Hætti í vinnunni og flytur nú inn rassabassakónginn Benedikt Bóas skrifar 7. mars 2018 06:00 Margrét Nana ákvað að skapa sína eigin hamingju og vera sinn eigin herra. Hún stendur fyrir taktfastri gleði á Húrra á föstudaginn þar sem gleðin verður við völd. Hún lofar að þetta sé fyrsta kvöldið af mörgum. Vísir/eyþór „Maður skapar sína eigin hamingju, var ekki einhver sem sagði það?“ segir Margrét Nana hjá Edgy Events en hún heldur sitt fyrsta partí á Húrra á föstudag þar sem enginn annar en rassabassakóngurinn DJ Assault treður upp. Margrét vaknaði einn daginn, búin að vera í sama starfi í 12 ár og ákvað að segja upp. Gera eitthvað allt annað, meira það sem hana langaði að gera. „Ég var verslunarstjóri og mig langaði að breyta til og prófa eitthvað nýtt. Ég hef mikið verið í kringum tónlistarfólk. Ég bý í miðbænum og er á mörgum svona viðburðakvöldum. Stundum hefur maður tuðað yfir gæðunum og mig langaði að gera mitt eigið. Í staðinn fyrir að kvarta og kveina úti í horni ákvað ég að gera þetta bara sjálf,“ segir hún.Dj Assault er kóngur ghettotechstefnunnar eða þeirrar tónlistar sem kennd er við „rassabassa“.„Þetta er fyrsta kvöldið undir þessu merki, Edge event, en ég er bara rétt að byrja,“ bætir hún við. Dj Assault sló í gegn árið 2001 með laginu Ass N Titties en hann hefur verið nefndur guðfaðir svokallaðrar ghettotech-stefnu eða þeirrar tónlistar sem kennd er við rassabassa. Þau Alvia sem og Intr0Beatz munu hita upp fyrir plötusnúðinn sem stoppar stutt hér á landi. „Hann varð frægur þegar hann gaf út þetta fræga lag sitt. Nýlega fór hann að gefa aftur út eftir að hafa legið í smá dvala. Hann fer til Amsterdam strax á laugardagsmorgun. Eiginlega um leið og hann er búinn að spila þá fer ég með hann upp á völl. Hann kemur á fimmtudeginum þannig að þetta er bara stutt stopp. Ég bauð honum reyndar að fara Gullna hringinn og í Bláa lónið og þetta klassíska en tíminn leyfði það ekki. Hann eiginlega kemur og fer.“Miðasala fer fram á tix.is en einnig verður selt inn við innganginn. „Það er eitthvað af miðum eftir. Það kostar 2.000 krónur inn sem er ekki neitt fyrir svona gott gigg,“ segir hún spennt fyrir sínu fyrsta kvöldi. Tónlist Tengdar fréttir Konungur klámfenginnar klúbbtónlistar mætir til landsins DJ Assault gerði allt brjálað með laginu Ass-N-Titties seint á síðustu öld. 20. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Sjá meira
„Maður skapar sína eigin hamingju, var ekki einhver sem sagði það?“ segir Margrét Nana hjá Edgy Events en hún heldur sitt fyrsta partí á Húrra á föstudag þar sem enginn annar en rassabassakóngurinn DJ Assault treður upp. Margrét vaknaði einn daginn, búin að vera í sama starfi í 12 ár og ákvað að segja upp. Gera eitthvað allt annað, meira það sem hana langaði að gera. „Ég var verslunarstjóri og mig langaði að breyta til og prófa eitthvað nýtt. Ég hef mikið verið í kringum tónlistarfólk. Ég bý í miðbænum og er á mörgum svona viðburðakvöldum. Stundum hefur maður tuðað yfir gæðunum og mig langaði að gera mitt eigið. Í staðinn fyrir að kvarta og kveina úti í horni ákvað ég að gera þetta bara sjálf,“ segir hún.Dj Assault er kóngur ghettotechstefnunnar eða þeirrar tónlistar sem kennd er við „rassabassa“.„Þetta er fyrsta kvöldið undir þessu merki, Edge event, en ég er bara rétt að byrja,“ bætir hún við. Dj Assault sló í gegn árið 2001 með laginu Ass N Titties en hann hefur verið nefndur guðfaðir svokallaðrar ghettotech-stefnu eða þeirrar tónlistar sem kennd er við rassabassa. Þau Alvia sem og Intr0Beatz munu hita upp fyrir plötusnúðinn sem stoppar stutt hér á landi. „Hann varð frægur þegar hann gaf út þetta fræga lag sitt. Nýlega fór hann að gefa aftur út eftir að hafa legið í smá dvala. Hann fer til Amsterdam strax á laugardagsmorgun. Eiginlega um leið og hann er búinn að spila þá fer ég með hann upp á völl. Hann kemur á fimmtudeginum þannig að þetta er bara stutt stopp. Ég bauð honum reyndar að fara Gullna hringinn og í Bláa lónið og þetta klassíska en tíminn leyfði það ekki. Hann eiginlega kemur og fer.“Miðasala fer fram á tix.is en einnig verður selt inn við innganginn. „Það er eitthvað af miðum eftir. Það kostar 2.000 krónur inn sem er ekki neitt fyrir svona gott gigg,“ segir hún spennt fyrir sínu fyrsta kvöldi.
Tónlist Tengdar fréttir Konungur klámfenginnar klúbbtónlistar mætir til landsins DJ Assault gerði allt brjálað með laginu Ass-N-Titties seint á síðustu öld. 20. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Sjá meira
Konungur klámfenginnar klúbbtónlistar mætir til landsins DJ Assault gerði allt brjálað með laginu Ass-N-Titties seint á síðustu öld. 20. febrúar 2018 08:00