Þjófarnir sækjast eftir skartgripum: „Virðast vita hvar Íslendingar geyma þetta“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. mars 2018 18:45 Tuttugu og sex innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar, flest í Garðabæ, Grafavogi og Kópavogi. Þjófarnir sækjast helst eftir skartgripum enda verð á gulli í hámarki og er helst brotist inn í svefnherbergi í sérbýlum. Í Grafavogi var haldinn íbúafundur í dag til að efla nágrannavörslu. Frá því í desember hefur verið tilkynnt um 64 innbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þrettán innbrot í desember, tuttugu og fimm í janúar og tuttugu og sex í febrúar. Flest innbrotin hafa verið í Garðabæ eða fjórtán talsins, ellefu í Grafarvogi og tíu í Kópavogi. Í öðrum hverfum og sveitarfélögum hefur verið tilkynnt um eitt til fimm innbrot á síðustu þremur mánuðum. Fjórir menn, sem samkvæmt heimildum fréttastofu eru frá Litháen, eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að innbrotunum. Talið er að þeir séu hluti af stærri skipulögðum glæpahópum í Evrópu og í fréttum RÚV í gær kom fram að lögregla rannsaki hvort mennirnir séu sendir nauðugir til landsins og að um mansal sé að ræða, en einn þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi er aðeins sautján ára gamall.Greinilega sóst eftir skartgripum Einar Ásbjörnsson hjá lögreglunni í Grafarvogi segir að brotist sé inn í sérbýli og greinilega sé sóst eftir skartgripum enda hafi gull hækkað í verði síðustu ár og auðvelt sé að koma skartgripum úr landi. „Þeir virðast vita hvar Íslendingar geyma þetta. Sem er í svefnherbergjum og þeir miða á það. Ganga beint til verks og spenna upp glugga. Ganga svo snyrtilega um að fólk verður ekki vart við það fyrr en daginn eftir.“ Einar segir íbúa í Grafavogi vara um sig vegna fjölda innbrota síðustu mánuði. „Málið er að þeir sem verða fyrir svona, þetta er víst áfall. Það talar um þetta, varar nágranna við, fólk er svona á varðbergi.“ Rætt var við Söru Ósk Rodriguez Svönudóttur, afbrotafræðing og verkefnastjóra hjá Miðgarði, þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar í Grafarvogi, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Sara heldur utan um nágrannavörslu í hverfinu en á annað hundrað manns mættu á íbúafundinn í Grafarvogi. Aðspurð hvað fælist í nágrannavörslunni sagði hún hana meðal annars felast í því að nágrannar þekkist, hjálpi hver öðrum þegar farið sé að heiman og láti líta út fyrir að einhver sé heima. Lögreglumál Tengdar fréttir Fjórir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot á höfuðborgarsvæðinu Handtökurnar fjórar eru sagðar mikilvægt skref í þágu rannsóknarinnar þótt málin séu ekki upplýst. 1. mars 2018 10:45 Grunur um að þjófar hafi verið sendir gegn vilja sínum hingað til lands af glæpahópum Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði. 4. mars 2018 19:19 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
Tuttugu og sex innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar, flest í Garðabæ, Grafavogi og Kópavogi. Þjófarnir sækjast helst eftir skartgripum enda verð á gulli í hámarki og er helst brotist inn í svefnherbergi í sérbýlum. Í Grafavogi var haldinn íbúafundur í dag til að efla nágrannavörslu. Frá því í desember hefur verið tilkynnt um 64 innbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þrettán innbrot í desember, tuttugu og fimm í janúar og tuttugu og sex í febrúar. Flest innbrotin hafa verið í Garðabæ eða fjórtán talsins, ellefu í Grafarvogi og tíu í Kópavogi. Í öðrum hverfum og sveitarfélögum hefur verið tilkynnt um eitt til fimm innbrot á síðustu þremur mánuðum. Fjórir menn, sem samkvæmt heimildum fréttastofu eru frá Litháen, eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að innbrotunum. Talið er að þeir séu hluti af stærri skipulögðum glæpahópum í Evrópu og í fréttum RÚV í gær kom fram að lögregla rannsaki hvort mennirnir séu sendir nauðugir til landsins og að um mansal sé að ræða, en einn þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi er aðeins sautján ára gamall.Greinilega sóst eftir skartgripum Einar Ásbjörnsson hjá lögreglunni í Grafarvogi segir að brotist sé inn í sérbýli og greinilega sé sóst eftir skartgripum enda hafi gull hækkað í verði síðustu ár og auðvelt sé að koma skartgripum úr landi. „Þeir virðast vita hvar Íslendingar geyma þetta. Sem er í svefnherbergjum og þeir miða á það. Ganga beint til verks og spenna upp glugga. Ganga svo snyrtilega um að fólk verður ekki vart við það fyrr en daginn eftir.“ Einar segir íbúa í Grafavogi vara um sig vegna fjölda innbrota síðustu mánuði. „Málið er að þeir sem verða fyrir svona, þetta er víst áfall. Það talar um þetta, varar nágranna við, fólk er svona á varðbergi.“ Rætt var við Söru Ósk Rodriguez Svönudóttur, afbrotafræðing og verkefnastjóra hjá Miðgarði, þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar í Grafarvogi, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Sara heldur utan um nágrannavörslu í hverfinu en á annað hundrað manns mættu á íbúafundinn í Grafarvogi. Aðspurð hvað fælist í nágrannavörslunni sagði hún hana meðal annars felast í því að nágrannar þekkist, hjálpi hver öðrum þegar farið sé að heiman og láti líta út fyrir að einhver sé heima.
Lögreglumál Tengdar fréttir Fjórir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot á höfuðborgarsvæðinu Handtökurnar fjórar eru sagðar mikilvægt skref í þágu rannsóknarinnar þótt málin séu ekki upplýst. 1. mars 2018 10:45 Grunur um að þjófar hafi verið sendir gegn vilja sínum hingað til lands af glæpahópum Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði. 4. mars 2018 19:19 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
Fjórir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot á höfuðborgarsvæðinu Handtökurnar fjórar eru sagðar mikilvægt skref í þágu rannsóknarinnar þótt málin séu ekki upplýst. 1. mars 2018 10:45
Grunur um að þjófar hafi verið sendir gegn vilja sínum hingað til lands af glæpahópum Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði. 4. mars 2018 19:19