Segir brotið á mannréttindum fólks í geðrofi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. mars 2018 20:00 Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. Dæmi eru um að fólk í geðrofi og undir áhrifum vímuefna fái ekki viðeigandi aðstoð innan heilbrigðiskerfisins og sé því vistað í fangaklefa, þar sem það á ekkert erindi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var rætt við Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjón hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk sem er í geðrofi og undir áhrifum vímuefna en tilfellum fer fjölgandi þar sem fólk í slíku ástandi er sett í fangaklefa, þar sem það á ekkert erindi, heldur frekar innan heilbrigðisstofnunar að hans sögn. Fréttastofan veit um að minnsta kosti þrjú tilfelli á skömmum tíma þar sem fólk í geðrofi hafi ætlað eða náð að skaða sig illa á meðan það var vistað í fangageymslu. „Það gerist oft, jafnvel tvisvar til þrisvar sinnum í viku, sem við teljum að að við séum með einstakling hjá okkur sem að við teljum að ætti ekki að vera hjá okkur, sem er þá einstaklingur sem að er í einhverskonar rofi en er í vímu, þá tekur heilbrigðiskerfið ekki við honum,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Fólk í þessu ástandi er sagt með tvíþættan vanda. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Ásgeirs um úrræðaleysi. „Við höfum fengið ábendingar um það að það sé tekið mis vel á móti fólki. Sífellt fleiri ábendingar varðandi þetta og í framhaldi af því þá höfum við sent erindi til beggja stóru spítalanna, bæði á Akureyri og hér í Reykjavík, og spurt hreinlega út í það hvernig sé tekið á móti fólki með tvíþættan vanda,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar.Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastýra Geðhjálpar.Vísir/Anton BrinkSé bráðavandi til staðar, til dæmis sjálfsvígshætta er fólk öllu jafna tekið inn á bráðageðdeild. „Ef það getur ekki tjáð sig almennilega og sé ekki í bráðahættu, er það sent heim,“ segir Anna. Það verður að teljast undarlegt því hvernig er hægt að meta einstakling sem getur ekki tjáð sig. Anna segir að í svörum spítalanna tveggja komi fram að í undantekningar tilfellum sé óskað aðstoðar lögreglu til að vista einstaklinga í geðrofi vegna sjálfskaðahættu og hættu fyrir starfsfólk og aðra sjúklinga. Hins vegar segja dæmin að tilfellum fer fjölgandi, að þessi hópur fólks sé vistað í fangaklefa. Hún segir mikið af ungu fólki sem eigi við tvíþættan vanda að stríða í dag sökum geðrofs og fíkniefna og að vandamálið stækki hratt. „Við þekkjum því miður dæmi um það þetta að fólk sem á heima innan heilbrigðiskerfisins lendir í fangaklefa og þetta er mjög slæmt og brýtur algjörlega í bága við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, bæði varðandi aðgengi að heilsu og vernd gegn grimmúðlegri meðferð,“ segir Anna. Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Fólk í fangaklefa sem á ekkert erindi þangað Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er set í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. 3. mars 2018 19:37 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. Dæmi eru um að fólk í geðrofi og undir áhrifum vímuefna fái ekki viðeigandi aðstoð innan heilbrigðiskerfisins og sé því vistað í fangaklefa, þar sem það á ekkert erindi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var rætt við Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjón hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk sem er í geðrofi og undir áhrifum vímuefna en tilfellum fer fjölgandi þar sem fólk í slíku ástandi er sett í fangaklefa, þar sem það á ekkert erindi, heldur frekar innan heilbrigðisstofnunar að hans sögn. Fréttastofan veit um að minnsta kosti þrjú tilfelli á skömmum tíma þar sem fólk í geðrofi hafi ætlað eða náð að skaða sig illa á meðan það var vistað í fangageymslu. „Það gerist oft, jafnvel tvisvar til þrisvar sinnum í viku, sem við teljum að að við séum með einstakling hjá okkur sem að við teljum að ætti ekki að vera hjá okkur, sem er þá einstaklingur sem að er í einhverskonar rofi en er í vímu, þá tekur heilbrigðiskerfið ekki við honum,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Fólk í þessu ástandi er sagt með tvíþættan vanda. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Ásgeirs um úrræðaleysi. „Við höfum fengið ábendingar um það að það sé tekið mis vel á móti fólki. Sífellt fleiri ábendingar varðandi þetta og í framhaldi af því þá höfum við sent erindi til beggja stóru spítalanna, bæði á Akureyri og hér í Reykjavík, og spurt hreinlega út í það hvernig sé tekið á móti fólki með tvíþættan vanda,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar.Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastýra Geðhjálpar.Vísir/Anton BrinkSé bráðavandi til staðar, til dæmis sjálfsvígshætta er fólk öllu jafna tekið inn á bráðageðdeild. „Ef það getur ekki tjáð sig almennilega og sé ekki í bráðahættu, er það sent heim,“ segir Anna. Það verður að teljast undarlegt því hvernig er hægt að meta einstakling sem getur ekki tjáð sig. Anna segir að í svörum spítalanna tveggja komi fram að í undantekningar tilfellum sé óskað aðstoðar lögreglu til að vista einstaklinga í geðrofi vegna sjálfskaðahættu og hættu fyrir starfsfólk og aðra sjúklinga. Hins vegar segja dæmin að tilfellum fer fjölgandi, að þessi hópur fólks sé vistað í fangaklefa. Hún segir mikið af ungu fólki sem eigi við tvíþættan vanda að stríða í dag sökum geðrofs og fíkniefna og að vandamálið stækki hratt. „Við þekkjum því miður dæmi um það þetta að fólk sem á heima innan heilbrigðiskerfisins lendir í fangaklefa og þetta er mjög slæmt og brýtur algjörlega í bága við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, bæði varðandi aðgengi að heilsu og vernd gegn grimmúðlegri meðferð,“ segir Anna.
Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Fólk í fangaklefa sem á ekkert erindi þangað Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er set í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. 3. mars 2018 19:37 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Fólk í fangaklefa sem á ekkert erindi þangað Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er set í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. 3. mars 2018 19:37
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent