Fjölgun jepplinga vinnur gegn samdrætti í losun Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2018 15:14 Vinsældir jepplinga hafa farið vaxandi um allan heim. Þeir eyða að jafnaði um 30% meira en minni bílar. Aukin notkun jepplinga vinnur þannig upp á móti ávinningi af minni útblæstri frá sparneytnari bensínbílum, raf- og tvinnbílum. Vísir/AFP Ein af hverjum þremur bifreiðum sem seldar voru í heiminum í fyrra var jepplingur. Vinsældir jepplinganna þýða að hægar gengur að draga úr eldsneytiseyðslu bifreiða en áður og þar með úr losun þeirra á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Samkvæmt tölum bifreiðarannsóknamiðstöðvarinnar JATO Dynamics hefur markaðshlutdeild jepplinga nánast þrefaldast í heiminum á einum áratug. New York Times segir að fjölgun eyðslufrekari jepplinga sé hindrun í vegi minnkandi losunar frá bifreiðum. Jepplingar eyði að jafnaði um 30% meira en minni bílar. Losun frá samgöngum nemur um 14% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Bílar og trukkar valda stærstum hluta losunar frá samgöngum.Fjárfesta mikið í jepplingum þrátt fyrir loforð um grænni bílaNokkur árangur hefur náðst í að takmarka losun frá bifreiðum undanfarin ár, bæði með tækni sem hefur gert hefðbundna bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti sparneytnari en einnig með tilkomu raf- og tvinnbíla. Þannig jókst sparneytni bifreiða um 1,8% á ári frá 2005 til 2008. Síðan þá og fram til 2015 hefur hins vegar hægt á þeim framförum. Sparneytnin jókst þá um 1,1% á ári á heimsvísu. Stórtækar fjárfestingar í þróun eyðslufrekari jepplinga kemur á sama tíma og stórir bílaframleiðendur hafa heitið því að einbeita sér frekar að umhverfisvænni raf- og tvinnbílum. Stórfyrirtæki eins og General Motors og Volkswagen hyggja þannig á stóra landvinninga í sölu jepplinga á næstu árum. Mun meiri hagnaðarvon er í jepplingunum fyrir bílaframleiðendurna en minni bíla. Á sama tíma tapa flestir bílaframleiðendur á framleiðslu rafbíla. Spáð er að svo verði áfram fram eftir byrjun næsta áratugs. Ráðgjafarfyrirtækið McKinsey áætlar að annar hver seldur bíll í Kína verði jepplingur fyrir árið 2022. Það gæti sett stórt strik í reikninginn þegar stjórnvöld reyna að koma böndum á gríðarlega loftmengun í borgum þar. Loftslagsmál Tengdar fréttir 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre Sjá meira
Ein af hverjum þremur bifreiðum sem seldar voru í heiminum í fyrra var jepplingur. Vinsældir jepplinganna þýða að hægar gengur að draga úr eldsneytiseyðslu bifreiða en áður og þar með úr losun þeirra á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Samkvæmt tölum bifreiðarannsóknamiðstöðvarinnar JATO Dynamics hefur markaðshlutdeild jepplinga nánast þrefaldast í heiminum á einum áratug. New York Times segir að fjölgun eyðslufrekari jepplinga sé hindrun í vegi minnkandi losunar frá bifreiðum. Jepplingar eyði að jafnaði um 30% meira en minni bílar. Losun frá samgöngum nemur um 14% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Bílar og trukkar valda stærstum hluta losunar frá samgöngum.Fjárfesta mikið í jepplingum þrátt fyrir loforð um grænni bílaNokkur árangur hefur náðst í að takmarka losun frá bifreiðum undanfarin ár, bæði með tækni sem hefur gert hefðbundna bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti sparneytnari en einnig með tilkomu raf- og tvinnbíla. Þannig jókst sparneytni bifreiða um 1,8% á ári frá 2005 til 2008. Síðan þá og fram til 2015 hefur hins vegar hægt á þeim framförum. Sparneytnin jókst þá um 1,1% á ári á heimsvísu. Stórtækar fjárfestingar í þróun eyðslufrekari jepplinga kemur á sama tíma og stórir bílaframleiðendur hafa heitið því að einbeita sér frekar að umhverfisvænni raf- og tvinnbílum. Stórfyrirtæki eins og General Motors og Volkswagen hyggja þannig á stóra landvinninga í sölu jepplinga á næstu árum. Mun meiri hagnaðarvon er í jepplingunum fyrir bílaframleiðendurna en minni bíla. Á sama tíma tapa flestir bílaframleiðendur á framleiðslu rafbíla. Spáð er að svo verði áfram fram eftir byrjun næsta áratugs. Ráðgjafarfyrirtækið McKinsey áætlar að annar hver seldur bíll í Kína verði jepplingur fyrir árið 2022. Það gæti sett stórt strik í reikninginn þegar stjórnvöld reyna að koma böndum á gríðarlega loftmengun í borgum þar.
Loftslagsmál Tengdar fréttir 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre Sjá meira
2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49
Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45