Fá sextán þúsund á tímann í kjararáði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. mars 2018 07:00 Jónas Þór Guðmundson, formaður kjararáðs. Kjararáð neitar að upplýsa um heildargreiðslur til meðlima ráðsins og þann fjölda vinnustunda sem liggja samanlagt að baki þeim. „Kjararáð hefur ekki tekið saman þær upplýsingar sem spurt er um í beiðni þinni. Umbeðnar upplýsingar liggja því ekki fyrir hjá ráðinu og ekki er skylt að útbúa ný skjöl eða gögn til að svo verði,“ segir í svari frá Önnu Hermannsdóttur, lögfræðingi og starfsmanni kjararáðs. Fréttablaðið hefur um nokkurt skeið reynt að kalla fram mynd af launakjörum þeirra er skipa kjararáð. Þann 19. desember síðastliðinn var óskað eftir afriti ákvarðana fjármálaráðherra síðustu tíu árin varðandi greiðslur til meðlima kjararáðs. Samkvæmt lögum ákvarðar ráðherra þær. Í svari fjármálaráðuneytisins 3. janúar síðastliðinn kemur fram að kjararáð hafi fengið þrjár hækkanir frá og með 2012. Sú fyrsta var í mars 2012 og miðaðist við „launaþróun opinberra starfsmanna frá fyrsta ársfjórðungi 2008“ samkvæmt ósk þáverandi formanns kjararáðs, Svanhildar Kaaber. Næst ákvað fjármálaráðherra þann 28. október 2016, daginn fyrir alþingiskosningar, að verða við ósk Jónasar Þórs Guðmundssonar, formanns kjararáðs, og hækka laun ráðsins „í samræmi við hækkun launavísitölu“ frá 1. apríl 2012. Þessi ákvörðun var afturvirk til 1. júní 2016. Rúmu ári síðar, 6. desember síðastliðinn, kom önnur hækkun til kjararáðs samkvæmt beiðni formannsins, aftur í samræmi við þróun launavísitölu frá fyrri hækkun. Þarna hækkuðu launin um 7,3 prósent á milli ára. Hækkunin var afturvirk til 1. ágúst. „Meðlimir kjararáðs fá greitt tímagjald fyrir setu á fundum að viðbættum samsvarandi tíma til undirbúnings. Tímagjaldið er nú 16.290 krónur í verktakagreiðslu. Að jafnaði er fundað einu sinni í viku,“ sagði í svari fjármálaráðuneytisins í janúar. Tímagjaldið var 10 þúsund krónur á fyrsta ársfjórðungi 2008 og hækkunin síðan hefur því verið 62,9 prósent. Sem fyrr segir hefur Fréttablaðið reynt að fá mynd af heildargreiðslum til meðlima kjararáðs en það hefur ekki tekist. Fjármálaráðuneytið vísaði um miðjan janúar fyrirspurn um það atriði til kjararáðs sem svaraði ekki því sem um var spurt en benti á fjárlög hvers árs fyrir sig. Þar megi „sjá þær fjárhæðir sem ætlaðar hafa verið til reksturs ráðsins hverju sinni“. Samkvæmt fjárlögum 2017 átti rekstur kjararáðs að kosta 41,2 milljónir króna á því ári. Kjararáð hafnaði því svo loks í gær sem fyrr segir að gefa upp samanlagðar greiðslur og tímafjölda meðlima ráðsins sem skipað er sex manns. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Greiðslur til borgarstjóra á pari við launakjör forsætisráðherra Talsverður munur er á kjörum borgarstjórnarfulltrúa eftir í hve mörgum nefndum og ráðum þeir sitja. Borgarstjóri er með fimmfalt hærri laun en sá launalægsti. 7. mars 2018 09:00 Kjararáð fékk launahækkun eftir að hafa beðið um hana Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. 