Greiðslur til borgarstjóra á pari við launakjör forsætisráðherra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. mars 2018 09:00 Grunnlaun borgarfulltrúa eru 699 þúsund en stór hluti þeirra er vel yfir milljón krónum. Vísir/ernir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fær rétt rúmar 2 milljónir króna í laun og greiðslur fyrir starf sitt. Þetta kemur fram í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Um áramót voru laun borgarstjóra rétt rúma 1,7 milljónir króna og þá var fastur starfskostnaður greiddur hver mánaðamót að upphæð 101 þúsund krónur. Þá er borgarstjóri formaður stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins en formaður er með ein og hálf mánaðarlaun stjórnarmanns, 205 þúsund krónur á mánuði. Í svarinu kemur einnig fram að frá lokum maí 2016 til loka september 2017 hafi Dagur leyst Kristínu Soffíu Jónsdóttur af sem stjórnarformaður Faxaflóahafna meðan Kristín var í fæðingaroflofi. Fyrir það hlaut hann 305 þúsund krónur á mánuði til nóvember 2016 en 261 þúsund eftir það tímamark. Lækkunin kemur til vegna þess að aðalfundur Faxaflóahafna lækkaði laun stjórnarmanna. Laun borgarstjóra höfðu þar til í fyrra fylgt launum forsætisráðherra og laun borgarstjórnarfulltrúa tóku mið af þingfararkaupi. Í kjölfar hækkunar kjararáðs á kjörum þingmanna ákvað borgarstjórn að hverfa frá því fyrirkomulagi og miða þess í stað við launavísitölu. Upphaf viðmiðunartímabilsins var ákveðið mars 2013 og skulu launin uppfærð í janúar og júlí ár hvert. Borgarstjóri sjálfur beindi til launadeildar borgarinnar að lækka laun sín en þrátt fyrir það eru kjör hans nánast þau sömu og forsætisráðherra. Frá síðustu áramótum nema grunnlaun borgarfulltrúa 699 þúsund krónum á mánuði. Þá fá borgarfulltrúar greiddan starfskostnað, rúmar 50 þúsund krónur, hvern mánuð. Sú upphæð er hugsuð til að mæta öllum persónulegum starfskostnaði svo sem áskriftum að blöðum og tímaritum og ferðum innan höfuðborgarsvæðisins. Þá skaffar borgin fulltrúum skrifstofu, tölvu, skrifstofubúnað, leggur borgarfulltrúa til farsíma og greiðir af honum. Fyrsti varaborgarfulltrúi hvers flokks fær fastar greiðslur sem nema 70 prósentum af grunnlaunum borgarfulltrúa og þá fá þeir greiddan starfskostnað í sama hlutfalli. Líkt og áður segir eru grunnlaun borgarfulltrúa 699 þúsund en auðvelt er að hækka þá upphæð umtalsvert með setum í hinum ýmsu nefndum og ráðum borgarinnar. Þannig fær formaður borgarráðs greitt 40 prósenta álag á laun sín. Formenn fagráðs eða borgarstjórnarflokks fá 25 prósenta álag og hið sama gildir um borgarráðsmenn og þá sem sitja í þremur eða fleiri fastanefndum. Þá er einnig mögulegt að laun lækki ef fulltrúi á ekki sæti í neinni nefnd. Það gildir til að mynda um Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur en grunnlaun hennar eru 350 þúsund krónur. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum. Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fær rétt rúmar 2 milljónir króna í laun og greiðslur fyrir starf sitt. Þetta kemur fram í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Um áramót voru laun borgarstjóra rétt rúma 1,7 milljónir króna og þá var fastur starfskostnaður greiddur hver mánaðamót að upphæð 101 þúsund krónur. Þá er borgarstjóri formaður stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins en formaður er með ein og hálf mánaðarlaun stjórnarmanns, 205 þúsund krónur á mánuði. Í svarinu kemur einnig fram að frá lokum maí 2016 til loka september 2017 hafi Dagur leyst Kristínu Soffíu Jónsdóttur af sem stjórnarformaður Faxaflóahafna meðan Kristín var í fæðingaroflofi. Fyrir það hlaut hann 305 þúsund krónur á mánuði til nóvember 2016 en 261 þúsund eftir það tímamark. Lækkunin kemur til vegna þess að aðalfundur Faxaflóahafna lækkaði laun stjórnarmanna. Laun borgarstjóra höfðu þar til í fyrra fylgt launum forsætisráðherra og laun borgarstjórnarfulltrúa tóku mið af þingfararkaupi. Í kjölfar hækkunar kjararáðs á kjörum þingmanna ákvað borgarstjórn að hverfa frá því fyrirkomulagi og miða þess í stað við launavísitölu. Upphaf viðmiðunartímabilsins var ákveðið mars 2013 og skulu launin uppfærð í janúar og júlí ár hvert. Borgarstjóri sjálfur beindi til launadeildar borgarinnar að lækka laun sín en þrátt fyrir það eru kjör hans nánast þau sömu og forsætisráðherra. Frá síðustu áramótum nema grunnlaun borgarfulltrúa 699 þúsund krónum á mánuði. Þá fá borgarfulltrúar greiddan starfskostnað, rúmar 50 þúsund krónur, hvern mánuð. Sú upphæð er hugsuð til að mæta öllum persónulegum starfskostnaði svo sem áskriftum að blöðum og tímaritum og ferðum innan höfuðborgarsvæðisins. Þá skaffar borgin fulltrúum skrifstofu, tölvu, skrifstofubúnað, leggur borgarfulltrúa til farsíma og greiðir af honum. Fyrsti varaborgarfulltrúi hvers flokks fær fastar greiðslur sem nema 70 prósentum af grunnlaunum borgarfulltrúa og þá fá þeir greiddan starfskostnað í sama hlutfalli. Líkt og áður segir eru grunnlaun borgarfulltrúa 699 þúsund en auðvelt er að hækka þá upphæð umtalsvert með setum í hinum ýmsu nefndum og ráðum borgarinnar. Þannig fær formaður borgarráðs greitt 40 prósenta álag á laun sín. Formenn fagráðs eða borgarstjórnarflokks fá 25 prósenta álag og hið sama gildir um borgarráðsmenn og þá sem sitja í þremur eða fleiri fastanefndum. Þá er einnig mögulegt að laun lækki ef fulltrúi á ekki sæti í neinni nefnd. Það gildir til að mynda um Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur en grunnlaun hennar eru 350 þúsund krónur.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum. Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira