Var að selja krakk en komst inn í NBA-deildina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. mars 2018 22:00 Francis segir sínum mönnum í Rockets til. vísir/getty Fyrrum NBA-stjarnan Steve Francis var sjálfur hissa á því að hafa komist í NBA-deildina á sínum tíma enda var hann krakksali nokkrum árum áður en hann komst í deildina. Francis kom inn í deildina árið 1999 og sló í gegn hjá Houston Rockets. Þar var hann í fimm ár áður en hann fór til Orlando og NY Knicks. Hann tók svo eitt lokaár hjá Rockets tímabilið 2007-08 áður en hann hætti í boltanum. Hann reif reyndar skóna fram árið 2010 til þess að spila í Kína og næla sér í smá pening í leiðinni. „Ég gleymi aldrei að vera í flugvélinni með Rockets og Hakeem Olajuwon segir við mig að við séum að fara að versla kasmír-jakkaföt saman. Ég var líka að fara að spila við Gary Payton. Fjórum árum áður stóð ég á götuhorni að selja krakk,“ sagði Francis í flottri opinberun við Players Tribune þar sem leikmenn stíga fram og segja magnaða sögu sína. Francis er alinn upp í Washington D.C. á þeim tíma sem allir voru á krakki. Faðir hans sat í fangelsi og móðir hans var látin. Það var því bara gatan sem beið hans. „Krakkið eyðilagði samfélagið okkar. Þetta var eins og plága. Ég horfði á það, upplifði það og seldi það.“Francis er hann kom til Kína til þess að klára ferilinn. Frekar lifaður.vísir/gettyHann var ekki eins mikið í körfubolta og aðrir. Spilaði varla í framhaldsskóla og komst svo inn í lítinn skóla í Texas. Þar sá Maryland hann spila og tók hann yfir. Það endaði með því að Francis fór annar í nýliðavalinu árið 1999. „18 ára gamall er ég að selja dóp út á götuhorni og það er verið að ræna mig og beina að mér byssum. 22 ára er ég svo kominn í NBA-deildina,“ sagði Francis sem sló strax í gegn og var valinn nýliði ársins í deildinni. Eftir nokkur góð ár hjá Rockets var Francis skipt til Orlando Magic fyrir Tracy McGrady árið 2004. Tveimur árum síðar var hann sendur til NY Knicks fyrir Penny Hardaway. Fljótlega eftir það var eins og Francis hefði horfið af yfirborði jarðar. „Ég veit að margir voru að spyrja hvað í fjandanum hefði orðið um Steve Francis? Það var samt erfitt að lesa tómt bull á netinu um að ég væri farinn í krakkið. Ég seldi krakk en ég notaði það aldrei,“ segir Francis. „Ég var aftur að móti að drekka mjög mikið. Það getur verið jafn slæmt. Ég týndi mér í ruglinu en fór svo í meðferð.“ NBA Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira
Fyrrum NBA-stjarnan Steve Francis var sjálfur hissa á því að hafa komist í NBA-deildina á sínum tíma enda var hann krakksali nokkrum árum áður en hann komst í deildina. Francis kom inn í deildina árið 1999 og sló í gegn hjá Houston Rockets. Þar var hann í fimm ár áður en hann fór til Orlando og NY Knicks. Hann tók svo eitt lokaár hjá Rockets tímabilið 2007-08 áður en hann hætti í boltanum. Hann reif reyndar skóna fram árið 2010 til þess að spila í Kína og næla sér í smá pening í leiðinni. „Ég gleymi aldrei að vera í flugvélinni með Rockets og Hakeem Olajuwon segir við mig að við séum að fara að versla kasmír-jakkaföt saman. Ég var líka að fara að spila við Gary Payton. Fjórum árum áður stóð ég á götuhorni að selja krakk,“ sagði Francis í flottri opinberun við Players Tribune þar sem leikmenn stíga fram og segja magnaða sögu sína. Francis er alinn upp í Washington D.C. á þeim tíma sem allir voru á krakki. Faðir hans sat í fangelsi og móðir hans var látin. Það var því bara gatan sem beið hans. „Krakkið eyðilagði samfélagið okkar. Þetta var eins og plága. Ég horfði á það, upplifði það og seldi það.“Francis er hann kom til Kína til þess að klára ferilinn. Frekar lifaður.vísir/gettyHann var ekki eins mikið í körfubolta og aðrir. Spilaði varla í framhaldsskóla og komst svo inn í lítinn skóla í Texas. Þar sá Maryland hann spila og tók hann yfir. Það endaði með því að Francis fór annar í nýliðavalinu árið 1999. „18 ára gamall er ég að selja dóp út á götuhorni og það er verið að ræna mig og beina að mér byssum. 22 ára er ég svo kominn í NBA-deildina,“ sagði Francis sem sló strax í gegn og var valinn nýliði ársins í deildinni. Eftir nokkur góð ár hjá Rockets var Francis skipt til Orlando Magic fyrir Tracy McGrady árið 2004. Tveimur árum síðar var hann sendur til NY Knicks fyrir Penny Hardaway. Fljótlega eftir það var eins og Francis hefði horfið af yfirborði jarðar. „Ég veit að margir voru að spyrja hvað í fjandanum hefði orðið um Steve Francis? Það var samt erfitt að lesa tómt bull á netinu um að ég væri farinn í krakkið. Ég seldi krakk en ég notaði það aldrei,“ segir Francis. „Ég var aftur að móti að drekka mjög mikið. Það getur verið jafn slæmt. Ég týndi mér í ruglinu en fór svo í meðferð.“
NBA Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira