Fangelsi og fuglabúr Benedikt Bóas skrifar 7. mars 2018 08:00 Hljómsveitina skipa Heimir Bjarni Ingimarsson, Aðalsteinn, Ingvar Leví Gunnarsson, Arnar Scheving, Hans Friðrik Guðmundsson, Jóhannes Stefánsson. Hljómsveitin Volta frá Akureyri hefur nýverið gefið út breiðskífuna Á nýjan stað. Textarnir í lögunum eru kynngimagnaðir og segir Aðalsteinn Jóhannsson, annar af textahöfundum hljómsveitarinnar, að lagið Betrun fjalli til dæmis um samband hans við konuna sína sem hafi verið komið á endastöð vegna sukks og óhóflegs næturbrölts. Það bjargaðist þó eftir að hann tók sig á. „Textinn er loforð um betri tíð og nokkurs konar afsökunarbeiðni,“ segir hann. Annar texti, við lagið Fuglabúrið, er um eymdina og sársaukann í fangelsum en hljómsveitin spilaði í fangelsinu á Akureyri í október 2016. Þá fæddist textinn og svo lagið sem er stórgott. „Við komum þarna á dimmu haustkvöldi. Það tók á móti okkur fangavörður sem hleypti okkur inn. Þarna var sérstakt andrúmsloft, hlaðið sorg, kvíða og einhverju öðru sem ég þekki ekki. En þær ætluðu greinilega að reyna að hafa gaman og gleyma því í augnablik að þær voru lokaðar inni í fuglabúri,“ segir hann og heldur áfram: „Maður hefur það á tilfinningunni að flestar þessar konur séu fórnarlömb fíknar sinnar. Þær eru mæður, dætur, burðardýr, morðingjar, misfallegar dætur þessa lands. Við spiluðum okkar tónlist í svona 40 mínútur og voru þær fljótar að líða. Þær virtust hafa gaman af og náðu sumir tónarnir inn fyrir skelina. Ég verð að segja það að maður hafði samúð með þessum konum, lokaðar þarna inni fjarri þessu lífi sem við þekkjum flest.“ Hann segir að konurnar hafi verið afar þakklátar fyrir heimsóknina. „Þegar við vorum búnir að ganga frá hljóðfærunum og á leið út þá tekur Heimir söngvari í hurðina og hún er auðvitað læst. Í því stekkur ein konan á lappir og segir við okkur: „Þið komist ekki út, þið eruð læstir inni í fuglabúri.“ Þaðan kemur nafnið á laginu sem ég svo samdi kvöldið eftir þessa heimsókn. Þessi kvöldstund hafði svo sterk áhrif á mig að textinn kom nánast í einni lotu, hárbeittur og sannur. Það var ótrúlega góð tilfinning að ganga út í myrkrið þetta haustkvöld, eftir að hafa glatt þessar þjökuðu sálir.“ Hljómsveitin var stofnuð árið 2015 með því hugarfari að spila eingöngu frumsamda tónlist og leyfa sköpunargleðinni að njóta sín. Aðalsteinn segir að bandið sé búið að æfa stíft og stefni á að koma talsvert fram á næstu misserum. „Við höfum ekki fastmótaða tónlistarstefnu en líklega erum við mest í rokk-sveitatónlistarbræðingi með tilfinningu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Elli og María Birta hafa tekið að sér átta börn á síðustu árum og ættleitt tvö Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Fleiri fréttir Elli og María Birta hafa tekið að sér átta börn á síðustu árum og ættleitt tvö Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Sjá meira
Hljómsveitin Volta frá Akureyri hefur nýverið gefið út breiðskífuna Á nýjan stað. Textarnir í lögunum eru kynngimagnaðir og segir Aðalsteinn Jóhannsson, annar af textahöfundum hljómsveitarinnar, að lagið Betrun fjalli til dæmis um samband hans við konuna sína sem hafi verið komið á endastöð vegna sukks og óhóflegs næturbrölts. Það bjargaðist þó eftir að hann tók sig á. „Textinn er loforð um betri tíð og nokkurs konar afsökunarbeiðni,“ segir hann. Annar texti, við lagið Fuglabúrið, er um eymdina og sársaukann í fangelsum en hljómsveitin spilaði í fangelsinu á Akureyri í október 2016. Þá fæddist textinn og svo lagið sem er stórgott. „Við komum þarna á dimmu haustkvöldi. Það tók á móti okkur fangavörður sem hleypti okkur inn. Þarna var sérstakt andrúmsloft, hlaðið sorg, kvíða og einhverju öðru sem ég þekki ekki. En þær ætluðu greinilega að reyna að hafa gaman og gleyma því í augnablik að þær voru lokaðar inni í fuglabúri,“ segir hann og heldur áfram: „Maður hefur það á tilfinningunni að flestar þessar konur séu fórnarlömb fíknar sinnar. Þær eru mæður, dætur, burðardýr, morðingjar, misfallegar dætur þessa lands. Við spiluðum okkar tónlist í svona 40 mínútur og voru þær fljótar að líða. Þær virtust hafa gaman af og náðu sumir tónarnir inn fyrir skelina. Ég verð að segja það að maður hafði samúð með þessum konum, lokaðar þarna inni fjarri þessu lífi sem við þekkjum flest.“ Hann segir að konurnar hafi verið afar þakklátar fyrir heimsóknina. „Þegar við vorum búnir að ganga frá hljóðfærunum og á leið út þá tekur Heimir söngvari í hurðina og hún er auðvitað læst. Í því stekkur ein konan á lappir og segir við okkur: „Þið komist ekki út, þið eruð læstir inni í fuglabúri.“ Þaðan kemur nafnið á laginu sem ég svo samdi kvöldið eftir þessa heimsókn. Þessi kvöldstund hafði svo sterk áhrif á mig að textinn kom nánast í einni lotu, hárbeittur og sannur. Það var ótrúlega góð tilfinning að ganga út í myrkrið þetta haustkvöld, eftir að hafa glatt þessar þjökuðu sálir.“ Hljómsveitin var stofnuð árið 2015 með því hugarfari að spila eingöngu frumsamda tónlist og leyfa sköpunargleðinni að njóta sín. Aðalsteinn segir að bandið sé búið að æfa stíft og stefni á að koma talsvert fram á næstu misserum. „Við höfum ekki fastmótaða tónlistarstefnu en líklega erum við mest í rokk-sveitatónlistarbræðingi með tilfinningu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Elli og María Birta hafa tekið að sér átta börn á síðustu árum og ættleitt tvö Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Fleiri fréttir Elli og María Birta hafa tekið að sér átta börn á síðustu árum og ættleitt tvö Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið