Græðgi og hroki útgerðarinnar Kristinn H. Gunnarsson skrifar 1. mars 2018 07:00 Árið hófst með áhlaupi útgerðarauðvaldsins gegn veiðigjaldinu, greiðslu útgerðarinnar fyrir réttinn til að nýta fiskimið landsins. Höfð hafa verið uppi stóryrði um ofurskattheimtu og fjárhæð veiðigjaldsins þetta árið hefur verið lýst sem skattheimtu á sterum. Lögin um veiðigjald eru vissulega gallagripur en LÍÚ hefur ávallt haft mikil áhrif á löggjöfina og samtökin bera sína ábyrgð á útfærslunni í lögunum. Hluta af tekjum útgerðarinnar er komið undan veiðigjaldinu með því að selja aflann til skyldra aðila í vinnslu á verði sem er lægra en markaðsverð, miðað er við gamlar upplýsingar og ekki er tekið mið af breytilegri afkomu innan fiskveiðanna. Engu að síður er veiðigjaldið, hlutur ríkisins, langt undir því verði sem útgerðarmenn sjálfir greiða fyrir veiðiréttinn.Hreinn hagnaður tvöfaldast Tilefnið er að heildartekjur ríkisins af veiðigjaldi verða 11 milljarðar króna á þessu fiskveiðiári en voru um 5 milljarðar króna áður. Á því er sú einfalda skýring að hreinn hagnaður af fiskveiðum á árinu 2015 varð tvöfalt meiri en 2014. Hagnaðurinn varð 31 milljarður króna en hafði verið 15 milljarðar króna. Það sem þarf að vekja athygli á er að hlutur útgerðarinnar, það er hagnaðurinn að frádregnu veiðigjaldinu, hækkaði úr 10 milljörðum króna upp í 20 milljarða króna á milli ára. Gróði útgerðarinnar er að vaxa stórlega en ekki að minnka eins og ætla mætti af stóryrðum talsmanna fyrirtækjanna. Krafa þeirra er að ríkið lækki sinn hlut og auki þannig gróðann hjá útgerðinni. Það er hvorki sanngjörn né eðlileg krafa. Staðreynd er að ríkið úthlutar kvótum til veiða við Ísland ár hvert á verði sem er langt undir því verði sem útgerðarmenn sjálfir hafa sett. Kvóti gengur kaupum og sölum. Helsti kvótamarkaður landsins er rekinn á skrifstofu LÍÚ. Rétturinn til þess að veiða 1 kg af þorski hefur undanfarin ár verið seldur milli útgerða á verði sem er 12-17 sinnum hærri en það gjald sem ríkið innheimtir. Um þessar mundir greiða leigjendur kvóta 179 kr. fyrir veiðiréttinn. Ríkið fær 22 krónur en útgerðin sem leigir kvótann frá sér fær 157 krónur. Hlutur ríkisins er 13%. Ef ríkið lækkar sinn hlut þá hækkar það sem útgerðin fær. Ef ríkið hækkar veiðigjaldið mun hlutur útgerðarinnar lækka að sama skapi. Útgerðin vill meira en 87%. Græðgin er óseðjandi. Af framlegðinni í veiðum á þorski hefur ríkið verið að fá 6-8% á síðustu árum. Hitt hafa útgerðarfyrirtækin fengið fyrir að gera ekki neitt.Gjafakvóti Verðmyndun á kvóta er trúverðug. Sýnt er að útgerðir sem kaupa eða leigja kvóta á markaðsverði LÍÚ hafa framlegð af sínum rekstri sem stendur undir kaupunum eða leigunni. Kvótaverðið er hátt vegna þess að ríkið gefur þessi verðmæti frá sér árlega fyrir brot af verðgildi þeirra. Eigandi kvótans er þjóðin. Þess vegna á ríkið að taka til sín meginhluta verðmætisins. Allt frá 1990 hafa útgerðirnar fengið að meðhöndla kvótann sem sína eign um aldur og ævi og hirða til sín fiskveiðiarðinn nánast óskiptan. Kvótinn hefur verið árlegt gjafafé til þeirra. Það skýrir hrokafulla framgöngu þeirra nú. Það er svartur blettur á íslenskri stjórnmálasögu að í rúmlega aldarfjórðung hefur verðmætum réttindum upp á marga tugi milljarða króna á hverju ári verið úthlutað til fárra Íslendinga fyrir brot af markaðsverði þeirra. Forseti Íslands hafði á orði í nýársávarpi sínu að illa gengi að safna í sjóði þjóðarinnar þegar vel áraði.Höfundur er hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Árið hófst með áhlaupi útgerðarauðvaldsins gegn veiðigjaldinu, greiðslu útgerðarinnar fyrir réttinn til að nýta fiskimið landsins. Höfð hafa verið uppi stóryrði um ofurskattheimtu og fjárhæð veiðigjaldsins þetta árið hefur verið lýst sem skattheimtu á sterum. Lögin um veiðigjald eru vissulega gallagripur en LÍÚ hefur ávallt haft mikil áhrif á löggjöfina og samtökin bera sína ábyrgð á útfærslunni í lögunum. Hluta af tekjum útgerðarinnar er komið undan veiðigjaldinu með því að selja aflann til skyldra aðila í vinnslu á verði sem er lægra en markaðsverð, miðað er við gamlar upplýsingar og ekki er tekið mið af breytilegri afkomu innan fiskveiðanna. Engu að síður er veiðigjaldið, hlutur ríkisins, langt undir því verði sem útgerðarmenn sjálfir greiða fyrir veiðiréttinn.Hreinn hagnaður tvöfaldast Tilefnið er að heildartekjur ríkisins af veiðigjaldi verða 11 milljarðar króna á þessu fiskveiðiári en voru um 5 milljarðar króna áður. Á því er sú einfalda skýring að hreinn hagnaður af fiskveiðum á árinu 2015 varð tvöfalt meiri en 2014. Hagnaðurinn varð 31 milljarður króna en hafði verið 15 milljarðar króna. Það sem þarf að vekja athygli á er að hlutur útgerðarinnar, það er hagnaðurinn að frádregnu veiðigjaldinu, hækkaði úr 10 milljörðum króna upp í 20 milljarða króna á milli ára. Gróði útgerðarinnar er að vaxa stórlega en ekki að minnka eins og ætla mætti af stóryrðum talsmanna fyrirtækjanna. Krafa þeirra er að ríkið lækki sinn hlut og auki þannig gróðann hjá útgerðinni. Það er hvorki sanngjörn né eðlileg krafa. Staðreynd er að ríkið úthlutar kvótum til veiða við Ísland ár hvert á verði sem er langt undir því verði sem útgerðarmenn sjálfir hafa sett. Kvóti gengur kaupum og sölum. Helsti kvótamarkaður landsins er rekinn á skrifstofu LÍÚ. Rétturinn til þess að veiða 1 kg af þorski hefur undanfarin ár verið seldur milli útgerða á verði sem er 12-17 sinnum hærri en það gjald sem ríkið innheimtir. Um þessar mundir greiða leigjendur kvóta 179 kr. fyrir veiðiréttinn. Ríkið fær 22 krónur en útgerðin sem leigir kvótann frá sér fær 157 krónur. Hlutur ríkisins er 13%. Ef ríkið lækkar sinn hlut þá hækkar það sem útgerðin fær. Ef ríkið hækkar veiðigjaldið mun hlutur útgerðarinnar lækka að sama skapi. Útgerðin vill meira en 87%. Græðgin er óseðjandi. Af framlegðinni í veiðum á þorski hefur ríkið verið að fá 6-8% á síðustu árum. Hitt hafa útgerðarfyrirtækin fengið fyrir að gera ekki neitt.Gjafakvóti Verðmyndun á kvóta er trúverðug. Sýnt er að útgerðir sem kaupa eða leigja kvóta á markaðsverði LÍÚ hafa framlegð af sínum rekstri sem stendur undir kaupunum eða leigunni. Kvótaverðið er hátt vegna þess að ríkið gefur þessi verðmæti frá sér árlega fyrir brot af verðgildi þeirra. Eigandi kvótans er þjóðin. Þess vegna á ríkið að taka til sín meginhluta verðmætisins. Allt frá 1990 hafa útgerðirnar fengið að meðhöndla kvótann sem sína eign um aldur og ævi og hirða til sín fiskveiðiarðinn nánast óskiptan. Kvótinn hefur verið árlegt gjafafé til þeirra. Það skýrir hrokafulla framgöngu þeirra nú. Það er svartur blettur á íslenskri stjórnmálasögu að í rúmlega aldarfjórðung hefur verðmætum réttindum upp á marga tugi milljarða króna á hverju ári verið úthlutað til fárra Íslendinga fyrir brot af markaðsverði þeirra. Forseti Íslands hafði á orði í nýársávarpi sínu að illa gengi að safna í sjóði þjóðarinnar þegar vel áraði.Höfundur er hagfræðingur
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar