Þjóðin fái að segja hug sinn um flugvöllinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. mars 2018 06:00 Meirihluti Reykvíkinga vill hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. „Ef þjóðin myndi fá að taka þátt í slíkri atkvæðagreiðslu þá væri hún allavega að gefa sitt álit í þessum málum og þá myndi maður halda að það myndi hafa áhrif á þingið,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norðausturkjördæmi. Undir störfum þingsins í gær boðaði Njáll Trausti að á næstum dögum myndi hann leggja fyrir tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Hann vill að spurningin verði eftirfarandi: Vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlandsflugs, kennslu- og sjúkraflugs verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík uns annar jafngóður eða betri kostur er tilbúinn til notkunar?Njáll Trausti Friðbertsson (tv) er þingmaður Norðausturkjördæmis. Fréttablaðið/AntonÍ máli sínu á þinginu vakti Njáll Trausti athygli á nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is á meðal Reykvíkinga sem sýnir að 59 prósent sem afstöðu taka vilja hafa flugvöll áfram í Vatnsmýrinni, en 30 prósent vilja að hann fari. Njáll Trausti segir að mál er varða Reykjavíkurflugvöll hafi verið í mjög slæmum farvegi undanfarið. „Ég er bara að setja fram kröfu um að gefa þjóðinni kost á að kjósa um þetta og að hún eigi þannig möguleika á að segja hug sinn í málinu.“ Algengt er að þingmannamál þurfi að víkja fyrir stjórnarmálum á Alþingi og hljóti því ekki afgreiðslu. Njáll Trausti segist þó bjartsýnn á að þetta mál geti farið alla leið í þinginu. „Er maður ekki alltaf bjartsýnn? Þetta er mál af þeirri stærðargráðu að það hafa mjög margir áhuga á að sjá framvindu í þessu,“ segir hann að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Forstjóri Ernis segir umræðuna um Hvassahraun vera út í hött Sex af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri könnun vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Eldra fólk er líklegra til að vilja hafa völlinn áfram. Niðurstaðan kemur Herði Guðmundssyni, stofnanda Ernis ekki á óvart. 5. mars 2018 08:00 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Sjá meira
„Ef þjóðin myndi fá að taka þátt í slíkri atkvæðagreiðslu þá væri hún allavega að gefa sitt álit í þessum málum og þá myndi maður halda að það myndi hafa áhrif á þingið,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norðausturkjördæmi. Undir störfum þingsins í gær boðaði Njáll Trausti að á næstum dögum myndi hann leggja fyrir tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Hann vill að spurningin verði eftirfarandi: Vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlandsflugs, kennslu- og sjúkraflugs verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík uns annar jafngóður eða betri kostur er tilbúinn til notkunar?Njáll Trausti Friðbertsson (tv) er þingmaður Norðausturkjördæmis. Fréttablaðið/AntonÍ máli sínu á þinginu vakti Njáll Trausti athygli á nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is á meðal Reykvíkinga sem sýnir að 59 prósent sem afstöðu taka vilja hafa flugvöll áfram í Vatnsmýrinni, en 30 prósent vilja að hann fari. Njáll Trausti segir að mál er varða Reykjavíkurflugvöll hafi verið í mjög slæmum farvegi undanfarið. „Ég er bara að setja fram kröfu um að gefa þjóðinni kost á að kjósa um þetta og að hún eigi þannig möguleika á að segja hug sinn í málinu.“ Algengt er að þingmannamál þurfi að víkja fyrir stjórnarmálum á Alþingi og hljóti því ekki afgreiðslu. Njáll Trausti segist þó bjartsýnn á að þetta mál geti farið alla leið í þinginu. „Er maður ekki alltaf bjartsýnn? Þetta er mál af þeirri stærðargráðu að það hafa mjög margir áhuga á að sjá framvindu í þessu,“ segir hann að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Forstjóri Ernis segir umræðuna um Hvassahraun vera út í hött Sex af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri könnun vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Eldra fólk er líklegra til að vilja hafa völlinn áfram. Niðurstaðan kemur Herði Guðmundssyni, stofnanda Ernis ekki á óvart. 5. mars 2018 08:00 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Sjá meira
Forstjóri Ernis segir umræðuna um Hvassahraun vera út í hött Sex af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri könnun vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Eldra fólk er líklegra til að vilja hafa völlinn áfram. Niðurstaðan kemur Herði Guðmundssyni, stofnanda Ernis ekki á óvart. 5. mars 2018 08:00