Gætu virkjað ákvæði um gjaldfellingu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. mars 2018 06:00 Datacell og Sunshine Press vilja að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu kyrrsetji eignir Valitors að verðmæti 14,7 milljarða króna. Vísir/Stefán Ef fallist verður á kröfu fyrirtækjanna Datacell og Sunshine Press um kyrrsetningu eigna kortafyrirtækisins Valitors gætu lánveitendur fyrirtækisins gjaldfellt lán þess, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors, vildi ekki svara því hvort sérstök ákvæði um gjaldfellingu mætti finna í lánasamningum fyrirtækisins. Hann segir hins vegar að félagið hafi lítið þurft að reiða sig á lánsfjármögnun í gegnum tíðina og sé meðal annars ekki með langtímalán í efnahagsreikningi sínum.Fram hefur komið í fjölmiðlum að fyrirtækin tvö, Datacell og Sunshine Press Productions, sem önnuðust rekstur greiðslugáttar fyrir Wikileaks, hafi farið fram á að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu kyrrsetji eignir Valitors fyrir hátt í 15 milljarða króna. Kortafyrirtækið gæti afstýrt kyrrsetningunni – og þar með gjaldfellingu lána sinna – með því að leggja fram nægilegar tryggingar fyrir greiðslu kröfu fyrirtækjanna tveggja, líkt og kveðið er á um í lögum um kyrrsetningu. Datacell og Sunshine Press Productions hafa höfðað skaðabótamál á hendur kortafyrirtækinu vegna þeirrar ákvörðunar fyrirtækisins að loka greiðslugáttinni einhliða og án fyrirvara árið 2011. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu tveimur árum síðar að Valitor hefði brostið heimild til þess að loka umræddri gátt.Sjá einnig: Ríkissjóður nýtur góðs af sölu Valitors Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður fyrirtækjanna, sendi Fjármálaeftirlitinu erindi fyrr í vikunni þar sem hann krefst þess að eftirlitið annars vegar sjái til þess að móðurfélag Valitors, Valitor Holding, tryggi áframhaldandi greiðslufærni kortafyrirtækisins og hins vegar að stöðvuð verði áform meirihluta hluthafa Arion banka, móðurfélags Valitor Holding, um að aðgreina Valitor frá bankanum. Stærstu hluthafar bankans, meðal annars vogunarsjóðir og Kaupþing, hafa í hyggju að greiða að hámarki 80 prósenta hlut bankans í Valitor út í formi arðs til hluthafa. Aðalkrafa fyrirtækjanna í skaðabótamálinu gegn Valitor hljóðar upp á 14,7 milljarða króna, auk áfallandi dráttarvaxta, en varakrafan, sem byggir á mati dómkvöddu matsmannanna Jóns Scheving Thorsteinssonar, framkvæmdastjóra Arev, og Russells Lamb, aðstoðarforstjóra Nathan Associates, er 6,4 milljarðar króna.Vísir/ernirÍ erindinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir Sveinn Andri að telja verði mjög líklegt að félagið geti ekki greitt varakröfuna nema með hjálp eigenda, annaðhvort móðurfélagsins Valitor Holding eða Arion banka. Valitor verði því fyrirsjáanlega ógreiðslufært. Sveinn Andri bendir í samtali við Fréttablaðið á að áðurnefnd varakrafa fyrirtækjanna hækki um 60 milljónir króna á mánuði eða sem samsvarar 2 milljónum á hverjum degi. Hann segir að miðað við eiginfjárkröfur Fjármálaeftirlitsins og eiginfjárstöðu Valitors í lok árs 2016 – sem hafi farið versnandi á síðustu árum – sé ljóst að fyrirtækið geti ekki, eitt síns liðs, fjármagnað nema tvo þriðju af varakröfu fyrirtækjanna. Varakrafan myndi auk þess hreinsa upp allan eiginfjárgrunn Valitors sem var ríflega 6,5 milljarðar króna í árslok 2016. Í erindi sínu til Fjármálaeftirlitsins tekur lögmaðurinn auk þess fram að það hafi „óneitanlega veitt Valitor sterkari stöðu eða að minnsta kosti öflugri ásýnd að vera dótturfélag Arion banka, þó svo að aldrei sé hægt að ganga út frá því sem vísu að bankinn tryggi dótturfélagið gegn öllum áföllum“. Ef áform meirihluta hluthafa Arion banka um að aðgreina Valitor frá bankasamstæðunni gangi eftir verði staða kortafyrirtækisins mun óljósari. Áform vogunarsjóðanna sem nýrra eigenda Valitors séu fullkomlega á huldu, til dæmis hvort þeir muni leysa upp félagið eða standa við bakið á því. Lögmaðurinn krefst þess jafnframt að Fjármálaeftirlitið geri Valitor að leggja fram yfirmat þriggja dómkvaddra manna, Einars Guðbjartssonar, Gylfa Zoëga og Sigurðar Ingólfssonar. Valitor óskaði þess að yfirmatsmennirnir legðu mat á fjártjón Datacell og Sunshine Press, sem þeir og gerðu, en kortafyrirtækið hefur hins vegar ekki viljað leggja matsgerð þeirra fram í dómi, að sögn Sveins Andra. Hann segir að ef yfirmatið verði lagt fram geti Fjármálaeftirlitið með góðu móti lagt mat á það hversu há bótakrafan á Valitor verði og þar með hvort hún muni leiða til þess að kortafyrirtækið verði ógreiðslufært. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fara fram á kyrrsetningu á eignum Valitor Eigendur Datacell og Sunshine Press uggandi um sinn vegna átaka um eignarhald Valitor. 22. febrúar 2018 13:11 Ríkissjóður nýtur góðs af sölu Valitors Tryggt er í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings að hann nái til virðis og mögulegrar virðisaukningar Valitors ef félagið er aðgreint frá Arion banka. Ríkið mun þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins 28. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Ef fallist verður á kröfu fyrirtækjanna Datacell og Sunshine Press um kyrrsetningu eigna kortafyrirtækisins Valitors gætu lánveitendur fyrirtækisins gjaldfellt lán þess, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors, vildi ekki svara því hvort sérstök ákvæði um gjaldfellingu mætti finna í lánasamningum fyrirtækisins. Hann segir hins vegar að félagið hafi lítið þurft að reiða sig á lánsfjármögnun í gegnum tíðina og sé meðal annars ekki með langtímalán í efnahagsreikningi sínum.Fram hefur komið í fjölmiðlum að fyrirtækin tvö, Datacell og Sunshine Press Productions, sem önnuðust rekstur greiðslugáttar fyrir Wikileaks, hafi farið fram á að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu kyrrsetji eignir Valitors fyrir hátt í 15 milljarða króna. Kortafyrirtækið gæti afstýrt kyrrsetningunni – og þar með gjaldfellingu lána sinna – með því að leggja fram nægilegar tryggingar fyrir greiðslu kröfu fyrirtækjanna tveggja, líkt og kveðið er á um í lögum um kyrrsetningu. Datacell og Sunshine Press Productions hafa höfðað skaðabótamál á hendur kortafyrirtækinu vegna þeirrar ákvörðunar fyrirtækisins að loka greiðslugáttinni einhliða og án fyrirvara árið 2011. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu tveimur árum síðar að Valitor hefði brostið heimild til þess að loka umræddri gátt.Sjá einnig: Ríkissjóður nýtur góðs af sölu Valitors Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður fyrirtækjanna, sendi Fjármálaeftirlitinu erindi fyrr í vikunni þar sem hann krefst þess að eftirlitið annars vegar sjái til þess að móðurfélag Valitors, Valitor Holding, tryggi áframhaldandi greiðslufærni kortafyrirtækisins og hins vegar að stöðvuð verði áform meirihluta hluthafa Arion banka, móðurfélags Valitor Holding, um að aðgreina Valitor frá bankanum. Stærstu hluthafar bankans, meðal annars vogunarsjóðir og Kaupþing, hafa í hyggju að greiða að hámarki 80 prósenta hlut bankans í Valitor út í formi arðs til hluthafa. Aðalkrafa fyrirtækjanna í skaðabótamálinu gegn Valitor hljóðar upp á 14,7 milljarða króna, auk áfallandi dráttarvaxta, en varakrafan, sem byggir á mati dómkvöddu matsmannanna Jóns Scheving Thorsteinssonar, framkvæmdastjóra Arev, og Russells Lamb, aðstoðarforstjóra Nathan Associates, er 6,4 milljarðar króna.Vísir/ernirÍ erindinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir Sveinn Andri að telja verði mjög líklegt að félagið geti ekki greitt varakröfuna nema með hjálp eigenda, annaðhvort móðurfélagsins Valitor Holding eða Arion banka. Valitor verði því fyrirsjáanlega ógreiðslufært. Sveinn Andri bendir í samtali við Fréttablaðið á að áðurnefnd varakrafa fyrirtækjanna hækki um 60 milljónir króna á mánuði eða sem samsvarar 2 milljónum á hverjum degi. Hann segir að miðað við eiginfjárkröfur Fjármálaeftirlitsins og eiginfjárstöðu Valitors í lok árs 2016 – sem hafi farið versnandi á síðustu árum – sé ljóst að fyrirtækið geti ekki, eitt síns liðs, fjármagnað nema tvo þriðju af varakröfu fyrirtækjanna. Varakrafan myndi auk þess hreinsa upp allan eiginfjárgrunn Valitors sem var ríflega 6,5 milljarðar króna í árslok 2016. Í erindi sínu til Fjármálaeftirlitsins tekur lögmaðurinn auk þess fram að það hafi „óneitanlega veitt Valitor sterkari stöðu eða að minnsta kosti öflugri ásýnd að vera dótturfélag Arion banka, þó svo að aldrei sé hægt að ganga út frá því sem vísu að bankinn tryggi dótturfélagið gegn öllum áföllum“. Ef áform meirihluta hluthafa Arion banka um að aðgreina Valitor frá bankasamstæðunni gangi eftir verði staða kortafyrirtækisins mun óljósari. Áform vogunarsjóðanna sem nýrra eigenda Valitors séu fullkomlega á huldu, til dæmis hvort þeir muni leysa upp félagið eða standa við bakið á því. Lögmaðurinn krefst þess jafnframt að Fjármálaeftirlitið geri Valitor að leggja fram yfirmat þriggja dómkvaddra manna, Einars Guðbjartssonar, Gylfa Zoëga og Sigurðar Ingólfssonar. Valitor óskaði þess að yfirmatsmennirnir legðu mat á fjártjón Datacell og Sunshine Press, sem þeir og gerðu, en kortafyrirtækið hefur hins vegar ekki viljað leggja matsgerð þeirra fram í dómi, að sögn Sveins Andra. Hann segir að ef yfirmatið verði lagt fram geti Fjármálaeftirlitið með góðu móti lagt mat á það hversu há bótakrafan á Valitor verði og þar með hvort hún muni leiða til þess að kortafyrirtækið verði ógreiðslufært.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fara fram á kyrrsetningu á eignum Valitor Eigendur Datacell og Sunshine Press uggandi um sinn vegna átaka um eignarhald Valitor. 22. febrúar 2018 13:11 Ríkissjóður nýtur góðs af sölu Valitors Tryggt er í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings að hann nái til virðis og mögulegrar virðisaukningar Valitors ef félagið er aðgreint frá Arion banka. Ríkið mun þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins 28. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Fara fram á kyrrsetningu á eignum Valitor Eigendur Datacell og Sunshine Press uggandi um sinn vegna átaka um eignarhald Valitor. 22. febrúar 2018 13:11
Ríkissjóður nýtur góðs af sölu Valitors Tryggt er í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings að hann nái til virðis og mögulegrar virðisaukningar Valitors ef félagið er aðgreint frá Arion banka. Ríkið mun þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins 28. febrúar 2018 07:00