Íslendingur var að nudda Embiid þegar hann borðaði hamborgarann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 10:00 Einar að nudda Joel Embiid. Twitter Það vakti nokkra athygli fyrr í vikunni þegar NBA-leikmaðurinn Joel Embiid sást borða hamborgara á hliðarlínunni þegar stutt var í leik hjá honum í bestu körfuboltadeild í heimi. Nú er komið í ljós að við Íslendingar eigum smá hlut í þessari sögu af hamborgaraáti eins besta miðherja NBA-deildarinnar í dag. Íslenskur sjúkráþjálfari benti Vísi á þetta eftir að hann las fréttina um hamborgarát Embiid. Joel Embiid var nefnilega í meðferð hjá íslenskum sjúkraþjálfara á sama tíma og hann át hamborgarann. Sjúkraþjálfarinn heitir Einar Einarsson en hann hefur starfað í Katar síðustu ár. Joel Embiid fór einmitt í meðferð til Katar á sínum tíma þegar hann var að reyna að koma sér inn á völlinn en þessi öflugi leikmaður spilaði ekki leik á fyrstu tveimur árum sínum í NBA vegna meiðsla.Video on #Sixers center Joel Embiid returning to Qatar for more treatment on right foot: https://t.co/RFtTDhAeon#NBA@sixers29 — Tom Moore (@TomMoorePhilly) March 21, 2016 Síðan hann komst aftur inn á völlinn, meðal annars með hjálp Einars og félaga á Aspetar íþróttameiðslasjúkrahúsinu í Dóha í Katar, þá hefur Embiid sýnt að þar fer stórstjarna framtíðarinnar í NBA-deildinni það er geti hann haldið sér inn á vellinum. Margir þekktir íþróttamenn leita til Aspetar til að fá góða meðhöndlun og þangað hafa farið íslenskir knattspyrnumenn eins og Eiður Smári Guðjohnsen og Alfreð Finnbogason sem dæmi. Einar Einarsson hefur síðan fylgt Joel Embiid eftir á þessu tímabili og oft sést meðhöndla hann í kringum leiki Philadelphia 76ers. Einar var að nudda fæturnar á Joel Embiid í myndbandi ESPN en það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan.Burger Foot rub @JoelEmbiid is out here living his best life. pic.twitter.com/OB91CP8WKs — ESPN (@espn) February 26, 2018 Einar Einarsson er gamall knattspyrnumaður sjálfur en hann lék með Víkingi, KA og Leiftri í efstu deild á Íslandi og á að baki 72 leiki í A-deildinni. Hann spilaði stærsta hluta ferils síns með Víkingi þar sem hann hóf sinn knattspyrnuferil. NBA Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Fleiri fréttir „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
Það vakti nokkra athygli fyrr í vikunni þegar NBA-leikmaðurinn Joel Embiid sást borða hamborgara á hliðarlínunni þegar stutt var í leik hjá honum í bestu körfuboltadeild í heimi. Nú er komið í ljós að við Íslendingar eigum smá hlut í þessari sögu af hamborgaraáti eins besta miðherja NBA-deildarinnar í dag. Íslenskur sjúkráþjálfari benti Vísi á þetta eftir að hann las fréttina um hamborgarát Embiid. Joel Embiid var nefnilega í meðferð hjá íslenskum sjúkraþjálfara á sama tíma og hann át hamborgarann. Sjúkraþjálfarinn heitir Einar Einarsson en hann hefur starfað í Katar síðustu ár. Joel Embiid fór einmitt í meðferð til Katar á sínum tíma þegar hann var að reyna að koma sér inn á völlinn en þessi öflugi leikmaður spilaði ekki leik á fyrstu tveimur árum sínum í NBA vegna meiðsla.Video on #Sixers center Joel Embiid returning to Qatar for more treatment on right foot: https://t.co/RFtTDhAeon#NBA@sixers29 — Tom Moore (@TomMoorePhilly) March 21, 2016 Síðan hann komst aftur inn á völlinn, meðal annars með hjálp Einars og félaga á Aspetar íþróttameiðslasjúkrahúsinu í Dóha í Katar, þá hefur Embiid sýnt að þar fer stórstjarna framtíðarinnar í NBA-deildinni það er geti hann haldið sér inn á vellinum. Margir þekktir íþróttamenn leita til Aspetar til að fá góða meðhöndlun og þangað hafa farið íslenskir knattspyrnumenn eins og Eiður Smári Guðjohnsen og Alfreð Finnbogason sem dæmi. Einar Einarsson hefur síðan fylgt Joel Embiid eftir á þessu tímabili og oft sést meðhöndla hann í kringum leiki Philadelphia 76ers. Einar var að nudda fæturnar á Joel Embiid í myndbandi ESPN en það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan.Burger Foot rub @JoelEmbiid is out here living his best life. pic.twitter.com/OB91CP8WKs — ESPN (@espn) February 26, 2018 Einar Einarsson er gamall knattspyrnumaður sjálfur en hann lék með Víkingi, KA og Leiftri í efstu deild á Íslandi og á að baki 72 leiki í A-deildinni. Hann spilaði stærsta hluta ferils síns með Víkingi þar sem hann hóf sinn knattspyrnuferil.
NBA Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Fleiri fréttir „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira