NBA: Pelíkanarnir fljúga hátt í NBA þessa dagana og Eldflaugarnar líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 07:30 James Harden í leiknum í nótt. Vísir/Getty Houston Rockets hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann þá sinn fjórtánda leik í röð. Það er líka gaman að fylgjast með uppgangi New Orleans Pelicans sem er komið með sjö sigra í röð. Tvö efstu lið Austurdeildarinnar, Toronto Raptors og Boston Celtics, unnu bæði leiki sína í nótt alveg eins og tvö efstu í vestrinu, Houston og Golden State Warriors. Safnaferð Golden State liðsins í Washington borg hafði góð áhrif á meistaranna því þeir unnu góðan sigur nokkrum klukkutímum síðar. James Harden var með 25 stig og 7 stoðsendingar og Chris Capela bætti við 22 stigum og 14 fráköstum í 105-92 sigri Houston Rockets á Los Angeles Lakers. Eric Gordon kom með 22 stig inn af bekknum en Houston vann fyrsta leikhlutann 34-12 og leit ekki til baka eftir það. Harden skoraði 17 af 25 stigum sínum strax í fyrsta leikhlutanum og var þá kominn með fimm stigum meira en allt Clippers liðið. Houston Rockets liðið hefur nú unnið 14 leiki í röð og 20 af síðustu 22 leikjum. Liðið ætlar ekki að gefa neitt eftir í baráttunni við Golden State um efsta sætið í Vesturdeildinni.Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Golden State Warriors í 109-101 útisigri á Washington Wizards en þetta var fjórði sigur liðsins í röð og sá sjöundi í síðustu átta leikjum. Fyrr um daginn fóru leikmenn liðsins í skoðunarferð með börnum í safn í stað þess að hitta Donald Trump forseta. Stephen Curry var með 25 stig í leiknum, Klay Thompson skoraði 13 stig og spilaði frábæra vörn á Bradley Beal (8 stig) og Draymond Green bætti við 11 stigum og 11 stoðsendingum. Enn á ný var það flottur þriðji leikhluti sem lagði grunninn að sigri Golden State. Liðið var bara 58-56 yfir í hálfleik en byrjaði seinni hálfleikinn á 16-4 spretti. Liðið var síðan með stjórnina eftir það.Anthony Davis var með 26 stig og 15 fráköst þegar New Orleans Pelicans vann 121-116 útisigur á San Antonio Spurs. Þetta var sjöundi sigur Pelíkananna í röð og það þrátt fyrir að liðið lenti mest fimmtán stigum undir. Óheppni San Antonio Spurs hélt áfram. Liðið hefur leikið án Kawhi Leonard næstum allt tímabilið og í nótt meiddist síðan LaMarcus Aldridge. Þetta var fimmta tap Spurs-liðsins í síðustu sex leikjum.DeMar DeRozan skoraði 21 stig og Kyle Lowry bætti við 17 stigum, 11 stoðsendingum og 7 fráköstum þegar Toronto Raptors vann 117-104 sigur á Orlando Magic. Þetta var ellefti sigur Toronto liðsins í síðustu þrettán leikjum og liðið er með besta sigurhlutfallið í Austurdeildinni. Boston er samt ekki lang á eftir.Kyrie Irving skoraði 34 stig í fyrstu þremur leikhlutanum og hvíldi sig síðan á bekknum í þeim fjórða þegar Boston Celtics vann sannfærandi 134-106 sigur á Charlotte Hornets. Jaylen Brown var með 15 stig fyrir Boston liðið og þeir Terry Rozier og Greg Monroe skoruðu 14 stig hvor. Boston vann sinn fjórða leik í röð og endaði fimm leikja sigurgöngu Charlotte. Kemba Walker hitti úr fyrstu átta skotum sínum og endaði með 23 stig fyrir Charlotte.Russell Westbrook skoraði 30 stig og lagði grunninn að 111-110 sigri Oklahoma City Thunder á Dallas Mavericks með því að skora risakörfu og fá víti að auki á lokamínútu framlengingarinnar. Westbrook var einnig með 11 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Houston Rockets 92-105 Dallas Mavericks - Oklahoma City Thunder 110-111 (100-100) San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 116-121 Memphis Grizzlies - Phoenix Suns 102-110 Washington Wizards - Golden State Warriors 101-109 Atlanta Hawks - Indiana Pacers 107-102 Boston Celtics - Charlotte Hornets 134-106 Detroit Pistons - Milwaukee Bucks 110-87 Orlando Magic - Toronto Raptors 104-117 NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Houston Rockets hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann þá sinn fjórtánda leik í röð. Það er líka gaman að fylgjast með uppgangi New Orleans Pelicans sem er komið með sjö sigra í röð. Tvö efstu lið Austurdeildarinnar, Toronto Raptors og Boston Celtics, unnu bæði leiki sína í nótt alveg eins og tvö efstu í vestrinu, Houston og Golden State Warriors. Safnaferð Golden State liðsins í Washington borg hafði góð áhrif á meistaranna því þeir unnu góðan sigur nokkrum klukkutímum síðar. James Harden var með 25 stig og 7 stoðsendingar og Chris Capela bætti við 22 stigum og 14 fráköstum í 105-92 sigri Houston Rockets á Los Angeles Lakers. Eric Gordon kom með 22 stig inn af bekknum en Houston vann fyrsta leikhlutann 34-12 og leit ekki til baka eftir það. Harden skoraði 17 af 25 stigum sínum strax í fyrsta leikhlutanum og var þá kominn með fimm stigum meira en allt Clippers liðið. Houston Rockets liðið hefur nú unnið 14 leiki í röð og 20 af síðustu 22 leikjum. Liðið ætlar ekki að gefa neitt eftir í baráttunni við Golden State um efsta sætið í Vesturdeildinni.Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Golden State Warriors í 109-101 útisigri á Washington Wizards en þetta var fjórði sigur liðsins í röð og sá sjöundi í síðustu átta leikjum. Fyrr um daginn fóru leikmenn liðsins í skoðunarferð með börnum í safn í stað þess að hitta Donald Trump forseta. Stephen Curry var með 25 stig í leiknum, Klay Thompson skoraði 13 stig og spilaði frábæra vörn á Bradley Beal (8 stig) og Draymond Green bætti við 11 stigum og 11 stoðsendingum. Enn á ný var það flottur þriðji leikhluti sem lagði grunninn að sigri Golden State. Liðið var bara 58-56 yfir í hálfleik en byrjaði seinni hálfleikinn á 16-4 spretti. Liðið var síðan með stjórnina eftir það.Anthony Davis var með 26 stig og 15 fráköst þegar New Orleans Pelicans vann 121-116 útisigur á San Antonio Spurs. Þetta var sjöundi sigur Pelíkananna í röð og það þrátt fyrir að liðið lenti mest fimmtán stigum undir. Óheppni San Antonio Spurs hélt áfram. Liðið hefur leikið án Kawhi Leonard næstum allt tímabilið og í nótt meiddist síðan LaMarcus Aldridge. Þetta var fimmta tap Spurs-liðsins í síðustu sex leikjum.DeMar DeRozan skoraði 21 stig og Kyle Lowry bætti við 17 stigum, 11 stoðsendingum og 7 fráköstum þegar Toronto Raptors vann 117-104 sigur á Orlando Magic. Þetta var ellefti sigur Toronto liðsins í síðustu þrettán leikjum og liðið er með besta sigurhlutfallið í Austurdeildinni. Boston er samt ekki lang á eftir.Kyrie Irving skoraði 34 stig í fyrstu þremur leikhlutanum og hvíldi sig síðan á bekknum í þeim fjórða þegar Boston Celtics vann sannfærandi 134-106 sigur á Charlotte Hornets. Jaylen Brown var með 15 stig fyrir Boston liðið og þeir Terry Rozier og Greg Monroe skoruðu 14 stig hvor. Boston vann sinn fjórða leik í röð og endaði fimm leikja sigurgöngu Charlotte. Kemba Walker hitti úr fyrstu átta skotum sínum og endaði með 23 stig fyrir Charlotte.Russell Westbrook skoraði 30 stig og lagði grunninn að 111-110 sigri Oklahoma City Thunder á Dallas Mavericks með því að skora risakörfu og fá víti að auki á lokamínútu framlengingarinnar. Westbrook var einnig með 11 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Houston Rockets 92-105 Dallas Mavericks - Oklahoma City Thunder 110-111 (100-100) San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 116-121 Memphis Grizzlies - Phoenix Suns 102-110 Washington Wizards - Golden State Warriors 101-109 Atlanta Hawks - Indiana Pacers 107-102 Boston Celtics - Charlotte Hornets 134-106 Detroit Pistons - Milwaukee Bucks 110-87 Orlando Magic - Toronto Raptors 104-117
NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira