Innlent

400 hafa þegar kosið í Eflingu

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Sólveig Anna Jónsdóttir og Ingvar Vigur Halldórsson takast á í leiðtogakjöri innan Eflingar með sína hópa.
Sólveig Anna Jónsdóttir og Ingvar Vigur Halldórsson takast á í leiðtogakjöri innan Eflingar með sína hópa. Vísir
 Um 400 manns hafa kosið utan kjörfundar í kosningu um nýjan formann og stjórn Eflingar. Kjörfundur hefst klukkan níu í dag á skrifstofu félagsins að Guðrúnartúni 1 og stendur til kl. 16 á morgun.

„Það hefur aldrei verið rafræn kosning hjá Eflingu,“ segir Magnús M. Norðdahl, formaður Kjörstjórnar Eflingar. Aðspurður segir Magnús reynslu ASÍ sýna að þátttaka í rafrænum kosningum sé ekki meiri en í kjörstaðakosningum.

„Það var mat þeirra sem gerst þekkja til að það væri farsælla að vera ekki með einhverja tilraunastarfsemi í því sambandi innan félagsins en nota frekar annað tækifæri til þess,“ segir Magnús.




Tengdar fréttir

Þúsundir utan kjörskrárinnar

Af þeim tæplega 25 þúsund manns sem greiða eða hafa greitt iðgjöld til Eflingar á undanförnum 12 mánuðum eru aðeins rúmlega 16 þúsund á kjörskrá vegna stjórnarkjörs í stéttarfélaginu Eflingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×