„Við missum okkur svolítið á Íslandi þegar íþróttafólkið okkar er að gera góða hluti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 08:30 Stuðningsfólk íslenska landsliðsins. Vísir/Getty Íslenski kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hóf í morgun keppni á opna Nýja Suður Wales golfmótinu í Ástralíu en hún komst í sviðsljósið eftir frábæra frammistöðu sína á síðasta móti á Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra var í toppbaráttunni allan tímann og náði þriðja sætinu á Australian Ladies Classic Bonville mótinu sem kláraðist um síðustu helgi. Valdís Þóra komst með því upp í sjötta sæti peningalistans á LET Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra fór í viðtal á heimasíðu Evrópumótarraðarinnar fyrir mótið sem hófst í morgun en þetta er fjórða mótið í röð hjá Valdísi Þóru á LET Evrópumótaröðinni á þessu ári. „Auðvitað vil ég vinna mót á LET mótaröðinni og það væri líka mikill heiður fyrir mig að komast í liðið á Solheim bikarnum. Það væri virkilega gaman,“ sagði Valdís Þóra við heimasíðu LET. Solheim bikarinn er kvenkyns útgáfan af Ryder bikarnum. „Það er alltaf gaman þegar þú ert að spila vel og ég held að ég geti haldið því áfram. Ég hef lagt mikið á mig á síðustu tveimur árum og ég tel að ég sé loksins að uppskera fyrir það í mínum leik,“ sagði Valdís.Valdis Thora Jonsdottir (@DaughterOfJon) has climbed 44 spots to 6th on the OOM & is loving #WomensNSWOpen@CoffsGolfClub@ALPGtourpic.twitter.com/vGqez1ovYV — Ladies European Tour (@LETgolf) February 28, 2018 Blaðamaður LET síðunnar spurði Valdísi Þóru út í Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem hefur komið íslenska kvennagolfinu á kortið á evrópsku og bandarísku mótaröðinni á síðustu tveimur árum. Nú bætist Valdís Þóra síðan í hópinn. „Allir heima eru mjög spenntir. Við missum okkur svolítið á Íslandi þegar íþróttafólkið okkar er að gera góða hluti ekki síst í kringum landsliðin og okkur kylfingana. Ég hef fengið góðan stuðning og ég er þakklátt fyrir hann allan komandi frá svo litlu landi,“ sagði Valdís. „Ólafía og ég styðjum hvora aðra og við erum ennþá vinkomnur. Það er alltaf gaman að sjá íslenska fánann upp á stöðutöflunni,“ sagði Valdís. „Vonandi tekst okkur að fá ungar stelpur til að byrja í golfinu. Strákarnir eru líka að koma upp. Við erum að sýna það og sanna að við getum komist alla leið á stóru mótaraðirnar ef við erum tilbúin að leggja mikið á okkur,“ sagði Valdís Þóra en það má sjá allt viðtalið við hana hér. EM 2016 í Frakklandi Golf HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Íslenski kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hóf í morgun keppni á opna Nýja Suður Wales golfmótinu í Ástralíu en hún komst í sviðsljósið eftir frábæra frammistöðu sína á síðasta móti á Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra var í toppbaráttunni allan tímann og náði þriðja sætinu á Australian Ladies Classic Bonville mótinu sem kláraðist um síðustu helgi. Valdís Þóra komst með því upp í sjötta sæti peningalistans á LET Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra fór í viðtal á heimasíðu Evrópumótarraðarinnar fyrir mótið sem hófst í morgun en þetta er fjórða mótið í röð hjá Valdísi Þóru á LET Evrópumótaröðinni á þessu ári. „Auðvitað vil ég vinna mót á LET mótaröðinni og það væri líka mikill heiður fyrir mig að komast í liðið á Solheim bikarnum. Það væri virkilega gaman,“ sagði Valdís Þóra við heimasíðu LET. Solheim bikarinn er kvenkyns útgáfan af Ryder bikarnum. „Það er alltaf gaman þegar þú ert að spila vel og ég held að ég geti haldið því áfram. Ég hef lagt mikið á mig á síðustu tveimur árum og ég tel að ég sé loksins að uppskera fyrir það í mínum leik,“ sagði Valdís.Valdis Thora Jonsdottir (@DaughterOfJon) has climbed 44 spots to 6th on the OOM & is loving #WomensNSWOpen@CoffsGolfClub@ALPGtourpic.twitter.com/vGqez1ovYV — Ladies European Tour (@LETgolf) February 28, 2018 Blaðamaður LET síðunnar spurði Valdísi Þóru út í Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem hefur komið íslenska kvennagolfinu á kortið á evrópsku og bandarísku mótaröðinni á síðustu tveimur árum. Nú bætist Valdís Þóra síðan í hópinn. „Allir heima eru mjög spenntir. Við missum okkur svolítið á Íslandi þegar íþróttafólkið okkar er að gera góða hluti ekki síst í kringum landsliðin og okkur kylfingana. Ég hef fengið góðan stuðning og ég er þakklátt fyrir hann allan komandi frá svo litlu landi,“ sagði Valdís. „Ólafía og ég styðjum hvora aðra og við erum ennþá vinkomnur. Það er alltaf gaman að sjá íslenska fánann upp á stöðutöflunni,“ sagði Valdís. „Vonandi tekst okkur að fá ungar stelpur til að byrja í golfinu. Strákarnir eru líka að koma upp. Við erum að sýna það og sanna að við getum komist alla leið á stóru mótaraðirnar ef við erum tilbúin að leggja mikið á okkur,“ sagði Valdís Þóra en það má sjá allt viðtalið við hana hér.
EM 2016 í Frakklandi Golf HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira