Ákveðin í að verða læknir frá því hún var þriggja ára Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. mars 2018 07:00 Góð stækkunargleraugu eru grundvallaratriði þegar hárfínar æðar eru saumaðar. Ragnheiður Martha Jóhannesdóttir er fyrst íslenskra kvenna til að leggja fyrir sig hjarta- og lungnaskurðlækningar. Fyrir rúmri viku framkvæmdi hún sína fyrstu hjartaaðgerð. Hún kveðst hafa beðið lengi eftir þessum tímamótum. Ragnheiður Martha er nývöknuð þegar slegið er á þráðinn til hennar síðdegis einn daginn. Hún hafði verið á næturvakt á sjúkrahúsinu í Umeå í Svíþjóð þar sem hún er með stöðu á hjarta- og lungnaskurðdeildinni og sérhæfir sig í þeirri grein lækninga sem þar er stunduð. Fyrsta spurning til hennar er: Er ekki kalt í Umeå? „Það voru mínus 30 gráður í morgun, svo var sól í dag en þegar hún hvarf varð skítkalt aftur. En það er stillilogn. Ég geng bara um með trefil fyrir andlitinu.“ Fyrstu hjartaaðgerðina gerði Ragnheiður Martha fyrir rúmri viku. Var það ekki sérstök tilfinning? „Jú, það er eitthvað sem ég er búin að bíða eftir lengi. Er auðvitað búin að aðstoða við margar aðgerðir og hef gert nokkrar minni lungnaaðgerðir en aldrei heila hjartaaðgerð frá upphafi til enda, svo það var stórt skref á ferlinum. Þetta var kransæðahjáveituaðgerð. Þá tekur maður æðar annars staðar frá og tengir fram hjá stíflunni. Saumar æðarnar saman með mjög þunnum þræði og fínum nálum því þær eru bara einn til tveir millimetrar á breidd. Ég var með sérfræðing sem leiðbeindi mér og fleira fagfólk kringum mig sem ég hef unnið með síðustu mánuðina, andrúmsloftið var þægilegt og allt gekk vel.“Ragnheiður Martha JóhannesdóttirRagnheiður Martha er 31 árs. Hún kveðst hafa verið í skóla síðan hún var sex ára, fyrst í Grafarvoginum, svo í menntaskóla þaðan sem hún fór beint í læknisfræðina. Nú á hún tvö til þrjú ár eftir af sérnáminu. Var hún snemma ákveðin í að verða læknir? „Já, eiginlega frá því ég man eftir mér. Ég var einmitt að tala við ömmu fyrir helgi og hún man að þriggja, fjögurra ára sagðist ég ætla að verða læknir.“ Hún hefur búið í Svíþjóð frá því í apríl 2015. „Ég er mjög ánægð og á deildinni hér í Umeå, þar er mér tekið eins og einni úr fjölskyldunni. Svo er maðurinn minn hér í byggingarvinnu og hefur nóg að gera. Við erum búin að kaupa okkur lóð úti í skógi og ætlum að byggja þar yfir okkur og hundinn en verðum að byrja á skógarhöggi.“ En komist þið í heimsóknir til Íslands fyrst þið fenguð ykkur hund? „Já, það er úrval af fólki hér með próf í að passa hunda og hefur aðstöðu til þess. Við komum síðast heim í fyrrasumar. En það er nóg að gera hjá okkur. Svo eru tvö flug heim. Fyrst klukkutíma flug frá Umeå til Stokkhólms og svo þaðan heim. Þetta er smá spölur.“ Ragnheiður kveðst aðeins byrjuð að iðka skíðasport, enda segir hún nauðsynlegt að nýta snjóinn. „Hér eru allir á gönguskíðum og það eru flottar leiðir út um allt. Svo er mikil hokkímenning hérna og allir krakkar á skautum. Nokkur ísilögð vötn eru í nágrenninu svo aðstæður til iðkunar eru góðar,“ segir Ragnheiður Martha Jóhannesdóttir skurðlæknir að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Ragnheiður Martha Jóhannesdóttir er fyrst íslenskra kvenna til að leggja fyrir sig hjarta- og lungnaskurðlækningar. Fyrir rúmri viku framkvæmdi hún sína fyrstu hjartaaðgerð. Hún kveðst hafa beðið lengi eftir þessum tímamótum. Ragnheiður Martha er nývöknuð þegar slegið er á þráðinn til hennar síðdegis einn daginn. Hún hafði verið á næturvakt á sjúkrahúsinu í Umeå í Svíþjóð þar sem hún er með stöðu á hjarta- og lungnaskurðdeildinni og sérhæfir sig í þeirri grein lækninga sem þar er stunduð. Fyrsta spurning til hennar er: Er ekki kalt í Umeå? „Það voru mínus 30 gráður í morgun, svo var sól í dag en þegar hún hvarf varð skítkalt aftur. En það er stillilogn. Ég geng bara um með trefil fyrir andlitinu.“ Fyrstu hjartaaðgerðina gerði Ragnheiður Martha fyrir rúmri viku. Var það ekki sérstök tilfinning? „Jú, það er eitthvað sem ég er búin að bíða eftir lengi. Er auðvitað búin að aðstoða við margar aðgerðir og hef gert nokkrar minni lungnaaðgerðir en aldrei heila hjartaaðgerð frá upphafi til enda, svo það var stórt skref á ferlinum. Þetta var kransæðahjáveituaðgerð. Þá tekur maður æðar annars staðar frá og tengir fram hjá stíflunni. Saumar æðarnar saman með mjög þunnum þræði og fínum nálum því þær eru bara einn til tveir millimetrar á breidd. Ég var með sérfræðing sem leiðbeindi mér og fleira fagfólk kringum mig sem ég hef unnið með síðustu mánuðina, andrúmsloftið var þægilegt og allt gekk vel.“Ragnheiður Martha JóhannesdóttirRagnheiður Martha er 31 árs. Hún kveðst hafa verið í skóla síðan hún var sex ára, fyrst í Grafarvoginum, svo í menntaskóla þaðan sem hún fór beint í læknisfræðina. Nú á hún tvö til þrjú ár eftir af sérnáminu. Var hún snemma ákveðin í að verða læknir? „Já, eiginlega frá því ég man eftir mér. Ég var einmitt að tala við ömmu fyrir helgi og hún man að þriggja, fjögurra ára sagðist ég ætla að verða læknir.“ Hún hefur búið í Svíþjóð frá því í apríl 2015. „Ég er mjög ánægð og á deildinni hér í Umeå, þar er mér tekið eins og einni úr fjölskyldunni. Svo er maðurinn minn hér í byggingarvinnu og hefur nóg að gera. Við erum búin að kaupa okkur lóð úti í skógi og ætlum að byggja þar yfir okkur og hundinn en verðum að byrja á skógarhöggi.“ En komist þið í heimsóknir til Íslands fyrst þið fenguð ykkur hund? „Já, það er úrval af fólki hér með próf í að passa hunda og hefur aðstöðu til þess. Við komum síðast heim í fyrrasumar. En það er nóg að gera hjá okkur. Svo eru tvö flug heim. Fyrst klukkutíma flug frá Umeå til Stokkhólms og svo þaðan heim. Þetta er smá spölur.“ Ragnheiður kveðst aðeins byrjuð að iðka skíðasport, enda segir hún nauðsynlegt að nýta snjóinn. „Hér eru allir á gönguskíðum og það eru flottar leiðir út um allt. Svo er mikil hokkímenning hérna og allir krakkar á skautum. Nokkur ísilögð vötn eru í nágrenninu svo aðstæður til iðkunar eru góðar,“ segir Ragnheiður Martha Jóhannesdóttir skurðlæknir að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira