Halldór Jóhann: Þarf að taka þessa stöðu alvarlega Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 18. mars 2018 22:33 Halldór Jóhann var ómyrkur í máli í leikslok. vísir/eyþór „Ég er mjög svekktur,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir tap liðsins í toppslag gegn Selfoss í Olís-deild karla í kvöld. Með tapinu kastaði FH frá sér deildarmeistaratitlinum. „Við lögðum gríðalega vinnu í þennan leik og mér fannst við stóran part af leiknum ekki góðir. Við vorum rosalega óklókir, köstum ótrúlega mikið af boltum frá okkur sem við þurftum ekki að kasta frá okkur.” „Ég á eftir að kíkja betur á þetta, en það voru margir hlutir sem féllu ekki með okkur í dag og duttu upp í hendurnar á þeim, stundum er þetta bara þannig. Þeir voru að fá öll fráköst og við ekki að nýta dauðafæri okkar. Selfoss liðið er á góðu skriði og eru vel mannaðir,“ sagði Halldór Jóhann, ósáttur með leik sinna manna í dag. „Við vorum bara ekki nógu góður satt best að segja. Leikurinn fjarar frá okkur, á öllum þeim tímapunktum þar sem við gátum jafnað í seinni hálfleik þá erum við að taka einhverjar glórulausar ákvarðanir, ég er hvað svekktastur með það.” „Ég átta mig ekki alveg á þessu, við duttum úr karakter og við þurfum að vinna í okkar málum fyrir úrslitakeppnina, þessi deildarmeistaratitill er farinn frá okkur það er alveg ljóst.“ FH hefur verið á toppi Olís deildarinnar frá fyrsta degi og hafa haft tækifæri á að klára deildina í síðustu umferðum en ekki verið sannfærandi í síðustu leikjum. Þessi frammistaða veldur Halldóri áhyggjum fyrir komandi úrslitakeppni. „Þetta var í okkar höndum og hefur verið það lengi. Við höfum spilað marga úrslitaleiki núna uppá síðkastið og ekki staðið okkur á stóra sviðinu, það veldur mér gríðalegum áhyggjum. Við þurfum að halda áfram að vinna í okkar málum.” „Ég þarf að finna einhverjar lausnir á því hvað er í gangi. Við getum ekki verið að taka glórulausar ákvarðanir trekk í trekk undir pressu. Á tímabili í leiknum í dag vorum við ekki að spila sem lið heldur sem einstaklingar.“ „Ég lít alltaf björtum augum á framhaldið og ég veit alveg hvað liðið mitt getur. En það er alveg ljóst að ég þarf að taka þessa stöðu alvarlega, þetta gerist ekkert að sjálfum sér. Ég veit ekki hverjum er að kenna, af hverju við erum að gefa svona mikið eftir.” „Við misstum auðvitað leikmenn í meiðsli en það er ekki hægt að kenna því um. Á sama tíma eru lykilleikmenn sem eru ekki að spila á sama krafti og þeir gerðu fyrr í vetur, við þurfum við að fá þá aftur inn og ég þarf að fá þessi gæði aftur í liðið ef við ætlum að gera eitthvað í úrslitakeppninni,” sagði Halldór að lokum í kvöld. Olís-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
„Ég er mjög svekktur,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir tap liðsins í toppslag gegn Selfoss í Olís-deild karla í kvöld. Með tapinu kastaði FH frá sér deildarmeistaratitlinum. „Við lögðum gríðalega vinnu í þennan leik og mér fannst við stóran part af leiknum ekki góðir. Við vorum rosalega óklókir, köstum ótrúlega mikið af boltum frá okkur sem við þurftum ekki að kasta frá okkur.” „Ég á eftir að kíkja betur á þetta, en það voru margir hlutir sem féllu ekki með okkur í dag og duttu upp í hendurnar á þeim, stundum er þetta bara þannig. Þeir voru að fá öll fráköst og við ekki að nýta dauðafæri okkar. Selfoss liðið er á góðu skriði og eru vel mannaðir,“ sagði Halldór Jóhann, ósáttur með leik sinna manna í dag. „Við vorum bara ekki nógu góður satt best að segja. Leikurinn fjarar frá okkur, á öllum þeim tímapunktum þar sem við gátum jafnað í seinni hálfleik þá erum við að taka einhverjar glórulausar ákvarðanir, ég er hvað svekktastur með það.” „Ég átta mig ekki alveg á þessu, við duttum úr karakter og við þurfum að vinna í okkar málum fyrir úrslitakeppnina, þessi deildarmeistaratitill er farinn frá okkur það er alveg ljóst.“ FH hefur verið á toppi Olís deildarinnar frá fyrsta degi og hafa haft tækifæri á að klára deildina í síðustu umferðum en ekki verið sannfærandi í síðustu leikjum. Þessi frammistaða veldur Halldóri áhyggjum fyrir komandi úrslitakeppni. „Þetta var í okkar höndum og hefur verið það lengi. Við höfum spilað marga úrslitaleiki núna uppá síðkastið og ekki staðið okkur á stóra sviðinu, það veldur mér gríðalegum áhyggjum. Við þurfum að halda áfram að vinna í okkar málum.” „Ég þarf að finna einhverjar lausnir á því hvað er í gangi. Við getum ekki verið að taka glórulausar ákvarðanir trekk í trekk undir pressu. Á tímabili í leiknum í dag vorum við ekki að spila sem lið heldur sem einstaklingar.“ „Ég lít alltaf björtum augum á framhaldið og ég veit alveg hvað liðið mitt getur. En það er alveg ljóst að ég þarf að taka þessa stöðu alvarlega, þetta gerist ekkert að sjálfum sér. Ég veit ekki hverjum er að kenna, af hverju við erum að gefa svona mikið eftir.” „Við misstum auðvitað leikmenn í meiðsli en það er ekki hægt að kenna því um. Á sama tíma eru lykilleikmenn sem eru ekki að spila á sama krafti og þeir gerðu fyrr í vetur, við þurfum við að fá þá aftur inn og ég þarf að fá þessi gæði aftur í liðið ef við ætlum að gera eitthvað í úrslitakeppninni,” sagði Halldór að lokum í kvöld.
Olís-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira