Segir ríkisstjórnina ekki ráða við að koma á félagslegum stöðugleika Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2018 18:50 Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina annað hvort ekki ráða við eða ekki hafa áhuga á að efla félagslega stöðugleika í landinu. Landsfundur flokksins hófst á Natura hótelinu í dag. Logi var eðlilega nokkuð með hugann við sveitarstjórnarkosningarnar í vor og þakkaði sterkri stöðu flokksins í sveitarstjórnum, meðal annars fyrir upprisu hans í síðustu þingkosningum. Reykjavík væri mikilvægasta vígi flokksins í komandi kosningum. „Ríkisstjórnin ræður ekki við, eða hefur ekki áhuga á, að efla félagslegan stöðugleika. Það að lang stærstu aðildarfélögin innan ASÍ, vilji segja upp kjarasamningum segir ákveðna sögu. Getuleysið til að fjármagna bætt kjör almennings er ömurlegt og ógnar félagslegum og efnahagslegum stöðugleika,“ sagði Logi.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var á staðnum.Mynd/Berglaug GarðarsdóttirLogi kom inn á vopnaflutninga Atlanta, sem hann sagði eiga sér stað á sama tíma og framlög til þróunarmála og móttaka flóttamanna væru langt undir eðlilegum mörkum. „Vopnaflutningur til stríðshrjáðra landa var heimilaður á sama tíma og framlög til þróunarmála og móttaka flóttamanna eru langt frá eðlilegum viðmiðum. Þingið hefur ekki bönd á sjálftöku þingmanna; birta upplýsingar illa, seint eða alls ekki. Skýrslum er leynt og stjórnsýslan stenst illa skoðun. Og loks situr dómsmálaráðherra brött, þrátt fyrir að fengið á sig hæstaréttardóm vegna skipan heils nýs dómstigs Þessi vinnubrögð og valdhroki verða ekki á okkar vakt. Þau eru hluti af gamaldags stjórnmálamenningu sem er löngu tímabært að kveðja,“ sagði Logi. Formaðurinn flytur eiginlega stefnuræðu sína eftir endurkjör hans í formannsembættið á morgun. En í dag þakkaði hann flokksmönnum öllum sem saman hefði tekist að reisa flokkinn við eftir mikinn kosningaósigur árið 2016. „Við erum mætt aftur til leiks, ætlum okkur góðan árangur í sveitarstjórnarkosningum í vor og verða aftur sá burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum sem almenningur þarfnast.“ Tengdar fréttir Bein útsending frá landsfundi Samfylkingarinnar Formaðurinn flytur setningarræðu og borgarstjóri kynnir áhersluatriði fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 2. mars 2018 16:00 Logi kjörinn formaður með öllum greiddum atkvæðum Fullkomin samstaða var um Loga Má Einarsson á landsfundi Samfylkarinnar. 2. mars 2018 18:16 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina annað hvort ekki ráða við eða ekki hafa áhuga á að efla félagslega stöðugleika í landinu. Landsfundur flokksins hófst á Natura hótelinu í dag. Logi var eðlilega nokkuð með hugann við sveitarstjórnarkosningarnar í vor og þakkaði sterkri stöðu flokksins í sveitarstjórnum, meðal annars fyrir upprisu hans í síðustu þingkosningum. Reykjavík væri mikilvægasta vígi flokksins í komandi kosningum. „Ríkisstjórnin ræður ekki við, eða hefur ekki áhuga á, að efla félagslegan stöðugleika. Það að lang stærstu aðildarfélögin innan ASÍ, vilji segja upp kjarasamningum segir ákveðna sögu. Getuleysið til að fjármagna bætt kjör almennings er ömurlegt og ógnar félagslegum og efnahagslegum stöðugleika,“ sagði Logi.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var á staðnum.Mynd/Berglaug GarðarsdóttirLogi kom inn á vopnaflutninga Atlanta, sem hann sagði eiga sér stað á sama tíma og framlög til þróunarmála og móttaka flóttamanna væru langt undir eðlilegum mörkum. „Vopnaflutningur til stríðshrjáðra landa var heimilaður á sama tíma og framlög til þróunarmála og móttaka flóttamanna eru langt frá eðlilegum viðmiðum. Þingið hefur ekki bönd á sjálftöku þingmanna; birta upplýsingar illa, seint eða alls ekki. Skýrslum er leynt og stjórnsýslan stenst illa skoðun. Og loks situr dómsmálaráðherra brött, þrátt fyrir að fengið á sig hæstaréttardóm vegna skipan heils nýs dómstigs Þessi vinnubrögð og valdhroki verða ekki á okkar vakt. Þau eru hluti af gamaldags stjórnmálamenningu sem er löngu tímabært að kveðja,“ sagði Logi. Formaðurinn flytur eiginlega stefnuræðu sína eftir endurkjör hans í formannsembættið á morgun. En í dag þakkaði hann flokksmönnum öllum sem saman hefði tekist að reisa flokkinn við eftir mikinn kosningaósigur árið 2016. „Við erum mætt aftur til leiks, ætlum okkur góðan árangur í sveitarstjórnarkosningum í vor og verða aftur sá burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum sem almenningur þarfnast.“
Tengdar fréttir Bein útsending frá landsfundi Samfylkingarinnar Formaðurinn flytur setningarræðu og borgarstjóri kynnir áhersluatriði fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 2. mars 2018 16:00 Logi kjörinn formaður með öllum greiddum atkvæðum Fullkomin samstaða var um Loga Má Einarsson á landsfundi Samfylkarinnar. 2. mars 2018 18:16 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Bein útsending frá landsfundi Samfylkingarinnar Formaðurinn flytur setningarræðu og borgarstjóri kynnir áhersluatriði fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 2. mars 2018 16:00
Logi kjörinn formaður með öllum greiddum atkvæðum Fullkomin samstaða var um Loga Má Einarsson á landsfundi Samfylkarinnar. 2. mars 2018 18:16