Græðgi og hroki útgerðarinnar Kristinn H. Gunnarsson skrifar 1. mars 2018 07:00 Árið hófst með áhlaupi útgerðarauðvaldsins gegn veiðigjaldinu, greiðslu útgerðarinnar fyrir réttinn til að nýta fiskimið landsins. Höfð hafa verið uppi stóryrði um ofurskattheimtu og fjárhæð veiðigjaldsins þetta árið hefur verið lýst sem skattheimtu á sterum. Lögin um veiðigjald eru vissulega gallagripur en LÍÚ hefur ávallt haft mikil áhrif á löggjöfina og samtökin bera sína ábyrgð á útfærslunni í lögunum. Hluta af tekjum útgerðarinnar er komið undan veiðigjaldinu með því að selja aflann til skyldra aðila í vinnslu á verði sem er lægra en markaðsverð, miðað er við gamlar upplýsingar og ekki er tekið mið af breytilegri afkomu innan fiskveiðanna. Engu að síður er veiðigjaldið, hlutur ríkisins, langt undir því verði sem útgerðarmenn sjálfir greiða fyrir veiðiréttinn.Hreinn hagnaður tvöfaldast Tilefnið er að heildartekjur ríkisins af veiðigjaldi verða 11 milljarðar króna á þessu fiskveiðiári en voru um 5 milljarðar króna áður. Á því er sú einfalda skýring að hreinn hagnaður af fiskveiðum á árinu 2015 varð tvöfalt meiri en 2014. Hagnaðurinn varð 31 milljarður króna en hafði verið 15 milljarðar króna. Það sem þarf að vekja athygli á er að hlutur útgerðarinnar, það er hagnaðurinn að frádregnu veiðigjaldinu, hækkaði úr 10 milljörðum króna upp í 20 milljarða króna á milli ára. Gróði útgerðarinnar er að vaxa stórlega en ekki að minnka eins og ætla mætti af stóryrðum talsmanna fyrirtækjanna. Krafa þeirra er að ríkið lækki sinn hlut og auki þannig gróðann hjá útgerðinni. Það er hvorki sanngjörn né eðlileg krafa. Staðreynd er að ríkið úthlutar kvótum til veiða við Ísland ár hvert á verði sem er langt undir því verði sem útgerðarmenn sjálfir hafa sett. Kvóti gengur kaupum og sölum. Helsti kvótamarkaður landsins er rekinn á skrifstofu LÍÚ. Rétturinn til þess að veiða 1 kg af þorski hefur undanfarin ár verið seldur milli útgerða á verði sem er 12-17 sinnum hærri en það gjald sem ríkið innheimtir. Um þessar mundir greiða leigjendur kvóta 179 kr. fyrir veiðiréttinn. Ríkið fær 22 krónur en útgerðin sem leigir kvótann frá sér fær 157 krónur. Hlutur ríkisins er 13%. Ef ríkið lækkar sinn hlut þá hækkar það sem útgerðin fær. Ef ríkið hækkar veiðigjaldið mun hlutur útgerðarinnar lækka að sama skapi. Útgerðin vill meira en 87%. Græðgin er óseðjandi. Af framlegðinni í veiðum á þorski hefur ríkið verið að fá 6-8% á síðustu árum. Hitt hafa útgerðarfyrirtækin fengið fyrir að gera ekki neitt.Gjafakvóti Verðmyndun á kvóta er trúverðug. Sýnt er að útgerðir sem kaupa eða leigja kvóta á markaðsverði LÍÚ hafa framlegð af sínum rekstri sem stendur undir kaupunum eða leigunni. Kvótaverðið er hátt vegna þess að ríkið gefur þessi verðmæti frá sér árlega fyrir brot af verðgildi þeirra. Eigandi kvótans er þjóðin. Þess vegna á ríkið að taka til sín meginhluta verðmætisins. Allt frá 1990 hafa útgerðirnar fengið að meðhöndla kvótann sem sína eign um aldur og ævi og hirða til sín fiskveiðiarðinn nánast óskiptan. Kvótinn hefur verið árlegt gjafafé til þeirra. Það skýrir hrokafulla framgöngu þeirra nú. Það er svartur blettur á íslenskri stjórnmálasögu að í rúmlega aldarfjórðung hefur verðmætum réttindum upp á marga tugi milljarða króna á hverju ári verið úthlutað til fárra Íslendinga fyrir brot af markaðsverði þeirra. Forseti Íslands hafði á orði í nýársávarpi sínu að illa gengi að safna í sjóði þjóðarinnar þegar vel áraði.Höfundur er hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Árið hófst með áhlaupi útgerðarauðvaldsins gegn veiðigjaldinu, greiðslu útgerðarinnar fyrir réttinn til að nýta fiskimið landsins. Höfð hafa verið uppi stóryrði um ofurskattheimtu og fjárhæð veiðigjaldsins þetta árið hefur verið lýst sem skattheimtu á sterum. Lögin um veiðigjald eru vissulega gallagripur en LÍÚ hefur ávallt haft mikil áhrif á löggjöfina og samtökin bera sína ábyrgð á útfærslunni í lögunum. Hluta af tekjum útgerðarinnar er komið undan veiðigjaldinu með því að selja aflann til skyldra aðila í vinnslu á verði sem er lægra en markaðsverð, miðað er við gamlar upplýsingar og ekki er tekið mið af breytilegri afkomu innan fiskveiðanna. Engu að síður er veiðigjaldið, hlutur ríkisins, langt undir því verði sem útgerðarmenn sjálfir greiða fyrir veiðiréttinn.Hreinn hagnaður tvöfaldast Tilefnið er að heildartekjur ríkisins af veiðigjaldi verða 11 milljarðar króna á þessu fiskveiðiári en voru um 5 milljarðar króna áður. Á því er sú einfalda skýring að hreinn hagnaður af fiskveiðum á árinu 2015 varð tvöfalt meiri en 2014. Hagnaðurinn varð 31 milljarður króna en hafði verið 15 milljarðar króna. Það sem þarf að vekja athygli á er að hlutur útgerðarinnar, það er hagnaðurinn að frádregnu veiðigjaldinu, hækkaði úr 10 milljörðum króna upp í 20 milljarða króna á milli ára. Gróði útgerðarinnar er að vaxa stórlega en ekki að minnka eins og ætla mætti af stóryrðum talsmanna fyrirtækjanna. Krafa þeirra er að ríkið lækki sinn hlut og auki þannig gróðann hjá útgerðinni. Það er hvorki sanngjörn né eðlileg krafa. Staðreynd er að ríkið úthlutar kvótum til veiða við Ísland ár hvert á verði sem er langt undir því verði sem útgerðarmenn sjálfir hafa sett. Kvóti gengur kaupum og sölum. Helsti kvótamarkaður landsins er rekinn á skrifstofu LÍÚ. Rétturinn til þess að veiða 1 kg af þorski hefur undanfarin ár verið seldur milli útgerða á verði sem er 12-17 sinnum hærri en það gjald sem ríkið innheimtir. Um þessar mundir greiða leigjendur kvóta 179 kr. fyrir veiðiréttinn. Ríkið fær 22 krónur en útgerðin sem leigir kvótann frá sér fær 157 krónur. Hlutur ríkisins er 13%. Ef ríkið lækkar sinn hlut þá hækkar það sem útgerðin fær. Ef ríkið hækkar veiðigjaldið mun hlutur útgerðarinnar lækka að sama skapi. Útgerðin vill meira en 87%. Græðgin er óseðjandi. Af framlegðinni í veiðum á þorski hefur ríkið verið að fá 6-8% á síðustu árum. Hitt hafa útgerðarfyrirtækin fengið fyrir að gera ekki neitt.Gjafakvóti Verðmyndun á kvóta er trúverðug. Sýnt er að útgerðir sem kaupa eða leigja kvóta á markaðsverði LÍÚ hafa framlegð af sínum rekstri sem stendur undir kaupunum eða leigunni. Kvótaverðið er hátt vegna þess að ríkið gefur þessi verðmæti frá sér árlega fyrir brot af verðgildi þeirra. Eigandi kvótans er þjóðin. Þess vegna á ríkið að taka til sín meginhluta verðmætisins. Allt frá 1990 hafa útgerðirnar fengið að meðhöndla kvótann sem sína eign um aldur og ævi og hirða til sín fiskveiðiarðinn nánast óskiptan. Kvótinn hefur verið árlegt gjafafé til þeirra. Það skýrir hrokafulla framgöngu þeirra nú. Það er svartur blettur á íslenskri stjórnmálasögu að í rúmlega aldarfjórðung hefur verðmætum réttindum upp á marga tugi milljarða króna á hverju ári verið úthlutað til fárra Íslendinga fyrir brot af markaðsverði þeirra. Forseti Íslands hafði á orði í nýársávarpi sínu að illa gengi að safna í sjóði þjóðarinnar þegar vel áraði.Höfundur er hagfræðingur
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun