Kanna orðróm um að Íslendingur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Birgir Olgeirsson og Samúel Karl Ólason skrifa 6. mars 2018 14:50 Íslendingurinn á að hafa barist með YPG-liðum í Sýrlandi. Vísir/EPA Utanríkisráðuneytið kannar orðróm þess efnis að Íslendingur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Upplýsingar um andlát Íslendingsins hafa gengið um samfélagsmiðla í dag en þar er Íslendingurinn sagður hafa fallið í stórskotaárás Tyrkja í Afrin-héraði í Sýrlandi 24. febrúar síðastliðinn. Fjölskyldumeðlimir mannsins heyrðu sömuleiðis af andláti mannsins í dag og þá í gegnum samfélagsmiðla. Íslendingurinn á að hafa barist með YPG-liðum, sem er her sýrlenskra Kúrda og á hann að hafa gengið til liðs við þá sumarið 2017. Afrin-hérað er á landamærum Tyrklands og Sýrlands en sókn Tyrkja inn í héraðið hefur staðið yfir frá því í janúar. Njóta Tyrkir liðsinnis uppreisnarmanna í héraðinu en YPG-liðar hafa barist gegn Tyrkjum og notið liðsinnis vopnaðra sveita Sýrlandsstjórnar. Fjöldi vesturlandabúa hefur gengið til liðs við Kúrda í Sýrlandi. Vitað er um menn frá Frakklandi, Bretlandi, Grikklandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Ítalíu og víðar. Samkvæmt umfjöllun France24 byrjuðu erlendir menn að ganga til liðs við YPG árið 2013. Greinendur telja að um 100 til 400 Vesturlandabúar berjist með YPG. YPG hefur barist gegn Íslamska ríkinu gegn Sýrlandi og mun Íslendingurinn sem sagður er hafa fallið einnig hafa tekið þátt í orrustunni um Raqqa, sem var nokkurs konar höfuðborg ISIS.Liðþjálfi hjá YPG Samkvæmt orðrómunum sem um ræðir mun Íslendingurinn hafa verið liðþjálfi og tveir félagar hans hafi fallið með honum í stórskotaárás á víglínu í norðvesturhluta Afrinhéraðs. Á Facebooksíðu herdeildar erlendra meðlima YPG segir að Íslendingurinn hafi reynt að ganga til liðs við YPG þegar baráttan um Manbij stóð yfir. Það hafi hins vegar ekki gengið upp og að hann hafi gengið til liðs við samtökin seinna og þá í gegnum samtök anarkista sem að mestu innihalda Grikkja. Herdeildin segir hann hafa öðlast virðingu félagar sinna í orrustunni um Raqqa. Þegar sókn Tyrkja í Afrinhérað hófst lýsti Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, því yfir að aðgerðir hersins myndu einungis taka nokkra daga. Sókn Tyrkja hefur þó ekki gengið vel. Nú eru um tveir mánuðir liðnir og hafa YPG látið eftir hægt og rólega. Regnhlífarsamtökin Syrian Democratic Forces, eða SDF, lýstu því yfir í dag að dregið yrði úr aðgerðum gegn leifum Íslamska ríkisins við landamæri Sýrlands og Írak, þar sem fjöldi sýrlenskra Kúrda væri á leið til Afrinhéraðs.Fréttin var síðast uppfærð 16:40. Sýrland Tengdar fréttir Assad-liðar á leið til Afrin Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. 20. febrúar 2018 16:17 Tyrkir rústuðu 3.000 ára gömlu musteri Borgarastyrjöld síðustu sjö ára hefur valdið ómetanlegu tjóni á sýrlenskum fornminjum. Fornt hof í Afrin bætist nú við listann. Yfir fimmtíu almennir borgarar hafa farist í aðgerðum Tyrkja í Afrin. 30. janúar 2018 06:00 Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00 Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00 ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15 Reiði í Afrin eftir limlestingu líks konu Uppreisnarmenn, sem studdir eru af Tyrklandi, birtu myndband af limlestu líki konu sem barðist fyrir YPG. 2. febrúar 2018 13:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Utanríkisráðuneytið kannar orðróm þess efnis að Íslendingur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Upplýsingar um andlát Íslendingsins hafa gengið um samfélagsmiðla í dag en þar er Íslendingurinn sagður hafa fallið í stórskotaárás Tyrkja í Afrin-héraði í Sýrlandi 24. febrúar síðastliðinn. Fjölskyldumeðlimir mannsins heyrðu sömuleiðis af andláti mannsins í dag og þá í gegnum samfélagsmiðla. Íslendingurinn á að hafa barist með YPG-liðum, sem er her sýrlenskra Kúrda og á hann að hafa gengið til liðs við þá sumarið 2017. Afrin-hérað er á landamærum Tyrklands og Sýrlands en sókn Tyrkja inn í héraðið hefur staðið yfir frá því í janúar. Njóta Tyrkir liðsinnis uppreisnarmanna í héraðinu en YPG-liðar hafa barist gegn Tyrkjum og notið liðsinnis vopnaðra sveita Sýrlandsstjórnar. Fjöldi vesturlandabúa hefur gengið til liðs við Kúrda í Sýrlandi. Vitað er um menn frá Frakklandi, Bretlandi, Grikklandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Ítalíu og víðar. Samkvæmt umfjöllun France24 byrjuðu erlendir menn að ganga til liðs við YPG árið 2013. Greinendur telja að um 100 til 400 Vesturlandabúar berjist með YPG. YPG hefur barist gegn Íslamska ríkinu gegn Sýrlandi og mun Íslendingurinn sem sagður er hafa fallið einnig hafa tekið þátt í orrustunni um Raqqa, sem var nokkurs konar höfuðborg ISIS.Liðþjálfi hjá YPG Samkvæmt orðrómunum sem um ræðir mun Íslendingurinn hafa verið liðþjálfi og tveir félagar hans hafi fallið með honum í stórskotaárás á víglínu í norðvesturhluta Afrinhéraðs. Á Facebooksíðu herdeildar erlendra meðlima YPG segir að Íslendingurinn hafi reynt að ganga til liðs við YPG þegar baráttan um Manbij stóð yfir. Það hafi hins vegar ekki gengið upp og að hann hafi gengið til liðs við samtökin seinna og þá í gegnum samtök anarkista sem að mestu innihalda Grikkja. Herdeildin segir hann hafa öðlast virðingu félagar sinna í orrustunni um Raqqa. Þegar sókn Tyrkja í Afrinhérað hófst lýsti Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, því yfir að aðgerðir hersins myndu einungis taka nokkra daga. Sókn Tyrkja hefur þó ekki gengið vel. Nú eru um tveir mánuðir liðnir og hafa YPG látið eftir hægt og rólega. Regnhlífarsamtökin Syrian Democratic Forces, eða SDF, lýstu því yfir í dag að dregið yrði úr aðgerðum gegn leifum Íslamska ríkisins við landamæri Sýrlands og Írak, þar sem fjöldi sýrlenskra Kúrda væri á leið til Afrinhéraðs.Fréttin var síðast uppfærð 16:40.
Sýrland Tengdar fréttir Assad-liðar á leið til Afrin Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. 20. febrúar 2018 16:17 Tyrkir rústuðu 3.000 ára gömlu musteri Borgarastyrjöld síðustu sjö ára hefur valdið ómetanlegu tjóni á sýrlenskum fornminjum. Fornt hof í Afrin bætist nú við listann. Yfir fimmtíu almennir borgarar hafa farist í aðgerðum Tyrkja í Afrin. 30. janúar 2018 06:00 Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00 Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00 ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15 Reiði í Afrin eftir limlestingu líks konu Uppreisnarmenn, sem studdir eru af Tyrklandi, birtu myndband af limlestu líki konu sem barðist fyrir YPG. 2. febrúar 2018 13:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Assad-liðar á leið til Afrin Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. 20. febrúar 2018 16:17
Tyrkir rústuðu 3.000 ára gömlu musteri Borgarastyrjöld síðustu sjö ára hefur valdið ómetanlegu tjóni á sýrlenskum fornminjum. Fornt hof í Afrin bætist nú við listann. Yfir fimmtíu almennir borgarar hafa farist í aðgerðum Tyrkja í Afrin. 30. janúar 2018 06:00
Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00
Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00
ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15
Reiði í Afrin eftir limlestingu líks konu Uppreisnarmenn, sem studdir eru af Tyrklandi, birtu myndband af limlestu líki konu sem barðist fyrir YPG. 2. febrúar 2018 13:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent