Skilur ef ráðamenn þurfa að sitja heima Sveinn Arnarsson skrifar 19. mars 2018 06:00 Guðni Bergsson Hilmar Þór Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist skilja það og virða ef Ísland tekur þá ákvörðun að senda ekki ráðamenn til Rússlands á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í sumar. Vilji allra standi hins vegar til þess að halda íþróttum og stjórnmálum aðskildum í lengstu lög. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir aðildarþjóðir NATO vera að skoða hvaða leiðir séu færar til að bregðast við morðtilraun á hendur Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury í Bretlandi þann 8. mars. Ein hugmyndanna er að sniðganga HM en engin niðurstaða er enn komin í málið. „Þetta er ekki komið á neinn slíkan stað. Við erum bara að skoða færar leiðir með okkar bandamönnum,“ segir Guðlaugur Þór. „Málið er alvarlegt og því er mikilvægt að hafa ríkt samráð um viðbrögð og bregðast við þessum atburðum í Bretlandi.“Sjá einnig: Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðni Bergsson segir þetta ekki trufla undirbúning KSÍ. „Þegar til kastanna kemur þá hefur þetta ekki áhrif á okkar undirbúning eða hugarfar leikmanna. Við erum einbeitt í okkar verkum,“ segir Guðni. „Ég vil ekki blanda mér í umræðu um alþjóðastjórnmál sem formaður KSÍ. Ég vil einbeita mér að knattspyrnunni og við viljum aðskilja þetta tvennt. En ef vesturveldin taka ákvörðun á hinu pólitíska sviði um að sniðganga HM þá verðum við að virða þá niðurstöðu.“ Hann vonar að málin leysist fyrir HM svo hægt sé að hugsa eingöngu um knattspyrnu þegar leikir Íslands hefjast. „Maður vonast auðvitað eftir því að hægt sé að leysa mál á pólitíska sviðinu en það er bara ekki alltaf svo,“ bætir Guðni við. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Stj.mál Tengdar fréttir „Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00 Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist skilja það og virða ef Ísland tekur þá ákvörðun að senda ekki ráðamenn til Rússlands á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í sumar. Vilji allra standi hins vegar til þess að halda íþróttum og stjórnmálum aðskildum í lengstu lög. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir aðildarþjóðir NATO vera að skoða hvaða leiðir séu færar til að bregðast við morðtilraun á hendur Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury í Bretlandi þann 8. mars. Ein hugmyndanna er að sniðganga HM en engin niðurstaða er enn komin í málið. „Þetta er ekki komið á neinn slíkan stað. Við erum bara að skoða færar leiðir með okkar bandamönnum,“ segir Guðlaugur Þór. „Málið er alvarlegt og því er mikilvægt að hafa ríkt samráð um viðbrögð og bregðast við þessum atburðum í Bretlandi.“Sjá einnig: Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðni Bergsson segir þetta ekki trufla undirbúning KSÍ. „Þegar til kastanna kemur þá hefur þetta ekki áhrif á okkar undirbúning eða hugarfar leikmanna. Við erum einbeitt í okkar verkum,“ segir Guðni. „Ég vil ekki blanda mér í umræðu um alþjóðastjórnmál sem formaður KSÍ. Ég vil einbeita mér að knattspyrnunni og við viljum aðskilja þetta tvennt. En ef vesturveldin taka ákvörðun á hinu pólitíska sviði um að sniðganga HM þá verðum við að virða þá niðurstöðu.“ Hann vonar að málin leysist fyrir HM svo hægt sé að hugsa eingöngu um knattspyrnu þegar leikir Íslands hefjast. „Maður vonast auðvitað eftir því að hægt sé að leysa mál á pólitíska sviðinu en það er bara ekki alltaf svo,“ bætir Guðni við.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Stj.mál Tengdar fréttir „Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00 Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira
„Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00
Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46