NBA: Pelíkanarnir fljúga hátt í NBA þessa dagana og Eldflaugarnar líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 07:30 James Harden í leiknum í nótt. Vísir/Getty Houston Rockets hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann þá sinn fjórtánda leik í röð. Það er líka gaman að fylgjast með uppgangi New Orleans Pelicans sem er komið með sjö sigra í röð. Tvö efstu lið Austurdeildarinnar, Toronto Raptors og Boston Celtics, unnu bæði leiki sína í nótt alveg eins og tvö efstu í vestrinu, Houston og Golden State Warriors. Safnaferð Golden State liðsins í Washington borg hafði góð áhrif á meistaranna því þeir unnu góðan sigur nokkrum klukkutímum síðar. James Harden var með 25 stig og 7 stoðsendingar og Chris Capela bætti við 22 stigum og 14 fráköstum í 105-92 sigri Houston Rockets á Los Angeles Lakers. Eric Gordon kom með 22 stig inn af bekknum en Houston vann fyrsta leikhlutann 34-12 og leit ekki til baka eftir það. Harden skoraði 17 af 25 stigum sínum strax í fyrsta leikhlutanum og var þá kominn með fimm stigum meira en allt Clippers liðið. Houston Rockets liðið hefur nú unnið 14 leiki í röð og 20 af síðustu 22 leikjum. Liðið ætlar ekki að gefa neitt eftir í baráttunni við Golden State um efsta sætið í Vesturdeildinni.Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Golden State Warriors í 109-101 útisigri á Washington Wizards en þetta var fjórði sigur liðsins í röð og sá sjöundi í síðustu átta leikjum. Fyrr um daginn fóru leikmenn liðsins í skoðunarferð með börnum í safn í stað þess að hitta Donald Trump forseta. Stephen Curry var með 25 stig í leiknum, Klay Thompson skoraði 13 stig og spilaði frábæra vörn á Bradley Beal (8 stig) og Draymond Green bætti við 11 stigum og 11 stoðsendingum. Enn á ný var það flottur þriðji leikhluti sem lagði grunninn að sigri Golden State. Liðið var bara 58-56 yfir í hálfleik en byrjaði seinni hálfleikinn á 16-4 spretti. Liðið var síðan með stjórnina eftir það.Anthony Davis var með 26 stig og 15 fráköst þegar New Orleans Pelicans vann 121-116 útisigur á San Antonio Spurs. Þetta var sjöundi sigur Pelíkananna í röð og það þrátt fyrir að liðið lenti mest fimmtán stigum undir. Óheppni San Antonio Spurs hélt áfram. Liðið hefur leikið án Kawhi Leonard næstum allt tímabilið og í nótt meiddist síðan LaMarcus Aldridge. Þetta var fimmta tap Spurs-liðsins í síðustu sex leikjum.DeMar DeRozan skoraði 21 stig og Kyle Lowry bætti við 17 stigum, 11 stoðsendingum og 7 fráköstum þegar Toronto Raptors vann 117-104 sigur á Orlando Magic. Þetta var ellefti sigur Toronto liðsins í síðustu þrettán leikjum og liðið er með besta sigurhlutfallið í Austurdeildinni. Boston er samt ekki lang á eftir.Kyrie Irving skoraði 34 stig í fyrstu þremur leikhlutanum og hvíldi sig síðan á bekknum í þeim fjórða þegar Boston Celtics vann sannfærandi 134-106 sigur á Charlotte Hornets. Jaylen Brown var með 15 stig fyrir Boston liðið og þeir Terry Rozier og Greg Monroe skoruðu 14 stig hvor. Boston vann sinn fjórða leik í röð og endaði fimm leikja sigurgöngu Charlotte. Kemba Walker hitti úr fyrstu átta skotum sínum og endaði með 23 stig fyrir Charlotte.Russell Westbrook skoraði 30 stig og lagði grunninn að 111-110 sigri Oklahoma City Thunder á Dallas Mavericks með því að skora risakörfu og fá víti að auki á lokamínútu framlengingarinnar. Westbrook var einnig með 11 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Houston Rockets 92-105 Dallas Mavericks - Oklahoma City Thunder 110-111 (100-100) San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 116-121 Memphis Grizzlies - Phoenix Suns 102-110 Washington Wizards - Golden State Warriors 101-109 Atlanta Hawks - Indiana Pacers 107-102 Boston Celtics - Charlotte Hornets 134-106 Detroit Pistons - Milwaukee Bucks 110-87 Orlando Magic - Toronto Raptors 104-117 NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira
Houston Rockets hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann þá sinn fjórtánda leik í röð. Það er líka gaman að fylgjast með uppgangi New Orleans Pelicans sem er komið með sjö sigra í röð. Tvö efstu lið Austurdeildarinnar, Toronto Raptors og Boston Celtics, unnu bæði leiki sína í nótt alveg eins og tvö efstu í vestrinu, Houston og Golden State Warriors. Safnaferð Golden State liðsins í Washington borg hafði góð áhrif á meistaranna því þeir unnu góðan sigur nokkrum klukkutímum síðar. James Harden var með 25 stig og 7 stoðsendingar og Chris Capela bætti við 22 stigum og 14 fráköstum í 105-92 sigri Houston Rockets á Los Angeles Lakers. Eric Gordon kom með 22 stig inn af bekknum en Houston vann fyrsta leikhlutann 34-12 og leit ekki til baka eftir það. Harden skoraði 17 af 25 stigum sínum strax í fyrsta leikhlutanum og var þá kominn með fimm stigum meira en allt Clippers liðið. Houston Rockets liðið hefur nú unnið 14 leiki í röð og 20 af síðustu 22 leikjum. Liðið ætlar ekki að gefa neitt eftir í baráttunni við Golden State um efsta sætið í Vesturdeildinni.Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Golden State Warriors í 109-101 útisigri á Washington Wizards en þetta var fjórði sigur liðsins í röð og sá sjöundi í síðustu átta leikjum. Fyrr um daginn fóru leikmenn liðsins í skoðunarferð með börnum í safn í stað þess að hitta Donald Trump forseta. Stephen Curry var með 25 stig í leiknum, Klay Thompson skoraði 13 stig og spilaði frábæra vörn á Bradley Beal (8 stig) og Draymond Green bætti við 11 stigum og 11 stoðsendingum. Enn á ný var það flottur þriðji leikhluti sem lagði grunninn að sigri Golden State. Liðið var bara 58-56 yfir í hálfleik en byrjaði seinni hálfleikinn á 16-4 spretti. Liðið var síðan með stjórnina eftir það.Anthony Davis var með 26 stig og 15 fráköst þegar New Orleans Pelicans vann 121-116 útisigur á San Antonio Spurs. Þetta var sjöundi sigur Pelíkananna í röð og það þrátt fyrir að liðið lenti mest fimmtán stigum undir. Óheppni San Antonio Spurs hélt áfram. Liðið hefur leikið án Kawhi Leonard næstum allt tímabilið og í nótt meiddist síðan LaMarcus Aldridge. Þetta var fimmta tap Spurs-liðsins í síðustu sex leikjum.DeMar DeRozan skoraði 21 stig og Kyle Lowry bætti við 17 stigum, 11 stoðsendingum og 7 fráköstum þegar Toronto Raptors vann 117-104 sigur á Orlando Magic. Þetta var ellefti sigur Toronto liðsins í síðustu þrettán leikjum og liðið er með besta sigurhlutfallið í Austurdeildinni. Boston er samt ekki lang á eftir.Kyrie Irving skoraði 34 stig í fyrstu þremur leikhlutanum og hvíldi sig síðan á bekknum í þeim fjórða þegar Boston Celtics vann sannfærandi 134-106 sigur á Charlotte Hornets. Jaylen Brown var með 15 stig fyrir Boston liðið og þeir Terry Rozier og Greg Monroe skoruðu 14 stig hvor. Boston vann sinn fjórða leik í röð og endaði fimm leikja sigurgöngu Charlotte. Kemba Walker hitti úr fyrstu átta skotum sínum og endaði með 23 stig fyrir Charlotte.Russell Westbrook skoraði 30 stig og lagði grunninn að 111-110 sigri Oklahoma City Thunder á Dallas Mavericks með því að skora risakörfu og fá víti að auki á lokamínútu framlengingarinnar. Westbrook var einnig með 11 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Houston Rockets 92-105 Dallas Mavericks - Oklahoma City Thunder 110-111 (100-100) San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 116-121 Memphis Grizzlies - Phoenix Suns 102-110 Washington Wizards - Golden State Warriors 101-109 Atlanta Hawks - Indiana Pacers 107-102 Boston Celtics - Charlotte Hornets 134-106 Detroit Pistons - Milwaukee Bucks 110-87 Orlando Magic - Toronto Raptors 104-117
NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira