Hannes segir að rannsóknarleyfið tengist ekki kvörtunum nemenda Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. mars 2018 21:30 Núverandi og fyrrverandi nemendur í stjórnmálafræði kröfðust þess í vetur að Hannes fengi ekki að kenna áfram skyldunámskeið í stjórnmálafræði. Vísir/Eyþór Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands birti blogg í gær um rannsóknarleyfi sitt. Ástæðan er fyrirspurn frá blaðamanni student.is um það hvort leyfið tengist kvörtunum nemenda síðan fyrr í vetur. Birti Hannes bæði fyrirspurn blaðamannsins og svar sitt.Kvörtuðu undan Hannesi og kennslubókinniHannes mun ekki kenna áfangann Stjórnmálaheimspeki á komandi haustmisseri. Í frétt student.is er það sett í samhengi við að í desember á síðasta ári skiluðu 65 fyrrverandi og núverandi nemendur stjórnmálafræðideildar undir kröfu um að nemendum yrði ekki áfram skylt að sitja áfangann, bók Hannesar Saga Stjórnmálafræðikenninga yrði ekki notuð aftur sem kennslugagn og Hannes væri ávíttur opinberlega.Sjá einnig: Stjórnmálafræðinemar rísa upp gegn Hannesi Hólmsteini „Í stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands er kennslubók og kennsluhættir sem innihalda kvenfyrirlitningu, fitufordóma, kynþáttafordóma og niðurlægjandi orð um fatlaða. Við krefjumst þess að Háskóli Íslands og stjórnmálafræðideild taki ábyrgð. Tíðar kvartanir hafa ekki skilað árangri og tökum við því þetta skref. Lítilsvirðing á hópa og einstaklinga í kennslutímum og kennslugögnum í áfanganum Stjórnmálaheimspeki undir stjórn Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar er ólíðandi,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu nemanna.Áður borist kvörtun Baldur Þórhallsson, prófessor og deildarforseti stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands, staðfesti samdægurs í samtali við Vísi að deildinni hafi borist kvartanir tengdar námskeiðinu Stjórnmálaheimspeki. Það mál væri í vinnslu. Baldur staðfesti einnig að þær kvartanir væru ekki þær einu sem hafi borist vegna kennslu Hannesar. „Ef ég man rétt þá hefur ein formleg kvörtun borist áður og hún var tekin mjög alvarlega og hún fór í tiltekið ferli og lauk með niðurstöðu sem ég veit ekki betur en að nemandinn hafi sætt sig við,“ útskýrði Baldur. Eins og sjá má er námskeiðið Stjórnmálaheimspeki ekki kennt á næstu önn.Skjáskot/HÍGagnrýnir vinnubrögð blaðamannsHannes birtir öll samskipti sín við blaðamanninn á bloggsíðu sinni og í svari hans kemur fram að honum finnist rannsóknarleyfið ekki fréttnæmt. Gagnrýnir hann vinnubrögð blaðamannsins og segir að hann voni að þau verði faglegri í framtíðinni. „Mér finnst þessi spurningaleikur furðulegur. Ég er ekki fyrsti prófessorinn, sem fer í rannsóknarleyfi og þarf að ráðstafa námskeiðum sínum á meðan, og áreiðanlega ekki hinn síðasti. Hvers vegna er ég sérstaklega tekinn úr? Og hvers vegna er ætlunin að birta sérstaka „frétt“ um rannsóknarleyfi mitt?“ Hann segir að upprunalega hafi hann óskað eftir rannsóknarleyfi á vormisseri 2019 en síðan breytt því í haustmisseri 2018. „Ég talaði við einn heimspekiprófessorinn, sem oft hefur verið mér ráðhollur. Hann stakk upp á því, að námskeið í heimspeki, sem er um margt sambærilegt við námskeið mitt, yrði látið koma í stað míns námskeiðs. Kvað hann eitthvað svipað oft hafa verið gert við svipaðar aðstæður. Forseti minnar deildar var sáttur við það, og kennari námskeiðsins var fús að taka þetta að sér. Þegar ég hafði þannig ráðstafað kennslunni á eðlilegan hátt, bað ég um að fá frekar rannsóknarleyfi á haustmisseri. Var orðið við því, eins og eðlilegt var.“Neitaði að svara deildarforsetaÍ frétt student.is kemur fram að öll námskrá deildarinnar hafi verið samþykkt á fundi þann 20. desember nema námskeið Hannesar. Á þetta að koma fram í fundargerð sem ritstjórn student.is hefur í höndunum. „Í fundargerð Stjórnmálafræðideildar kemur fram að óskað hafi verið eftir viðbrögðum Hannesar við kvörtunum nemenda fyrir deildarfundinn 21. desember. „Hannes neitaði að svara deildarforseta og það ekki í fyrsta skipti,“ segir orðrétt í fundargerðinni.“ Hannes þvertekur í svari sínu fyrir að leyfið tengist kvörtunum nemenda eða undirskriftalistanum sem var skilað inn til deildarinnar. „Það var enginn þrýstingur á mig um eitt eða neitt í þessu máli. Það hefur gengið sinn venjulega og eðlilega gang. Öll mín samskipti við yfirmenn Háskólans hafa verið algerlega óaðfinnanleg. Ég þekki ekki þennan nemendalista, sem nefndur er í spurningalistanum. Enginn hefur minnst á hann við mig, en ég hef séð eitthvað smávegis um hann í fjölmiðlum. Annars er þetta ekkert nýtt. Það var skipulögð undirskriftasöfnun meðal nemenda 1988 til að reyna að fá menntamálaráðherra til að veita mér ekki lektorsembætti í stjórnmálafræði. Það hafði engin áhrif, hvorki á mig né ráðherrann og því síður á framtíðina, sem nú er nútíð.“ Hann fer svo yfir verkefni, skýrslur og rannsóknarritgerðir sem hann er að sinna í augnablikinu. Þar á meðal er ævisaga Péturs Magnússonar bankastjóra, ráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Svar Hannesar má lesa í heild sinni á bloggsíðu hans. Tengdar fréttir Stjórnmálafræðinemar rísa upp gegn Hannesi Hólmsteini Núverandi og fyrrverandi nemendur í stjórnmálafræði við HÍ krefjast þess að Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor kenni ekki skylduáfanga og að bókin hans verði tekin úr umferð. 19. desember 2017 16:30 Áður borist kvartanir vegna Hannesar: „Við tökum allar svona ábendingar alvarlega“ Undirskriftalisti núverandi og fyrrverandi stjórnmálafræðinema vegna kennslu Hannesar Hólmstein er ekki fyrsta ábendingin sem berst vegna námskeiðsins. 20. desember 2017 14:15 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands birti blogg í gær um rannsóknarleyfi sitt. Ástæðan er fyrirspurn frá blaðamanni student.is um það hvort leyfið tengist kvörtunum nemenda síðan fyrr í vetur. Birti Hannes bæði fyrirspurn blaðamannsins og svar sitt.Kvörtuðu undan Hannesi og kennslubókinniHannes mun ekki kenna áfangann Stjórnmálaheimspeki á komandi haustmisseri. Í frétt student.is er það sett í samhengi við að í desember á síðasta ári skiluðu 65 fyrrverandi og núverandi nemendur stjórnmálafræðideildar undir kröfu um að nemendum yrði ekki áfram skylt að sitja áfangann, bók Hannesar Saga Stjórnmálafræðikenninga yrði ekki notuð aftur sem kennslugagn og Hannes væri ávíttur opinberlega.Sjá einnig: Stjórnmálafræðinemar rísa upp gegn Hannesi Hólmsteini „Í stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands er kennslubók og kennsluhættir sem innihalda kvenfyrirlitningu, fitufordóma, kynþáttafordóma og niðurlægjandi orð um fatlaða. Við krefjumst þess að Háskóli Íslands og stjórnmálafræðideild taki ábyrgð. Tíðar kvartanir hafa ekki skilað árangri og tökum við því þetta skref. Lítilsvirðing á hópa og einstaklinga í kennslutímum og kennslugögnum í áfanganum Stjórnmálaheimspeki undir stjórn Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar er ólíðandi,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu nemanna.Áður borist kvörtun Baldur Þórhallsson, prófessor og deildarforseti stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands, staðfesti samdægurs í samtali við Vísi að deildinni hafi borist kvartanir tengdar námskeiðinu Stjórnmálaheimspeki. Það mál væri í vinnslu. Baldur staðfesti einnig að þær kvartanir væru ekki þær einu sem hafi borist vegna kennslu Hannesar. „Ef ég man rétt þá hefur ein formleg kvörtun borist áður og hún var tekin mjög alvarlega og hún fór í tiltekið ferli og lauk með niðurstöðu sem ég veit ekki betur en að nemandinn hafi sætt sig við,“ útskýrði Baldur. Eins og sjá má er námskeiðið Stjórnmálaheimspeki ekki kennt á næstu önn.Skjáskot/HÍGagnrýnir vinnubrögð blaðamannsHannes birtir öll samskipti sín við blaðamanninn á bloggsíðu sinni og í svari hans kemur fram að honum finnist rannsóknarleyfið ekki fréttnæmt. Gagnrýnir hann vinnubrögð blaðamannsins og segir að hann voni að þau verði faglegri í framtíðinni. „Mér finnst þessi spurningaleikur furðulegur. Ég er ekki fyrsti prófessorinn, sem fer í rannsóknarleyfi og þarf að ráðstafa námskeiðum sínum á meðan, og áreiðanlega ekki hinn síðasti. Hvers vegna er ég sérstaklega tekinn úr? Og hvers vegna er ætlunin að birta sérstaka „frétt“ um rannsóknarleyfi mitt?“ Hann segir að upprunalega hafi hann óskað eftir rannsóknarleyfi á vormisseri 2019 en síðan breytt því í haustmisseri 2018. „Ég talaði við einn heimspekiprófessorinn, sem oft hefur verið mér ráðhollur. Hann stakk upp á því, að námskeið í heimspeki, sem er um margt sambærilegt við námskeið mitt, yrði látið koma í stað míns námskeiðs. Kvað hann eitthvað svipað oft hafa verið gert við svipaðar aðstæður. Forseti minnar deildar var sáttur við það, og kennari námskeiðsins var fús að taka þetta að sér. Þegar ég hafði þannig ráðstafað kennslunni á eðlilegan hátt, bað ég um að fá frekar rannsóknarleyfi á haustmisseri. Var orðið við því, eins og eðlilegt var.“Neitaði að svara deildarforsetaÍ frétt student.is kemur fram að öll námskrá deildarinnar hafi verið samþykkt á fundi þann 20. desember nema námskeið Hannesar. Á þetta að koma fram í fundargerð sem ritstjórn student.is hefur í höndunum. „Í fundargerð Stjórnmálafræðideildar kemur fram að óskað hafi verið eftir viðbrögðum Hannesar við kvörtunum nemenda fyrir deildarfundinn 21. desember. „Hannes neitaði að svara deildarforseta og það ekki í fyrsta skipti,“ segir orðrétt í fundargerðinni.“ Hannes þvertekur í svari sínu fyrir að leyfið tengist kvörtunum nemenda eða undirskriftalistanum sem var skilað inn til deildarinnar. „Það var enginn þrýstingur á mig um eitt eða neitt í þessu máli. Það hefur gengið sinn venjulega og eðlilega gang. Öll mín samskipti við yfirmenn Háskólans hafa verið algerlega óaðfinnanleg. Ég þekki ekki þennan nemendalista, sem nefndur er í spurningalistanum. Enginn hefur minnst á hann við mig, en ég hef séð eitthvað smávegis um hann í fjölmiðlum. Annars er þetta ekkert nýtt. Það var skipulögð undirskriftasöfnun meðal nemenda 1988 til að reyna að fá menntamálaráðherra til að veita mér ekki lektorsembætti í stjórnmálafræði. Það hafði engin áhrif, hvorki á mig né ráðherrann og því síður á framtíðina, sem nú er nútíð.“ Hann fer svo yfir verkefni, skýrslur og rannsóknarritgerðir sem hann er að sinna í augnablikinu. Þar á meðal er ævisaga Péturs Magnússonar bankastjóra, ráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Svar Hannesar má lesa í heild sinni á bloggsíðu hans.
Tengdar fréttir Stjórnmálafræðinemar rísa upp gegn Hannesi Hólmsteini Núverandi og fyrrverandi nemendur í stjórnmálafræði við HÍ krefjast þess að Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor kenni ekki skylduáfanga og að bókin hans verði tekin úr umferð. 19. desember 2017 16:30 Áður borist kvartanir vegna Hannesar: „Við tökum allar svona ábendingar alvarlega“ Undirskriftalisti núverandi og fyrrverandi stjórnmálafræðinema vegna kennslu Hannesar Hólmstein er ekki fyrsta ábendingin sem berst vegna námskeiðsins. 20. desember 2017 14:15 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Sjá meira
Stjórnmálafræðinemar rísa upp gegn Hannesi Hólmsteini Núverandi og fyrrverandi nemendur í stjórnmálafræði við HÍ krefjast þess að Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor kenni ekki skylduáfanga og að bókin hans verði tekin úr umferð. 19. desember 2017 16:30
Áður borist kvartanir vegna Hannesar: „Við tökum allar svona ábendingar alvarlega“ Undirskriftalisti núverandi og fyrrverandi stjórnmálafræðinema vegna kennslu Hannesar Hólmstein er ekki fyrsta ábendingin sem berst vegna námskeiðsins. 20. desember 2017 14:15
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent