Sögðu skilið við plaströr um helgina Guðný Hrönn skrifar 5. mars 2018 07:00 Geoffrey Þór Huntington-Williams hefur umsjón með rekstri Priksins, Húrra og Bravó. Margt fólk og fyrirtæki reyna nú að draga úr plastnotkun með ýmsum hætti til að sporna gegn plastmengun sem er stórt vandamál víða um heim. Sem dæmi um fyrirtæki sem tók nýverið skref í átt að minni plastnotkun má nefna Mjólkursamsöluna. „Nú tökum við aftur jákvætt skref í umhverfismálum og drögum úr plastnotkun með því að hætta að setja rör á G-mjólkina. Minna plast og enn auðveldara að skila til endurvinnslu,“ sagði í tilkynningu MS sem birtist seint í síðasta mánuð. Dæmi um önnur fyrirtæki sem vinna nú að því að minnka plast eru veitinga- og skemmtistaðirnir Prikið, Húrra og Bravó en um helgina var tilkynnt að á þeim stöðum væri hætt að bjóða viðskiptavinum upp á sogrör úr plasti. Áætlað er að áður hafi um 20.000 plaströr endað í ruslinu á mánuði á þessum stöðum. „Ef við tökum bara Prikið, þá eru það um 1.500-2.000 rör sem sparast á viku,“ segir Geoffrey Þór Huntington-Williams, framkvæmdastjóri Priksins. „Og ef við tökum Bravó og Húrra með í dæmið líka, þá er þetta rosalegt magn sogröra á mánuði,“ segir Geoffrey sem hefur einnig yfirumsjón með rekstri Bravó og Húrra.Ógrynni einnota sogröra úr plasti fer í ruslið á degi hverjum. Vonandi munu slík plaströr heyra sögunni til í framtíðinni.Vísir/gettyGeoffrey segir starfsfólk Priksins stöðugt vera að leita leiða til þess að minnka sorp. „Við erum alltaf að reyna að taka skref í rétta átt og þetta er mjög eðlileg þróun,“ útskýrir hann. Hann segir fyrstu viðbrögð vera góð. „Viðbrögðin hafa verið vægast sagt góð, þetta er eitthvað sem fólk vill.“ Geoffrey bætir við að það fólk sem þarf á sogrörum að halda geti fengið papparör. „Auðvitað verða einhver rör í boði fyrir það fólk með vantar nauðsynlega rör, til dæmis ung börn og annað fólk sem á erfitt með að drekka úr glasi, þá bjóðum við upp á papparör í staðinn. Svo hefur fólk sagt okkur frá fjölnota málmrörum og við erum að skoða þetta allt saman. En við tökum allavega plastið út.“ Spurður út í hvort hann sjái fyrir sér að aðrar og svipaðar breytingar verði gerðar á þessum stöðum á næstu misserum segir hann: „Það er ekkert ákveðið en við höldum alltaf áfram því þetta eru kannski litlir hlutir og litlar ákvarðanir sem geta skilað miklu.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Margt fólk og fyrirtæki reyna nú að draga úr plastnotkun með ýmsum hætti til að sporna gegn plastmengun sem er stórt vandamál víða um heim. Sem dæmi um fyrirtæki sem tók nýverið skref í átt að minni plastnotkun má nefna Mjólkursamsöluna. „Nú tökum við aftur jákvætt skref í umhverfismálum og drögum úr plastnotkun með því að hætta að setja rör á G-mjólkina. Minna plast og enn auðveldara að skila til endurvinnslu,“ sagði í tilkynningu MS sem birtist seint í síðasta mánuð. Dæmi um önnur fyrirtæki sem vinna nú að því að minnka plast eru veitinga- og skemmtistaðirnir Prikið, Húrra og Bravó en um helgina var tilkynnt að á þeim stöðum væri hætt að bjóða viðskiptavinum upp á sogrör úr plasti. Áætlað er að áður hafi um 20.000 plaströr endað í ruslinu á mánuði á þessum stöðum. „Ef við tökum bara Prikið, þá eru það um 1.500-2.000 rör sem sparast á viku,“ segir Geoffrey Þór Huntington-Williams, framkvæmdastjóri Priksins. „Og ef við tökum Bravó og Húrra með í dæmið líka, þá er þetta rosalegt magn sogröra á mánuði,“ segir Geoffrey sem hefur einnig yfirumsjón með rekstri Bravó og Húrra.Ógrynni einnota sogröra úr plasti fer í ruslið á degi hverjum. Vonandi munu slík plaströr heyra sögunni til í framtíðinni.Vísir/gettyGeoffrey segir starfsfólk Priksins stöðugt vera að leita leiða til þess að minnka sorp. „Við erum alltaf að reyna að taka skref í rétta átt og þetta er mjög eðlileg þróun,“ útskýrir hann. Hann segir fyrstu viðbrögð vera góð. „Viðbrögðin hafa verið vægast sagt góð, þetta er eitthvað sem fólk vill.“ Geoffrey bætir við að það fólk sem þarf á sogrörum að halda geti fengið papparör. „Auðvitað verða einhver rör í boði fyrir það fólk með vantar nauðsynlega rör, til dæmis ung börn og annað fólk sem á erfitt með að drekka úr glasi, þá bjóðum við upp á papparör í staðinn. Svo hefur fólk sagt okkur frá fjölnota málmrörum og við erum að skoða þetta allt saman. En við tökum allavega plastið út.“ Spurður út í hvort hann sjái fyrir sér að aðrar og svipaðar breytingar verði gerðar á þessum stöðum á næstu misserum segir hann: „Það er ekkert ákveðið en við höldum alltaf áfram því þetta eru kannski litlir hlutir og litlar ákvarðanir sem geta skilað miklu.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira