stigum og aðeins þremur stigum frá fallsætinu. Í lokaleik dagsins mætir Roy Hodgson með lærisveina sína í Crystal Palace til Antonio Conte og hans manna í Chelsea á Stamford Bridge. Chelsea þarf nauðsynlega á sigri að halda en Englandsmeistararnir eru fimm stigum frá Meistaradeildarsæti í fimmta sætinu. Ernirnir í Palace þurfa ekkert minna á sigrinum að halda en þeir eru í 18. sæti með 27 stig líkt og Stoke í 19. sætinu. Þeir hafa hins vegar ekki unnið leik síðan 13. janúar þegar Burnley mætti á Selhurst Park. Þeir geta þó hugsað sér gott til glóðarinnar því eftir hörmulega byrjun á tímabilinu þar sem liðið hafði ekki skorað mark í fyrstu sjö leikjum sínum þá skoruðu þeir fyrstu mörkin sín og náðu í fyrsta sigur vetrarins þegar þessi lið mættust á Selhurst Park í október.Leikir dagsins: 12:30 Manchester United - Liverpool, í beinni á Stöð 2 Sport 15:00 Everton - Brighton, í beinni á Stöð 2 Sport 15:00 Huddersfield - Swansea 15:00 Newcastle - Southampton 15:00 West Bromwich Albion - Leicester 15:00 West Ham - Burnley 17:30 Chelsea - Crystal Palace, í beinni á Stöð 2 Sport
Enski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Chelsea - West Ham | Bæði lið í stuði Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Sjá meira