Eina sem beið sérsveitarinnar á Ægisíðu var sofandi maður Birgir Olgeirsson skrifar 7. mars 2018 16:46 Frá aðgerðum sérsveitarinnar á Ægisíðu í morgun. Vísir/Egill „Þegar á öllu er á botninn hvolft snýst þetta um eina líkamsárás fyrr í nótt,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, um rannsókn á Ægisíðumálinu svokallaða þar sem sjö hafa verið handteknir. Jóhann Karl segir að kastast hafi í kekki á milli tveggja hópa í nótt. Einn á að hafa orðið fyrir líkamsárás á Grettisgötu vegna málsins en í Jóhann Karl segir það hafa undið upp á sig. „Og þeir töldu að það væri einhver frelsissvipting í gangi í einhverju húsi og einhver vopn,“ segir Jóhann Karl. Umrætt hús er á Ægisíðu þar sem aðgerðir lögreglu fóru fram í morgun. Fjöldi sérsveitarmanna mætti á vettvang vopnaðir skotvopnum þar sem tilkynning var tekin alvarlega og viðbúnaður því eftir því. Jóhann Karl segir hins vegar að í húsinu hafi engin vopn verið og enginn frelsissviptur. Hins vegar hafi þar verið einn karlmaður sem var sofandi. Jóhann Karl segir mennina marga hverja hafa verið í annarlegu ástandi eftir gleðskap. Sá var leiddur út í járnum af sérsveitarmönnum rétt um klukkan ellefu í morgun. Handtók lögreglan alls fjóra í tengslum við aðgerðirnar á Ægisíðu. Hún fór síðan á Grettisgötu þar sem þrír til viðbótar voru handteknir um hádegisbil í dag, þar á meðal sá sem á að bera ábyrgð á líkamsárásinni. „Þannig að eftir stendur í þessu máli þessi líkamsárás í nótt og fíkniefni sem fundust á flestum þeirra handteknu,“ segir Jóhann Karl en um var að ræða neysluskammta. Hann segir lögreglu hafa verið tilkynnt um skemmdarverk á bíl á Ægisíðu í morgun þar sem menn áttu að hafa notast við gangstéttarhellu. Jóhann Karl á von á því að flestum verði sleppt eftir yfirheyrslu í dag.
„Þegar á öllu er á botninn hvolft snýst þetta um eina líkamsárás fyrr í nótt,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, um rannsókn á Ægisíðumálinu svokallaða þar sem sjö hafa verið handteknir. Jóhann Karl segir að kastast hafi í kekki á milli tveggja hópa í nótt. Einn á að hafa orðið fyrir líkamsárás á Grettisgötu vegna málsins en í Jóhann Karl segir það hafa undið upp á sig. „Og þeir töldu að það væri einhver frelsissvipting í gangi í einhverju húsi og einhver vopn,“ segir Jóhann Karl. Umrætt hús er á Ægisíðu þar sem aðgerðir lögreglu fóru fram í morgun. Fjöldi sérsveitarmanna mætti á vettvang vopnaðir skotvopnum þar sem tilkynning var tekin alvarlega og viðbúnaður því eftir því. Jóhann Karl segir hins vegar að í húsinu hafi engin vopn verið og enginn frelsissviptur. Hins vegar hafi þar verið einn karlmaður sem var sofandi. Jóhann Karl segir mennina marga hverja hafa verið í annarlegu ástandi eftir gleðskap. Sá var leiddur út í járnum af sérsveitarmönnum rétt um klukkan ellefu í morgun. Handtók lögreglan alls fjóra í tengslum við aðgerðirnar á Ægisíðu. Hún fór síðan á Grettisgötu þar sem þrír til viðbótar voru handteknir um hádegisbil í dag, þar á meðal sá sem á að bera ábyrgð á líkamsárásinni. „Þannig að eftir stendur í þessu máli þessi líkamsárás í nótt og fíkniefni sem fundust á flestum þeirra handteknu,“ segir Jóhann Karl en um var að ræða neysluskammta. Hann segir lögreglu hafa verið tilkynnt um skemmdarverk á bíl á Ægisíðu í morgun þar sem menn áttu að hafa notast við gangstéttarhellu. Jóhann Karl á von á því að flestum verði sleppt eftir yfirheyrslu í dag.
Tengdar fréttir Þrír handteknir á Grettisgötu í tengslum við lögregluaðgerð á Ægisíðu Þrír menn voru handteknir í Grettisgötu um hádegisbil í dag. 7. mars 2018 13:29 Fjórir í haldi lögreglu eftir umfangsmiklar aðgerðir við Ægisíðu Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun, en lögreglan var kölluð þar á vettvang á níunda tímanum. 7. mars 2018 11:01 Umfangsmikil lögregluaðgerð við Ægisíðu Mikill viðbúnaður er á svæðinu. 7. mars 2018 09:05 Skoða hvort málið tengist uppgjöri í undirheimum Grunur er um fíkniefnamisferli og hefur lögreglan lagt hald á fíkniefni í aðgerðum sínum. 7. mars 2018 14:21 Sérsveitin tók N1 yfir sem aðgerðastöð Starfsfólkinu bannað að fara á meðan því stendur. 7. mars 2018 10:04 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Þrír handteknir á Grettisgötu í tengslum við lögregluaðgerð á Ægisíðu Þrír menn voru handteknir í Grettisgötu um hádegisbil í dag. 7. mars 2018 13:29
Fjórir í haldi lögreglu eftir umfangsmiklar aðgerðir við Ægisíðu Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun, en lögreglan var kölluð þar á vettvang á níunda tímanum. 7. mars 2018 11:01
Skoða hvort málið tengist uppgjöri í undirheimum Grunur er um fíkniefnamisferli og hefur lögreglan lagt hald á fíkniefni í aðgerðum sínum. 7. mars 2018 14:21
Sérsveitin tók N1 yfir sem aðgerðastöð Starfsfólkinu bannað að fara á meðan því stendur. 7. mars 2018 10:04