7. mars 2018 15:33 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Kjararáð neitar að upplýsa um heildargreiðslur til meðlima ráðsins og þann fjölda vinnustunda sem liggja samanlagt að baki þeim. „Kjararáð hefur ekki tekið saman þær upplýsingar sem spurt er um í beiðni þinni. Umbeðnar upplýsingar liggja því ekki fyrir hjá ráðinu og ekki er skylt að útbúa ný skjöl eða gögn til að svo verði,“ segir í svari frá Önnu Hermannsdóttur, lögfræðingi og starfsmanni kjararáðs. Fréttablaðið hefur um nokkurt skeið reynt að kalla fram mynd af launakjörum þeirra er skipa kjararáð. Þann 19. desember síðastliðinn var óskað eftir afriti ákvarðana fjármálaráðherra síðustu tíu árin varðandi greiðslur til meðlima kjararáðs. Samkvæmt lögum ákvarðar ráðherra þær. Í svari fjármálaráðuneytisins 3. janúar síðastliðinn kemur fram að kjararáð hafi fengið þrjár hækkanir frá og með 2012. Sú fyrsta var í mars 2012 og miðaðist við „launaþróun opinberra starfsmanna frá fyrsta ársfjórðungi 2008“ samkvæmt ósk þáverandi formanns kjararáðs, Svanhildar Kaaber. Næst ákvað fjármálaráðherra þann 28. október 2016, daginn fyrir alþingiskosningar, að verða við ósk Jónasar Þórs Guðmundssonar, formanns kjararáðs, og hækka laun ráðsins „í samræmi við hækkun launavísitölu“ frá 1. apríl 2012. Þessi ákvörðun var afturvirk til 1. júní 2016. Rúmu ári síðar, 6. desember síðastliðinn, kom önnur hækkun til kjararáðs samkvæmt beiðni formannsins, aftur í samræmi við þróun launavísitölu frá fyrri hækkun. Þarna hækkuðu launin um 7,3 prósent á milli ára. Hækkunin var afturvirk til 1. ágúst. „Meðlimir kjararáðs fá greitt tímagjald fyrir setu á fundum að viðbættum samsvarandi tíma til undirbúnings. Tímagjaldið er nú 16.290 krónur í verktakagreiðslu. Að jafnaði er fundað einu sinni í viku,“ sagði í svari fjármálaráðuneytisins í janúar. Tímagjaldið var 10 þúsund krónur á fyrsta ársfjórðungi 2008 og hækkunin síðan hefur því verið 62,9 prósent. Sem fyrr segir hefur Fréttablaðið reynt að fá mynd af heildargreiðslum til meðlima kjararáðs en það hefur ekki tekist. Fjármálaráðuneytið vísaði um miðjan janúar fyrirspurn um það atriði til kjararáðs sem svaraði ekki því sem um var spurt en benti á fjárlög hvers árs fyrir sig. Þar megi „sjá þær fjárhæðir sem ætlaðar hafa verið til reksturs ráðsins hverju sinni“. Samkvæmt fjárlögum 2017 átti rekstur kjararáðs að kosta 41,2 milljónir króna á því ári. Kjararáð hafnaði því svo loks í gær sem fyrr segir að gefa upp samanlagðar greiðslur og tímafjölda meðlima ráðsins sem skipað er sex manns.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Greiðslur til borgarstjóra á pari við launakjör forsætisráðherra Talsverður munur er á kjörum borgarstjórnarfulltrúa eftir í hve mörgum nefndum og ráðum þeir sitja. Borgarstjóri er með fimmfalt hærri laun en sá launalægsti. 7. mars 2018 09:00 Kjararáð fékk launahækkun eftir að hafa beðið um hana Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. 7. mars 2018 15:33 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Greiðslur til borgarstjóra á pari við launakjör forsætisráðherra Talsverður munur er á kjörum borgarstjórnarfulltrúa eftir í hve mörgum nefndum og ráðum þeir sitja. Borgarstjóri er með fimmfalt hærri laun en sá launalægsti. 7. mars 2018 09:00
Kjararáð fékk launahækkun eftir að hafa beðið um hana Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. 7. mars 2018 15:33