Umfangsmikil lögregluaðgerð við Ægisíðu Birgir Olgeirsson, Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 7. mars 2018 09:05 Frá vettvangi á Ægisíðu í Vesturbæ Reykjavíkur. Búið er að loka Ægisíðu við gatnamót Hofsvallagötu. Vísir/egill Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að lögreglu hafi borist tilkynning sem hafi verið tekin alvarlega og hafi viðbúnaður lögreglu verið í samræmi við það. Vinnu á vettvangi verður framhaldið, en rannsókn málsins er á frumstigi og því er ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu að sögn lögreglu. Sérsveitin leiðir hér manninn út úr húsinu við Ægisíðu.Vísir/Egill Farið inn í hús við Ægissíðu Einn hinna fjögurra er karlmaður sem var handtekinn í íbúð við Ægisíðu á móts við bensínstöð N1 á ellefta tímanum í dag eftir mikinn viðbúnað lögreglu. Bæði sérsveitarmenn og almennir lögreglumenn höfðu tekið sér stöðu og lokað fyrir umferð um Ægissíðu frá Hofsvallagötu til Kaplaskjólsvegar. Þá voru sjúkraflutningamenn á vettvangi.Lögregla hefur litlar upplýsingar veitt um aðgerðina en því var beint til fólks í nágrenninu, bæði starfsmanna veitingahússins Borðsins og leikskólans Ægisborgar, að halda sig innandyra á meðan aðgerð stóð.Fyrr um morguninn, á níunda tímanum, hafði lögregla afskipti af leigubíl af stærri gerðinni við Hagamel, rétt ofan við Ísbúð Vesturbæjar. Í bílnum voru tveir farþegar og var að minnsta kosti annar þeirra illa farinn í andlitinu, eins og eftir líkamsárás. Þeir voru undir áhrifum og vildu lítið segja lögreglu. Voru þeir handteknir og færðir af vettvangi. Annar þeirra mótmælti því að vera handtekinn að sögn sjónarvotts sem Vísir ræddi við.Sérsveitin tók yfir N1 við Ægisíðu og notaði sem aðgerðastöð á vettvangi.Vísir/EgillGrunur um fíkniefnasöluBlaðamaður Vísis varð vitni að því þegar hluti lögregluteymisins var í framhaldinu sendur niður á Ægissíðu. Þar var allt með kyrrum kjörum rétt fyrir klukkan níu en hálftíma síðar fjölgaði í liði lögreglu á vettvangi og var ákveðið að loka fyrir umferð um Ægissíðu.Lögreglan sendi frá sér tilkynningu vegna aðgerðinnar þar sem lítið annað kom fram en að hún stæði yfir og frekari upplýsingar yrðu ekki gefnar upp. Að minnsta kosti einn sérsveitarmaður var vopnaður riffli og um klukkan hálf ellefu tóku fimm sérsveitarmenn sér stöðu á stigapallinum við húsið. Fóru þeir í framhaldinu inn og handtóku ungan karlmann. Var í framhaldinu farið með fíkniefnahund inn í íbúðina en nágrannar telja að fíkniefnasölumaður hafi búið í íbúðinni.Fréttin var uppfærð klukkan 11:04. Hér fyrir neðan má fylgjast með nýjustu vendingum í málinu í Vaktinni á Vísi.
Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að lögreglu hafi borist tilkynning sem hafi verið tekin alvarlega og hafi viðbúnaður lögreglu verið í samræmi við það. Vinnu á vettvangi verður framhaldið, en rannsókn málsins er á frumstigi og því er ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu að sögn lögreglu. Sérsveitin leiðir hér manninn út úr húsinu við Ægisíðu.Vísir/Egill Farið inn í hús við Ægissíðu Einn hinna fjögurra er karlmaður sem var handtekinn í íbúð við Ægisíðu á móts við bensínstöð N1 á ellefta tímanum í dag eftir mikinn viðbúnað lögreglu. Bæði sérsveitarmenn og almennir lögreglumenn höfðu tekið sér stöðu og lokað fyrir umferð um Ægissíðu frá Hofsvallagötu til Kaplaskjólsvegar. Þá voru sjúkraflutningamenn á vettvangi.Lögregla hefur litlar upplýsingar veitt um aðgerðina en því var beint til fólks í nágrenninu, bæði starfsmanna veitingahússins Borðsins og leikskólans Ægisborgar, að halda sig innandyra á meðan aðgerð stóð.Fyrr um morguninn, á níunda tímanum, hafði lögregla afskipti af leigubíl af stærri gerðinni við Hagamel, rétt ofan við Ísbúð Vesturbæjar. Í bílnum voru tveir farþegar og var að minnsta kosti annar þeirra illa farinn í andlitinu, eins og eftir líkamsárás. Þeir voru undir áhrifum og vildu lítið segja lögreglu. Voru þeir handteknir og færðir af vettvangi. Annar þeirra mótmælti því að vera handtekinn að sögn sjónarvotts sem Vísir ræddi við.Sérsveitin tók yfir N1 við Ægisíðu og notaði sem aðgerðastöð á vettvangi.Vísir/EgillGrunur um fíkniefnasöluBlaðamaður Vísis varð vitni að því þegar hluti lögregluteymisins var í framhaldinu sendur niður á Ægissíðu. Þar var allt með kyrrum kjörum rétt fyrir klukkan níu en hálftíma síðar fjölgaði í liði lögreglu á vettvangi og var ákveðið að loka fyrir umferð um Ægissíðu.Lögreglan sendi frá sér tilkynningu vegna aðgerðinnar þar sem lítið annað kom fram en að hún stæði yfir og frekari upplýsingar yrðu ekki gefnar upp. Að minnsta kosti einn sérsveitarmaður var vopnaður riffli og um klukkan hálf ellefu tóku fimm sérsveitarmenn sér stöðu á stigapallinum við húsið. Fóru þeir í framhaldinu inn og handtóku ungan karlmann. Var í framhaldinu farið með fíkniefnahund inn í íbúðina en nágrannar telja að fíkniefnasölumaður hafi búið í íbúðinni.Fréttin var uppfærð klukkan 11:04. Hér fyrir neðan má fylgjast með nýjustu vendingum í málinu í Vaktinni á Vísi.
Lögreglumál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira