„Leitaðu þér hjálpar og nýttu þér öll þau úrræði sem bjóðast“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. mars 2018 15:15 Hrefna Huld Jóhannesdóttir fyrrum landsliðskona í fótbolta lagði skóna á hilluna vegna geðklofa. MYND/SVANHILDUR GRÉTA KRISTJÁNSDÓTTIR Hrefna Huld Jóhannesdóttir fyrrum landsliðskona í fótbolta fór að finna fyrir einkennum geðklofa árið 2008. Hún á farsælan fótboltaferil að baki með landsliðinu, var atvinnumaður í Noregi og er sjötta markahæsta knattspyrnukona efstu deildar á Íslandi frá upphafi. Eftir að hún fór að heyra raddir og upplifa mikið svefnleysi, hætti hún fljótlega í fótbolta. Hún segir frá geðklofanum, fordómunum sem hún finnur fyrir og líðan sinni í dag í viðtali sem er hluti af geðfræðsluátakinu #HUGUÐ. „Ég svaf ekki í marga daga og vissi að það væri ekki allt með felldu. Mér leið mjög illa og ég skammaðist mín. Ég var heppilega mjög fljót að átta mig á því að ég þyrfti að gera eitthvað í málinu. Það er mjög persónubundið hvernig sjúkdómurinn birtist og því engin ein ákveðin birtingarmynd af geðklofa.“ Upplifir fordóma vegna veikindanna Hrefna Huld fór í fyrsta skiptið á geðdeild árið 2009 og var greind með geðklofa í kjölfarið. Í gegnum árin hefur hún oft leitað á geðdeild að eigin frumkvæði. Yfirleitt er það vegna raddanna sem hún heyrir og svefnleysinu sem því fylgir. „Ég hafði ekki orku í venjulegan dag og átti erfitt með að sjá um sjálfa mig og koma mér fram úr rúminu. Það er kannski eitthvað sem ekki allir skilja, hvernig það er að hafa hreinlega ekki orku í að takast á við nýjan dag.“ Aðspurð segist hún finna fyrir fordómum í garð veikinda sinna og að samfélagið þurfi að sætta sig við að við séum ekki öll eins. „Það eru gríðarlegir fordómar í samfélaginu, fólk forðast þig og er hrætt við þig. Þú ert ekki spurður um skoðun og öllum er sama um þitt álit, það telur ekki.“Getur ímyndað sér að byrja að þjálfa Hrefna Huld segir að það skipti máli að umkringja sig fólki sem talar ekki öðruvísi við þig þó þú sért með geðsjúkdóm. „Það er ótal mikið af fólki sem ber skömm af geðsjúkdómum sínum vegna þeirra fordóma sem það mætir. Það einangrar sig vegna hræðslu og þar liggur misskilningurinn. Það er ekki fylgifiskur andlegra veikinda að loka sig af heldur óttinn við viðbrögð annarra. Við verðum að geta rætt þessi málefni opinskátt.“ Í dag er Hrefna öryrki og hefur verið síðastliðin 10 ár. „Það kennir þér að vera sjálfum þér nóg og þú kynnist sjálfum þér á nýjan hátt. Þú lærir að þurfa ekki að vera alltaf í kringum alla eða í öllu. Það versta eru líklegast fordómarnir sem öryrkjar mæta.“ Hrefna Huld býr í Danmörku með fjölskyldu sinni og hún segir að Íslendingar séu með meiri fordóma gagnvart öryrkjum en Danir. Það tók tíma fyrir Hrefnu að taka veikindin í sátt en í dag er hún bjartsýn á framtíðina. „Ég hef verið að æfa á fullu og get ímyndað mér að fara að þjálfa eða vinna aftur. Ég hef aldrei verið betri andlega og líður vel. Ef ég á að ráðleggja einhverjum í sömu sporum þá get ég sagt það koma alltaf betri tímar. Leitaðu þér hjálpar og nýttu þér öll þau úrræði sem bjóðast.“Viðtalið við Hrefnu Huld má lesa í heild sinni sinni á nýrri vefsíðu geðfræðslufélagsins Hugrúnar, www.gedfraedsla.is. Fyrirsögn á greininni var breytt 12. mars. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vala Kristín opnar sig um átröskun, þunglyndi og kvíða Leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir tekur þátt í herferðinni #HUGUÐ. 8. mars 2018 09:00 Brjóta niður skaðlegar staðalímyndir um geðsjúkdóma Sjö einstaklingar taka þátt í nýrri herferð á vegum geðfræðslufélagsins Hugrúnar. 7. mars 2018 20:15 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Hrefna Huld Jóhannesdóttir fyrrum landsliðskona í fótbolta fór að finna fyrir einkennum geðklofa árið 2008. Hún á farsælan fótboltaferil að baki með landsliðinu, var atvinnumaður í Noregi og er sjötta markahæsta knattspyrnukona efstu deildar á Íslandi frá upphafi. Eftir að hún fór að heyra raddir og upplifa mikið svefnleysi, hætti hún fljótlega í fótbolta. Hún segir frá geðklofanum, fordómunum sem hún finnur fyrir og líðan sinni í dag í viðtali sem er hluti af geðfræðsluátakinu #HUGUÐ. „Ég svaf ekki í marga daga og vissi að það væri ekki allt með felldu. Mér leið mjög illa og ég skammaðist mín. Ég var heppilega mjög fljót að átta mig á því að ég þyrfti að gera eitthvað í málinu. Það er mjög persónubundið hvernig sjúkdómurinn birtist og því engin ein ákveðin birtingarmynd af geðklofa.“ Upplifir fordóma vegna veikindanna Hrefna Huld fór í fyrsta skiptið á geðdeild árið 2009 og var greind með geðklofa í kjölfarið. Í gegnum árin hefur hún oft leitað á geðdeild að eigin frumkvæði. Yfirleitt er það vegna raddanna sem hún heyrir og svefnleysinu sem því fylgir. „Ég hafði ekki orku í venjulegan dag og átti erfitt með að sjá um sjálfa mig og koma mér fram úr rúminu. Það er kannski eitthvað sem ekki allir skilja, hvernig það er að hafa hreinlega ekki orku í að takast á við nýjan dag.“ Aðspurð segist hún finna fyrir fordómum í garð veikinda sinna og að samfélagið þurfi að sætta sig við að við séum ekki öll eins. „Það eru gríðarlegir fordómar í samfélaginu, fólk forðast þig og er hrætt við þig. Þú ert ekki spurður um skoðun og öllum er sama um þitt álit, það telur ekki.“Getur ímyndað sér að byrja að þjálfa Hrefna Huld segir að það skipti máli að umkringja sig fólki sem talar ekki öðruvísi við þig þó þú sért með geðsjúkdóm. „Það er ótal mikið af fólki sem ber skömm af geðsjúkdómum sínum vegna þeirra fordóma sem það mætir. Það einangrar sig vegna hræðslu og þar liggur misskilningurinn. Það er ekki fylgifiskur andlegra veikinda að loka sig af heldur óttinn við viðbrögð annarra. Við verðum að geta rætt þessi málefni opinskátt.“ Í dag er Hrefna öryrki og hefur verið síðastliðin 10 ár. „Það kennir þér að vera sjálfum þér nóg og þú kynnist sjálfum þér á nýjan hátt. Þú lærir að þurfa ekki að vera alltaf í kringum alla eða í öllu. Það versta eru líklegast fordómarnir sem öryrkjar mæta.“ Hrefna Huld býr í Danmörku með fjölskyldu sinni og hún segir að Íslendingar séu með meiri fordóma gagnvart öryrkjum en Danir. Það tók tíma fyrir Hrefnu að taka veikindin í sátt en í dag er hún bjartsýn á framtíðina. „Ég hef verið að æfa á fullu og get ímyndað mér að fara að þjálfa eða vinna aftur. Ég hef aldrei verið betri andlega og líður vel. Ef ég á að ráðleggja einhverjum í sömu sporum þá get ég sagt það koma alltaf betri tímar. Leitaðu þér hjálpar og nýttu þér öll þau úrræði sem bjóðast.“Viðtalið við Hrefnu Huld má lesa í heild sinni sinni á nýrri vefsíðu geðfræðslufélagsins Hugrúnar, www.gedfraedsla.is. Fyrirsögn á greininni var breytt 12. mars.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vala Kristín opnar sig um átröskun, þunglyndi og kvíða Leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir tekur þátt í herferðinni #HUGUÐ. 8. mars 2018 09:00 Brjóta niður skaðlegar staðalímyndir um geðsjúkdóma Sjö einstaklingar taka þátt í nýrri herferð á vegum geðfræðslufélagsins Hugrúnar. 7. mars 2018 20:15 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Vala Kristín opnar sig um átröskun, þunglyndi og kvíða Leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir tekur þátt í herferðinni #HUGUÐ. 8. mars 2018 09:00
Brjóta niður skaðlegar staðalímyndir um geðsjúkdóma Sjö einstaklingar taka þátt í nýrri herferð á vegum geðfræðslufélagsins Hugrúnar. 7. mars 2018 20:15