Fær aðeins átta daga til að undirbúa sig fyrir stærsta boxbardaga Íslandssögunnar Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. mars 2018 08:30 Valgerður einbeitt á kunnuglegum slóðum en hún fær stærsta bardaga ferilsins á laugardaginn. vísir/Anton Valgerður Guðjónsdóttir, atvinnukona í hnefaleikum, mætir Katarinu Thanderz á laugardaginn kemur í Ósló en þetta verður einn stærsti bardagi í sögu hnefaleikaíþróttarinnar á Íslandi. Valgerði bauðst að taka þátt í bardaganum með átta daga fyrirvara eftir að Toussy L’Hadji þurfti að hætta við að berjast gegn Thanderz og kvaðst hún hafa ákveðið að stökkva á tækifærið. Valgerður, sem er 32 ára gömul, er tvöfaldur Íslandsmeistari í áhugamannahnefaleikum. Var hún valin hnefaleikakona ársins á Íslandi 2016 og vann fyrsta atvinnumannabardaga sinn í nóvember það ár. Hefur hún unnið alla þrjá bardaga ferilsins til þessa.Stærsti bardaginn Bardagi hennar á laugardaginn er um titilinn „International Title“ í léttvigt en þegar var búið að ákveða að Thanderz myndi berjast um hann við fyrrverandi andstæðing sinn. Fyrir vikið er Valgerður að berjast um meistarabelti aðeins 15 mánuðum eftir fyrsta atvinnumannabardaga sinn. „Ég er farin að finna fyrir mikilli spennu, þetta er farið að renna upp fyrir manni. Ég tók góða æfingu í dag og þar gekk allt frábærlega þannig að ég einfaldlega get ekki beðið eftir því að fara út,“ sagði Valgerður sem ferðast til Noregs á fimmtudag. „Þetta er klárlega stærsti bardaginn sem ég hef tekið þátt í og undirbúningurinn hefur gengið vel þó að hann hafi verið skammur. Mér líður eins og ég hefði ekki fengið þetta risastóra tækifæri nema ég væri tilbúin og mér líður þannig,“ segir Valgerður en hlutirnir gerast hratt. „Ég er örlítið á undan áætlun, ég bjóst ekki við að komast svona langt jafn fljótt og mér finnst ég vera ári á undan áætlun. Ég bjóst við að þurfa að taka tíu bardaga áður en mér byðist titilbardagi.“Pressan er á henni Valgerði fannst þetta vera tækifæri sem hún gat ekki sleppt, pressan væri á andstæðingi hennar. „Ég hef reynt að halda undirbúningnum eins og venjulega, þetta er bara bardagi og ég ætla að gera eins vel og ég get. Halda mig við mína áætlun, ég ætla ekki að breyta út af henni,“ sagði Valgerður og bætti við: „Það kom í raun aldrei annað til greina þó að fyrirvarinn væri stuttur. Þetta er það stórt tækifæri að ég sagði bara strax já þegar umboðsmaðurinn minn hringdi. Ég fer inn í þetta án þess að finna fyrir pressu.“ Hún vonaðist til þess að stuttur fyrirvari myndi trufla undirbúning Katarinu. „Þetta hlýtur að vera pínu stuðandi fyrir hana, sjá einhvern hoppa inn með svona stuttum fyrirvara og jafn reynslulítinn og ég er á blaði. Pressan er á henni því hún er þessi verðandi stórstjarna. Ég hef skoðað bardaga með henni og ég sá atriði sem ég get vonandi nýtt mér.“Loksins fylgist maðurinn með Þetta verður stærsti bardagi sem íslenskur hnefaleikakappi hefur tekið þátt í. Valgerður fann ekki fyrir aukinni pressu þegar kom að því. „Ég hef tvisvar barist á stórum bardagakvöldum og það hefur undirbúið mig vel. Ég veit hvernig aðstæðurnar eru og það ætti vonandi að hjálpa mér,“ sagði Valgerður sem fær stuðning ytra en maðurinn hennar og helsti æfingafélagi, Halldór Már Jónsson, verður á staðnum í fyrsta sinn. „Ég veit af nokkrum sem eru að koma, þar á meðal maðurinn minn sem hefur aldrei komið með áður. Svo fer ég með ágætis teymi með mér, fólk þurfti að breyta dagskránni með skömmum fyrirvara þegar ég ákvað að taka þennan bardaga,“ sagði Valgerður létt að lokum. Box Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira
Valgerður Guðjónsdóttir, atvinnukona í hnefaleikum, mætir Katarinu Thanderz á laugardaginn kemur í Ósló en þetta verður einn stærsti bardagi í sögu hnefaleikaíþróttarinnar á Íslandi. Valgerði bauðst að taka þátt í bardaganum með átta daga fyrirvara eftir að Toussy L’Hadji þurfti að hætta við að berjast gegn Thanderz og kvaðst hún hafa ákveðið að stökkva á tækifærið. Valgerður, sem er 32 ára gömul, er tvöfaldur Íslandsmeistari í áhugamannahnefaleikum. Var hún valin hnefaleikakona ársins á Íslandi 2016 og vann fyrsta atvinnumannabardaga sinn í nóvember það ár. Hefur hún unnið alla þrjá bardaga ferilsins til þessa.Stærsti bardaginn Bardagi hennar á laugardaginn er um titilinn „International Title“ í léttvigt en þegar var búið að ákveða að Thanderz myndi berjast um hann við fyrrverandi andstæðing sinn. Fyrir vikið er Valgerður að berjast um meistarabelti aðeins 15 mánuðum eftir fyrsta atvinnumannabardaga sinn. „Ég er farin að finna fyrir mikilli spennu, þetta er farið að renna upp fyrir manni. Ég tók góða æfingu í dag og þar gekk allt frábærlega þannig að ég einfaldlega get ekki beðið eftir því að fara út,“ sagði Valgerður sem ferðast til Noregs á fimmtudag. „Þetta er klárlega stærsti bardaginn sem ég hef tekið þátt í og undirbúningurinn hefur gengið vel þó að hann hafi verið skammur. Mér líður eins og ég hefði ekki fengið þetta risastóra tækifæri nema ég væri tilbúin og mér líður þannig,“ segir Valgerður en hlutirnir gerast hratt. „Ég er örlítið á undan áætlun, ég bjóst ekki við að komast svona langt jafn fljótt og mér finnst ég vera ári á undan áætlun. Ég bjóst við að þurfa að taka tíu bardaga áður en mér byðist titilbardagi.“Pressan er á henni Valgerði fannst þetta vera tækifæri sem hún gat ekki sleppt, pressan væri á andstæðingi hennar. „Ég hef reynt að halda undirbúningnum eins og venjulega, þetta er bara bardagi og ég ætla að gera eins vel og ég get. Halda mig við mína áætlun, ég ætla ekki að breyta út af henni,“ sagði Valgerður og bætti við: „Það kom í raun aldrei annað til greina þó að fyrirvarinn væri stuttur. Þetta er það stórt tækifæri að ég sagði bara strax já þegar umboðsmaðurinn minn hringdi. Ég fer inn í þetta án þess að finna fyrir pressu.“ Hún vonaðist til þess að stuttur fyrirvari myndi trufla undirbúning Katarinu. „Þetta hlýtur að vera pínu stuðandi fyrir hana, sjá einhvern hoppa inn með svona stuttum fyrirvara og jafn reynslulítinn og ég er á blaði. Pressan er á henni því hún er þessi verðandi stórstjarna. Ég hef skoðað bardaga með henni og ég sá atriði sem ég get vonandi nýtt mér.“Loksins fylgist maðurinn með Þetta verður stærsti bardagi sem íslenskur hnefaleikakappi hefur tekið þátt í. Valgerður fann ekki fyrir aukinni pressu þegar kom að því. „Ég hef tvisvar barist á stórum bardagakvöldum og það hefur undirbúið mig vel. Ég veit hvernig aðstæðurnar eru og það ætti vonandi að hjálpa mér,“ sagði Valgerður sem fær stuðning ytra en maðurinn hennar og helsti æfingafélagi, Halldór Már Jónsson, verður á staðnum í fyrsta sinn. „Ég veit af nokkrum sem eru að koma, þar á meðal maðurinn minn sem hefur aldrei komið með áður. Svo fer ég með ágætis teymi með mér, fólk þurfti að breyta dagskránni með skömmum fyrirvara þegar ég ákvað að taka þennan bardaga,“ sagði Valgerður létt að lokum.
Box Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira