Innlent

Leyfi séra Ólafs lýkur í vikunni

Sveinn Arnarsson skrifar
Úr Grensáskirkju.
Úr Grensáskirkju. VÍSIR/GVA
Frestur til að áfrýja úrskurðum úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar í málunum fimm gegn Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, rennur út í dag. Verði ekki áfrýjað í málum hans mun hann að öllum líkindum taka til starfa aftur eftir leyfi, strax í þessari viku.

Fimm konur kærðu séra Ólaf til úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar á haustmánuðum en biskup sendi hann fyrst í leyfi vegna málanna í maí í fyrra.

Samkvæmt ákvörðun biskups er guðsmaðurinn í leyfi á meðan mál gegn honum eru í vinnslu á kirkjulegum vettvangi.

Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs, segir að þar sem hann sé enn skipaður sóknarprestur í Grensásprestakalli muni hann sinna skyldum sínum og mæta til vinnu um leið og leyfi hans lýkur.


Tengdar fréttir

Fyrrverandi ráðherra reyndi að hafa áhrif á brotaþola sr. Ólafs

Brotaþoli Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, fékk bréf frá Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi ráðherra og formanni Framsóknarflokks. Vildi hún kanna hvort hægt væri að ljúka málinu með "afsökunarbeiðni og samkomulagi.“

Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti

Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002.

Vissi af máli árið 2014 en gerði ekkert

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, vissi árið 2014 af atviki milli séra Ólafs Jóhannssonar og prests í Reykjavíkurprófastsdæmi. Hins vegar varð það ekki tilefni til rannsóknar á þeim tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×