Neita að auglýsa lausar sendiherrastöður Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. mars 2018 08:00 Endurskoðun laga um utanríkisþjónustuna stendur fyrir dyrum í ráðuneyti Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. VÍSIR/VILHELM Utanríkisráðuneytið er ósammála Ríkisendurskoðun um nauðsyn þess að stöður sendiherra séu auglýstar. Ríkisendurskoðun beindi þeim tilmælum til ráðuneytisins, í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar, árið 2015 að það beitti sér fyrir að felld yrði úr gildi undanþága fyrir utanríkisþjónustuna frá almennri skyldu hins opinbera til að auglýsa laus embætti. Í svari ráðuneytisins er tilmælum stofnunarinnar mótmælt meðal annars með þeim rökum að Alþingi hafi ekki talið rétt að afnema undanþáguna. Þetta kemur fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar sem birt var á vef hennar í gær. „Vilji Alþingis hefur aldrei komið fram í þessu máli,“ segir Guðmundur Steingrímsson, sem lagði tvívegis fram frumvarp um brottfall undanþágunnar í þingmannstíð sinni. Málið komst aldrei úr nefnd og fór aldrei í atkvæðagreiðslu. Það er bara mælikvarði á tímaskort í þinginu og lýsir örlögum margra þingmannamála, en það er enginn mælikvarði á vilja Alþingis enda ekki hægt að halda því fram að hann hafi komið fram í málinu.“ Aðspurður segir Guðmundur það vera kröfu um faglega og opna stjórnsýslu sem ráðið hafi því að frumvarpið var lagt fram„Það hefur margoft kviknað umræða um skipun sendiherra og það er alveg óljóst í lögunum af hverju það á að vera einhver sérstök undanþága um sendiherra. Við hljótum að vilja fá hæfasta fólkið sem völ er á.“ Hann segir frumvarpið hafa gert ráð fyrir því að stöðurnar yrðu auglýstar með opnum hætti eins og hver önnur störf, en vísar til Norðurlandanna þar sem reglur um þessi efni eru breytilegar. „Það mætti vel sníða svona reglu að málefnalegum þörfum utanríkisþjónustunnar. Til dæmis ef menn vilja hafa einhvers konar framgangskerfi innan þjónustunnar en þá þarf að vera hægt að komast inn í það kerfi með einhverjum opnum hætti. Grunnreglan á að vera sú að það þarf að rökstyðja ákvarðanir og ráðningar og gefa fólki færi á að spreyta sig í umsóknarferli,“ segir Guðmundur og bætir við: „En það er svona eins og menn vilji hafa þetta eins og einhvers konar ráðstöfunarskúffu ráðherra sem ég held að hafi bara ekki skilað neitt sérstaklega góðri niðurstöðu.“ Heildarendurskoðun laga um utanríkisþjónustuna stendur fyrir dyrum og er frumvarp þess efnis boðað nú á vorþingi í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er brottfall umræddrar undanþágu frá auglýsingaskyldu ekki meðal helstu áhersluatriða frumvarpsins en vinnsla frumvarpsins standi þó enn yfir. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Utanríkisráðuneytið er ósammála Ríkisendurskoðun um nauðsyn þess að stöður sendiherra séu auglýstar. Ríkisendurskoðun beindi þeim tilmælum til ráðuneytisins, í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar, árið 2015 að það beitti sér fyrir að felld yrði úr gildi undanþága fyrir utanríkisþjónustuna frá almennri skyldu hins opinbera til að auglýsa laus embætti. Í svari ráðuneytisins er tilmælum stofnunarinnar mótmælt meðal annars með þeim rökum að Alþingi hafi ekki talið rétt að afnema undanþáguna. Þetta kemur fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar sem birt var á vef hennar í gær. „Vilji Alþingis hefur aldrei komið fram í þessu máli,“ segir Guðmundur Steingrímsson, sem lagði tvívegis fram frumvarp um brottfall undanþágunnar í þingmannstíð sinni. Málið komst aldrei úr nefnd og fór aldrei í atkvæðagreiðslu. Það er bara mælikvarði á tímaskort í þinginu og lýsir örlögum margra þingmannamála, en það er enginn mælikvarði á vilja Alþingis enda ekki hægt að halda því fram að hann hafi komið fram í málinu.“ Aðspurður segir Guðmundur það vera kröfu um faglega og opna stjórnsýslu sem ráðið hafi því að frumvarpið var lagt fram„Það hefur margoft kviknað umræða um skipun sendiherra og það er alveg óljóst í lögunum af hverju það á að vera einhver sérstök undanþága um sendiherra. Við hljótum að vilja fá hæfasta fólkið sem völ er á.“ Hann segir frumvarpið hafa gert ráð fyrir því að stöðurnar yrðu auglýstar með opnum hætti eins og hver önnur störf, en vísar til Norðurlandanna þar sem reglur um þessi efni eru breytilegar. „Það mætti vel sníða svona reglu að málefnalegum þörfum utanríkisþjónustunnar. Til dæmis ef menn vilja hafa einhvers konar framgangskerfi innan þjónustunnar en þá þarf að vera hægt að komast inn í það kerfi með einhverjum opnum hætti. Grunnreglan á að vera sú að það þarf að rökstyðja ákvarðanir og ráðningar og gefa fólki færi á að spreyta sig í umsóknarferli,“ segir Guðmundur og bætir við: „En það er svona eins og menn vilji hafa þetta eins og einhvers konar ráðstöfunarskúffu ráðherra sem ég held að hafi bara ekki skilað neitt sérstaklega góðri niðurstöðu.“ Heildarendurskoðun laga um utanríkisþjónustuna stendur fyrir dyrum og er frumvarp þess efnis boðað nú á vorþingi í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er brottfall umræddrar undanþágu frá auglýsingaskyldu ekki meðal helstu áhersluatriða frumvarpsins en vinnsla frumvarpsins standi þó enn yfir.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira