Vogur fullur og neyslan eykst Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. mars 2018 08:00 Þegar mest var, árið 1985, voru 265 sjúkrarúm hér á landi ætluð áfengis- og vímuefnasjúklingum. Vísir/Heiða Að meðaltali bíða um 5-600 manns eftir því að komast að hjá SÁÁ. Framkvæmdastjóri lækninga hjá samtökunum segir að þau geti illa annað eftirspurn. Þegar mest var, árið 1985, voru 265 sjúkrarúm hér á landi ætluð áfengis- og vímuefnasjúklingum. Frá árinu 2010 hafa þau hins vegar verið 62. Samhliða fækkun rúma hefur fólki hér á landi fjölgað jafnt og þétt auk þess að neysla ýmissa fíkniefna hefur færst nokkuð í aukana. „Alla þessa öld höfum við sinnt sama fjölda af fólki. Eftirspurnin núna er meiri en við getum annað og það er nýtt,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á Vogi. „Það eru margir samverkandi þættir sem orsaka þetta. Rúmum hefur fækkað, fólki fjölgað og neysla aukist.“Valgerður Rúnarsdóttir læknir hjá SÁÁÁr hvert leggjast 2.200 einstaklingar inn hjá SÁÁ en ríkið greiðir fyrir um 1.500 innlagnir. Samtökin þurfa því að reiða sig á fjáröflun og styrkveitingar til að brúa það bil. „Samningur um sjúkrahúsið Vog er svo naumt skammtaður frá hendi ríkisins að segja má að SÁÁ hafi afhent allan sinn hluta samningsins fyrir miðjan september ár hvert. Það sem eftir lifir almanaksársins er lífsbjargandi þjónustan á Vogi í boði SÁÁ, álfasölufólks og annarra velunnara samtakanna,“ segir í pistli Arnþórs Jónssonar, framkvæmdastjóra SÁÁ, á heimasíðu samtakanna. „Ekki vantar háa peningaupphæð svo hægt sé að klára árið. Örfáir aðstoðarmenn ráðherra í núverandi ríkisstjórn taka til sín hærri upphæð svo dæmi sé nefnt,“ segir hann enn fremur. Valgerður segir ríkið þurfa að stíga inn í. „Það blasir við hverjum sem það vill sjá að viðbúnaður ríkisins í þessum málum er of lítill. Það þarf að gera miklu meira í þessum efnum. Góð byrjun væri ef við fengjum greitt að fullu fyrir það sem við gerum en að auki þarf Landspítalinn miklu meira. Það er búið að skera mjög mikið niður þar líka,“ segir Valgerður. „Stjórnvöld verða að taka ábyrgð á þessum alvarlega málaflokki. Hver króna í slíka meðferð sparar annars staðar í ríkiskassanum.“ Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Að meðaltali bíða um 5-600 manns eftir því að komast að hjá SÁÁ. Framkvæmdastjóri lækninga hjá samtökunum segir að þau geti illa annað eftirspurn. Þegar mest var, árið 1985, voru 265 sjúkrarúm hér á landi ætluð áfengis- og vímuefnasjúklingum. Frá árinu 2010 hafa þau hins vegar verið 62. Samhliða fækkun rúma hefur fólki hér á landi fjölgað jafnt og þétt auk þess að neysla ýmissa fíkniefna hefur færst nokkuð í aukana. „Alla þessa öld höfum við sinnt sama fjölda af fólki. Eftirspurnin núna er meiri en við getum annað og það er nýtt,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á Vogi. „Það eru margir samverkandi þættir sem orsaka þetta. Rúmum hefur fækkað, fólki fjölgað og neysla aukist.“Valgerður Rúnarsdóttir læknir hjá SÁÁÁr hvert leggjast 2.200 einstaklingar inn hjá SÁÁ en ríkið greiðir fyrir um 1.500 innlagnir. Samtökin þurfa því að reiða sig á fjáröflun og styrkveitingar til að brúa það bil. „Samningur um sjúkrahúsið Vog er svo naumt skammtaður frá hendi ríkisins að segja má að SÁÁ hafi afhent allan sinn hluta samningsins fyrir miðjan september ár hvert. Það sem eftir lifir almanaksársins er lífsbjargandi þjónustan á Vogi í boði SÁÁ, álfasölufólks og annarra velunnara samtakanna,“ segir í pistli Arnþórs Jónssonar, framkvæmdastjóra SÁÁ, á heimasíðu samtakanna. „Ekki vantar háa peningaupphæð svo hægt sé að klára árið. Örfáir aðstoðarmenn ráðherra í núverandi ríkisstjórn taka til sín hærri upphæð svo dæmi sé nefnt,“ segir hann enn fremur. Valgerður segir ríkið þurfa að stíga inn í. „Það blasir við hverjum sem það vill sjá að viðbúnaður ríkisins í þessum málum er of lítill. Það þarf að gera miklu meira í þessum efnum. Góð byrjun væri ef við fengjum greitt að fullu fyrir það sem við gerum en að auki þarf Landspítalinn miklu meira. Það er búið að skera mjög mikið niður þar líka,“ segir Valgerður. „Stjórnvöld verða að taka ábyrgð á þessum alvarlega málaflokki. Hver króna í slíka meðferð sparar annars staðar í ríkiskassanum.“
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira