Biskup segist ekki gefa neinn afslátt þegar ásakanir um ofbeldi koma upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. mars 2018 12:10 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Vilhelm Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hefur svarað gagnrýni úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar um meðferð í máli Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju. Hún segist engan afslátt gefa þegar ásakanir um áreiti eða ofbeldi koma upp og hyggst jafnframt skýra ákvörðun sína fyrir áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar, verði málinu áfrýjað. Í frétt Fréttablaðsins, sem birt var í morgun, kemur fram að úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar gagnrýni bæði biskupsembættið og fagráð þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota harðlega fyrir þá málsmeðferð sem fagráðið viðhafði í málum gegn Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju. Taldi úrskurðarnefndin að málsmeðferð biskups hafi í einu málinu verið í veigamiklum þáttum ábótavant, þ.m.t. sú ákvörðun biskups að senda Ólaf í leyfi á meðan rannsókn stóð yfir.Tekur ásakanir um háttsemina alvarlega Í yfirlýsingu sem biskup sendi frá sér í dag segir að afstaða hennar í málinu sé skýr og að æðsti embættismaður kirkjunnar skuli alltaf bregðast við í málum sem þessum. „Mín afstaða er skýr. Biskup hlýtur ávallt að taka ásakanir um óviðeigandi háttsemi presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar alvarlega. Það á sérstaklega við þegar grunur leikur á áreiti af kynferðislegum toga eða öðru ofbeldi,“ skrifar biskup. „Það er í mínum huga óhugsandi, að æðsti embættismaður kirkjunnar stígi til hliðar og bregðist ekki við ef einstaklingur leitar til embættisins eftir hjálp við leysa úr erfiðum og viðkvæmum málum.“Vill standa vörð um rétt þolenda Þá segir biskup samskipti presta við sóknarbörn og samstarfsfólk á vettvangi kirkjunnar eiga að vera hafin yfir allan vafa og á milli þeirra verði að ríkja algjört traust. Hún ítrekar auk þess að hún muni rannsaka mál Ólafs áfram. „Ég vil standa vörð um rétt þeirra sem telja á sér brotið í samskiptum á kirkjulegum vettvangi og mun áfram leggja mitt af mörkum við að brjóta viðkvæm mál til mergjar. Það er forsenda þess að traust ríki á milli fólks í kirkjusamfélaginu.“ Biskup segir einnig að verði málinu áfrýjað muni hún skýra aðkomu og afstöðu sína fyrir áfrýjunarnefnd. „Enda gef ég engan afslátt gefið þegar ásakanir um alvarlegan trúnaðarbrest, áreiti eða ofbeldi koma upp.“ Úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar féllst á dögunum á að séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefði brotið af sér í starfi með kynferðislegri áreitni í garð tveggja kvenna. Biskupi er falið að ákveða refsingu séra Ólafs. Yfirlýsing biskups Íslands í heild:Í niðurstöðu úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar í einu máli af fimm sem varða umdeild samskipti sóknarprests við samstarfsfólk sitt, eru afskipti mín af málinu gagnrýnd og sögð úr takti við starfsreglur. Nefndin gagnrýnir að ég hafi sem yfirmaður sóknarprestsins sent hann í leyfi á meðan umkvartanir sem beindust að honum væru rannsakaðar.Mín afstaða er skýr. Biskup hlýtur ávallt að taka ásakanir um óviðeigandi háttsemi presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar alvarlega. Það á sérstaklega við þegar grunur leikur á áreiti af kynferðislegum toga eða öðru ofbeldi. Það er í mínum huga óhugsandi, að æðsti embættismaður kirkjunnar stígi til hliðar og bregðist ekki við ef einstaklingur leitar til embættisins eftir hjálp við leysa úr erfiðum og viðkvæmum málum.Samskipti presta við sóknarbörn og samstarfsfólk á vettvangi kirkjunnar eiga að vera hafin yfir allan vafa. Þar verður að ríkja algjört traust.Ég vil standa vörð um rétt þeirra sem telja á sér brotið í samskiptum á kirkjulegum vettvangi og mun áfram leggja mitt af mörkum við að brjóta viðkvæm mál til mergjar. Það er forsenda þess að traust ríki á milli fólks í kirkjusamfélaginu.Komi til áfrýjunar í umræddu máli mun ég leggja mig fram um að skýra aðkomu mína og afstöðu fyrir áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar, enda get ég engan afslátt gefið þegar ásakanir um alvarlegan trúnaðarbrest, áreiti eða ofbeldi koma upp. Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Biskup og fagráð eru harðlega gagnrýnd af úrskurðarnefnd Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar gagnrýnir málsmeðferð fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota. Málsmeðferð hafi ekki verið í samræmi við stjórnsýslulög né skýrar reglur kirkjunnar um meðferð slíkra mála. 2. mars 2018 07:00 Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hefur svarað gagnrýni úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar um meðferð í máli Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju. Hún segist engan afslátt gefa þegar ásakanir um áreiti eða ofbeldi koma upp og hyggst jafnframt skýra ákvörðun sína fyrir áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar, verði málinu áfrýjað. Í frétt Fréttablaðsins, sem birt var í morgun, kemur fram að úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar gagnrýni bæði biskupsembættið og fagráð þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota harðlega fyrir þá málsmeðferð sem fagráðið viðhafði í málum gegn Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju. Taldi úrskurðarnefndin að málsmeðferð biskups hafi í einu málinu verið í veigamiklum þáttum ábótavant, þ.m.t. sú ákvörðun biskups að senda Ólaf í leyfi á meðan rannsókn stóð yfir.Tekur ásakanir um háttsemina alvarlega Í yfirlýsingu sem biskup sendi frá sér í dag segir að afstaða hennar í málinu sé skýr og að æðsti embættismaður kirkjunnar skuli alltaf bregðast við í málum sem þessum. „Mín afstaða er skýr. Biskup hlýtur ávallt að taka ásakanir um óviðeigandi háttsemi presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar alvarlega. Það á sérstaklega við þegar grunur leikur á áreiti af kynferðislegum toga eða öðru ofbeldi,“ skrifar biskup. „Það er í mínum huga óhugsandi, að æðsti embættismaður kirkjunnar stígi til hliðar og bregðist ekki við ef einstaklingur leitar til embættisins eftir hjálp við leysa úr erfiðum og viðkvæmum málum.“Vill standa vörð um rétt þolenda Þá segir biskup samskipti presta við sóknarbörn og samstarfsfólk á vettvangi kirkjunnar eiga að vera hafin yfir allan vafa og á milli þeirra verði að ríkja algjört traust. Hún ítrekar auk þess að hún muni rannsaka mál Ólafs áfram. „Ég vil standa vörð um rétt þeirra sem telja á sér brotið í samskiptum á kirkjulegum vettvangi og mun áfram leggja mitt af mörkum við að brjóta viðkvæm mál til mergjar. Það er forsenda þess að traust ríki á milli fólks í kirkjusamfélaginu.“ Biskup segir einnig að verði málinu áfrýjað muni hún skýra aðkomu og afstöðu sína fyrir áfrýjunarnefnd. „Enda gef ég engan afslátt gefið þegar ásakanir um alvarlegan trúnaðarbrest, áreiti eða ofbeldi koma upp.“ Úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar féllst á dögunum á að séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefði brotið af sér í starfi með kynferðislegri áreitni í garð tveggja kvenna. Biskupi er falið að ákveða refsingu séra Ólafs. Yfirlýsing biskups Íslands í heild:Í niðurstöðu úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar í einu máli af fimm sem varða umdeild samskipti sóknarprests við samstarfsfólk sitt, eru afskipti mín af málinu gagnrýnd og sögð úr takti við starfsreglur. Nefndin gagnrýnir að ég hafi sem yfirmaður sóknarprestsins sent hann í leyfi á meðan umkvartanir sem beindust að honum væru rannsakaðar.Mín afstaða er skýr. Biskup hlýtur ávallt að taka ásakanir um óviðeigandi háttsemi presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar alvarlega. Það á sérstaklega við þegar grunur leikur á áreiti af kynferðislegum toga eða öðru ofbeldi. Það er í mínum huga óhugsandi, að æðsti embættismaður kirkjunnar stígi til hliðar og bregðist ekki við ef einstaklingur leitar til embættisins eftir hjálp við leysa úr erfiðum og viðkvæmum málum.Samskipti presta við sóknarbörn og samstarfsfólk á vettvangi kirkjunnar eiga að vera hafin yfir allan vafa. Þar verður að ríkja algjört traust.Ég vil standa vörð um rétt þeirra sem telja á sér brotið í samskiptum á kirkjulegum vettvangi og mun áfram leggja mitt af mörkum við að brjóta viðkvæm mál til mergjar. Það er forsenda þess að traust ríki á milli fólks í kirkjusamfélaginu.Komi til áfrýjunar í umræddu máli mun ég leggja mig fram um að skýra aðkomu mína og afstöðu fyrir áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar, enda get ég engan afslátt gefið þegar ásakanir um alvarlegan trúnaðarbrest, áreiti eða ofbeldi koma upp.
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Biskup og fagráð eru harðlega gagnrýnd af úrskurðarnefnd Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar gagnrýnir málsmeðferð fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota. Málsmeðferð hafi ekki verið í samræmi við stjórnsýslulög né skýrar reglur kirkjunnar um meðferð slíkra mála. 2. mars 2018 07:00 Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Biskup og fagráð eru harðlega gagnrýnd af úrskurðarnefnd Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar gagnrýnir málsmeðferð fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota. Málsmeðferð hafi ekki verið í samræmi við stjórnsýslulög né skýrar reglur kirkjunnar um meðferð slíkra mála. 2. mars 2018 07:00
Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00