Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. mars 2018 09:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur engar áhyggjur af komandi viðskiptastríði. Nordicphotos/AFP Bandaríkin Viðskiptastríð eru góð fyrir almenning og það er auðvelt að vinna þau. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær þegar hann brást við ósætti annarra ríkja við ákvörðun forsetans um að setja 25 prósenta innflutningstoll á stál og tíu prósent á ál. „Við verðum að vernda landið okkar og verkamennina okkar. Stáliðnaðurinn okkar er í slæmu standi. EF ÞÚ ERT EKKI MEÐ STÁL ERTU EKKI MEÐ RÍKI,“ tísti forsetinn. Jafnframt sagði hann að ekki væri skynsamlegt að leggja tolla á innfluttar vörur þegar önnur ríki legðu tolla á vörur sem fluttar eru þangað frá Bandaríkjunum. Trump sagði aukinheldur að þar sem Bandaríkin væru með milljarða dala viðskiptahalla gagnvart nærri hvaða ríki sem er væri þörf á viðskiptastríði. „Til dæmis, þegar við erum með hundrað milljarða dala viðskiptahalla gagnvart ákveðnu landi ættum við að hætta þeim viðskiptum. Við vinnum stórsigur. Það er auðvelt!“ Yfirvöld bæði í Kanada og Evrópusambandinu hafa nú þegar tilkynnt um að ráðist verði í gagnaðgerðir af einhverju tagi. Þá eru Mexíkó, Kína og Brasilía að velta fyrir sér að gera slíkt hið sama. Theo Leggett, fréttaskýrandi BBC, var í gær ósammála fullyrðingu forsetans. „Ef viðskiptastríð væru í raun og veru góð og það væri auðvelt að vinna þau væri Alþjóðaviðskiptastofnunin ekki til,“ sagði í skýringu Leggetts. Flestar þjóðir teldu ákjósanlegra að semja um ágreiningsmál. Verndarstefna gæti skaðað alla hlutaðeigandi aðila. Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands, sagði í gær að ákvörðun Trumps væri óásættanleg. „Bandaríkin þurfa að átta sig á því að ef þau fylgja þessu eftir mun Evrópusambandið svara því á samhæfðan hátt. Einhliða aðgerð sem þessi er óásættanleg. Slíkar aðgerðir gætu haft mikil og varanleg áhrif á evrópskt hagkerfi.“ Talsmaður breska forsætisráðuneytisins sagði Bretlandsstjórn nú ræða við Trump um hvað fælist í aðgerðunum. „Við höfum sérstakar áhyggjur af því hvernig þetta gæti bitnað á breskum ál- og stáliðnaði.“ Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Donald Trump Mexíkó Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Bandaríkin Viðskiptastríð eru góð fyrir almenning og það er auðvelt að vinna þau. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær þegar hann brást við ósætti annarra ríkja við ákvörðun forsetans um að setja 25 prósenta innflutningstoll á stál og tíu prósent á ál. „Við verðum að vernda landið okkar og verkamennina okkar. Stáliðnaðurinn okkar er í slæmu standi. EF ÞÚ ERT EKKI MEÐ STÁL ERTU EKKI MEÐ RÍKI,“ tísti forsetinn. Jafnframt sagði hann að ekki væri skynsamlegt að leggja tolla á innfluttar vörur þegar önnur ríki legðu tolla á vörur sem fluttar eru þangað frá Bandaríkjunum. Trump sagði aukinheldur að þar sem Bandaríkin væru með milljarða dala viðskiptahalla gagnvart nærri hvaða ríki sem er væri þörf á viðskiptastríði. „Til dæmis, þegar við erum með hundrað milljarða dala viðskiptahalla gagnvart ákveðnu landi ættum við að hætta þeim viðskiptum. Við vinnum stórsigur. Það er auðvelt!“ Yfirvöld bæði í Kanada og Evrópusambandinu hafa nú þegar tilkynnt um að ráðist verði í gagnaðgerðir af einhverju tagi. Þá eru Mexíkó, Kína og Brasilía að velta fyrir sér að gera slíkt hið sama. Theo Leggett, fréttaskýrandi BBC, var í gær ósammála fullyrðingu forsetans. „Ef viðskiptastríð væru í raun og veru góð og það væri auðvelt að vinna þau væri Alþjóðaviðskiptastofnunin ekki til,“ sagði í skýringu Leggetts. Flestar þjóðir teldu ákjósanlegra að semja um ágreiningsmál. Verndarstefna gæti skaðað alla hlutaðeigandi aðila. Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands, sagði í gær að ákvörðun Trumps væri óásættanleg. „Bandaríkin þurfa að átta sig á því að ef þau fylgja þessu eftir mun Evrópusambandið svara því á samhæfðan hátt. Einhliða aðgerð sem þessi er óásættanleg. Slíkar aðgerðir gætu haft mikil og varanleg áhrif á evrópskt hagkerfi.“ Talsmaður breska forsætisráðuneytisins sagði Bretlandsstjórn nú ræða við Trump um hvað fælist í aðgerðunum. „Við höfum sérstakar áhyggjur af því hvernig þetta gæti bitnað á breskum ál- og stáliðnaði.“
Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Donald Trump Mexíkó Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent